Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2012 | 16:30

EPD: Stefán Már og Þórður Rafn komust áfram á Gloria Old Course Classic

Stefán Már Stefánsson, GR og Þórður Rafn Gissurarson, GR, komust áfram í gegnum niðurskurð á Gloria Old Course Classic mótinu, en mótið er hluti af EPD mótaröðinni þýsku. Mótið fer fram á samnefndum golfvelli í Belek, í Tyrklandi. Stefán Már lék á 73 höggum í dag +1 yfir pari, bætti sig um 3 högg frá því á fyrri hring og kláraði hringina 2 á samtals +5 yfir pari (76 73).  Hann deildi 36. sætinu með 3 öðrum. Þórður Rafn rétt slapp í gegnum niðurskurðinn, var á 76 höggum fyrri daginn en 74 höggum í dag og því samtals á 150 höggum, samtals  +6 yfir pari og var í hópi síðustu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2012 | 16:00

PGA á Íslandi: Derrick Moore er kennari ársins 2011

Um helgina fór fram aðalfundur PGA á Íslandi (Samtök atvinnukylfinga), og af því tilefni voru veittar viðurkenningar fyrir Kylfing ársins og Kennara ársins. Birgir Leifur Hafþórsson var valinn Kylfingur ársins, líkt og undanfarin ár, en hann hefur verið í fararbroddi íslenskra kylfinga. Hann hlýtur viðurkenninguna að þessu sinni ekki síst fyrir árangur sinn á Áskorendamótaröðinni, þar sem hann tryggði sér fullan þátttökurétt fyrir árið 2012. Derrick Moore var útnefndur Kennari ársins, fyrir framúrskarandi störf við afreksþjálfun kylfinga úr GKG, landsliðsins og störf við PGA Golfkennaraskólann. Þetta þýðir að GKG skartar öllum helstu viðurkenningum sem PGA hefur fram að færa á tímabilinu, en í lok sumar sigraði Íþróttastjóri GKG, Úlfar Jónsson, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2012 | 13:45

GK: Úrslit í 2 fyrstu sunnudagspúttmótum í Vorpúttmótaröð Hraunkots – Gísli Sveinbergs efstur með 25 og 27 pútt – glæsilegt!

Tvö sunnudagspúttmót hafa nú farið fram í Vorpúttmótaröð Hraunkots. Eftir 2 mót er Gísli Sveinbergsson, GK, Íslandsmeistari í holukeppni stráka 2011, efstur á samtals glæsilegum 52 púttum! Hann fór fyrri hringinn á 25 púttum og fékk 27 pútt s.l. sunndag, þar sem hann deildi 1. sætinu með Benedikt Árna Harðarsyni, GK.  En úrslit úr þeim 2 mótum sem fram hafa farið eru eftirfarandi: Úrslit í 2. Vorpúttmót Hraunkots, sunnudaginn  22. janúar 2012: Nafn Klúbbur Fyrri Seinni Samtals Benedikt Árni Harðasson 14 13 27 Gísli Sveinbergsson 13 14 27  Ísak Jasonarson 13 15 28 Þorvaldur Másson 13 15 28 Orri Valtýsson 15 14 29 Aldís Arnardóttir 14 15 29 Jakob Richter Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2012 | 12:55

Afmæliskylfingur dagsins: Jóhanna Dröfn Kristinsdóttir – 24. janúar 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Jóhanna Dröfn Kristinsdóttir, GO. Hún fæddist 24. janúar 1962 og á því 50 ára stórafmæli í dag! Jóhanna Dröfn hefir átt fast sæti fyrir hönd Golfklúbbsins Odds í kvennasveit GO og hefir tekið þátt í mörgum sveitakeppnum GSÍ á undanförnum árum, var m.a. í sveit GO sem vann 2. deild kvenna 2005.  Af mörgu er að taka í golfferli Jóhönnu Dröfn en hún hefir sigrað í mörgum opnum mótum vann m.a. ára-mót GO 2009.  Jóhanna Dröfn hefir m.a. átt sæti í stjórn í GO. Jóhanna er dóttir Kristins Sigurpáls Kristjánssonar og á eina dóttur Lilju Valþórsdóttur. Eins er Jóhanna Dröfn systir Dóru Kristínar í GHD. Aðrir frægir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2012 | 11:00

GSE: Aðalfundur Golfklúbbs Setbergs verður haldinn á fimmtudaginn n.k. – 26. janúar 2012

Á heimasíðu Golfklúbbsins Setbergs í Hafnarfirði er eftirfarandi auglýsing um aðalfund: „Aðalfundur Golfklúbbsins Setberg verður haldinn fimmtudaginn 26. janúar 2012. Fundurinn verður haldinn í golfskálanum og hefst klukkan 20:00. Dagskrá: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 2. Skýrsla formanns. 3. Skýrsla gjaldkera. 4. Stjórnarkosning. 5. Kosning skoðunarmanna. 6. Kosning fulltrúa í þau samtök sem klúbburinn er aðili að. 7. Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir starfsárið 2012. 8. Önnur mál. Stjórn Golfklúbbsins Setbergs.“

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2012 | 09:00

GKJ: Ármann efstur í púttmóti á laugardaginn – Theodór og Skúli efstir á Áskorendapútt- mótaröðinni s.l. sunnudag – Allir með 25 pútt!

