PGA: Stanley og Levin leiða eftir 1. dag á Farmers Insurance Open – báðir á 62 höggum! Myndskeið: Hápunktar og högg 1. dags
Í nótt hófst á Torrey Pines í La Jolla í Kaliforníu Farmers Insurance Open. Spilað er á Norður- og Suðurvellinum í mótinu. Það er augljóst þegar skorin eru skoðuð að Norður-völlurinn er að reynast kylfingunum auðveldari því það er ekki fyrr en í 13. sæti þar sem Bandaríkjamaðurinn Marc Turnesa er efstur þeirra sem spilaði Suður-völlinn, spilaði á 66 höggum.
Í efsta sæti eru Bandaríkjamennirnir Kyle Stanley og Spencer Levin, báðir með glæsihringi upp á 62 högg, -10 undir pari. Kyle fékk 1 örn, 9 fugla og 1 skolla á hringnum góða en Spencer spilaði skollafrítt fékk 10 fugla.
„Stóru nöfnin“ í mótinu eru ekkert að reyna of mikið á sig á 1. hring. Þeirra efstur er Vijay Singh sem deilir 4. sætinu á -8 undir pari, 64 höggum; Camilo Villegas, sem deilir 8. sæti á -7 undir pari, 65 höggum; Dustin Johnson deilir 13. sæti á -6 undir pari 66 höggum; Bubba Watson, Keegan Bradley, Seung-Yul Noh, Jhonattan Vegas, Nick Watney og Ryo Ishikawa deila 37. sæti eru á -3 undir pari, 69 höggum, hver, ásamt 12 öðrum.
Leikur Phil Mickelson var ekki alveg að gera sig á 1. hring – hann kom í hús á 77 höggum og er +5 yfir pari, í 147. sæti ásamt þeim Billy Mayfair, Daniel Chopra og Michael Thompson.
Í neðsta sæti af þeim 156 sem þátt taka í mótinu er Tommy Gainey, á 79 höggum, +7 yfir