Á heimasíðu GKJ er eftirfarandi frétt um tvö púttmót, sem fram fóru hjá GKJ um helgina: „Tvö púttmót voru haldin um helgina í æfingaaðstöðunni á Blikastaðanesi. Á laugardaginn mættu 23 og var keppnin jöfn og spennandi eins og svo oft áður. Helstu úrslit urðu þessi: 1. Ármann Sigurðsson 25 pútt 2. Gunnar Árnason, 26 pútt (eftir bráðabana) 3. Þórhallur Kristvinsson, 26 pútt Næsta mót verður laugardaginn 28. janúar og hefst kl. 10:30 og stendur til kl. 12:00. Áskorendamótaröðin Það voru 26 kylfingar sem komu og tóku þátt í fyrsta mótinu á Áslorendamótaröðinni. Mikil og hörð barátta var á milli þessara kylfinga og sáust frábær tilþrif á púttvellinum. Það endaði þó Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2012 | 08:00

GR: Berglind,Guðrún, Linda og Nanna deila 1. sæti eftir 1. umferð á kvennapúttmótaröð GR

Miðvikudaginn 18. janúar s.l. fór fram 1. púttmót GR-kvenna. Það var fín mæting á fyrsta púttkvöld GR kvenna, þrátt fyrir ófærð og landsleik í handbolta. 72 konur mættu til leiks og slógu rækilega í gegn. Keppt var í tveimur hollum, það fyrra fór af stað uppúr 18.30 og hið síðara um kl.20 Í fréttatilkynningu frá kvennanefnd GR segir að enn séu 7 púttkvöld eftir, næstu miðvikudagskvöld og um sé að gera að mæta. Skorið úr fjórum bestu kvöldunum telur og þann 9. mars n.k. verður Púttmeistari GR-kvenna krýndur á glæsilegu skemmtikvöldi. Hér má sjá stöðu efstu 26 (sem allar voru með 32 pútt eða betra) eftir 1. umferð: Mót 18.01.12 25.01.12 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2012 | 07:00

GR: Púttmótaröð karla í GR fór vel af stað – Hannes, Einar Long, Einar B. og Þorfinnur efstir eftir 1. mót

Púttmótaröð karla í GR hófst fimmtudaginn 19. janúar í síðustu viku. Alls voru 46 lið sem tóku þátt. Úrslit í 1. umferð púttmótaraðar karla í GR eru eftirfarandi: Púttkvöld GR Karla – Liðakeppni 2012 19.1. 26.1. 2.2. 9.2. 16.2. 23.2. 1.3. 8.3. 15.3. 22.3. 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 Röð Lið# Nafn Skor Mt. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Samtals Besti Versti Hæ. telur  1 6 Hannes – Einar Long – Einar B – Þorfinnur 118 118 118 118 #NUM!  2 23 Andri – Arnar Snær – Raggi 118 118 118 118 #NUM!  3 9 Viggó – Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2012 | 21:45

GO: Svavar Geir efstur í púttmótaröð Odds – var á 26 glæsilegum púttum!

Á heimasíðu Golfklúbbsins Odds er að finna eftirfarandi fréttatilkynningu: „Tuttugu þátttakendur skiluðu inn skorkorti og var ánægjulegt að sjá hversu vel rættist úr mótinu en það byrjaði rólega. Ágóðinn af mótinu og mótaröðinni mun renna í sjóði unglingastarfsins og kunna þau þeim sem lögðu leið sína í Kauptúnið bestu þakkir og vonast til að sjá keppendur og fleirri aftur næsta laugardag. Fyrirkomulagið verður þannig að 10 umferðir eru leiknar og telja 5 bestu umferðirnar. Úr þessum 5 umferðum verða svo krýndir púttmeistarar karla, kvenna og unglinga (15 ára og yngri). Helstu úrslit úr fyrsta mótinu voru eftirfarandi: Karlar: 1. sæti   Svavar Geir Svavarsson 26 pútt 2. sæti   Smári Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2012 | 21:30

EPD: Stefán Már og Þórður Rafn í 54. sæti eftir 1. dag Gloria Old Course Classic

Í dag hófst Gloria Old Course Classic mótið á EPD mótaröðinni þýsku, en mótið fer fram dagana 22.-25. janúar í Belek, í Tyrklandi. Í mótinu taka þátt Stefán Már Stefánsson, GR og Þórður Rafn Gissurarson, GR. Þeir luku leik í dag á +4 yfir pari, 76 höggum, hvor og deila 54. sætinu ásamt  8 öðrum. Í 1. sæti eftir 1. dag er Þjóðverjinn Björn Stromsky. Hann spilaði á -4 undir pari og munar því 8 höggum á honum og Íslendingunum. Golf 1 óskar Stefáni Má og Þórði Rafni góðs gengis á morgun! Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Gloria Old Course Classic, smellið HÉR: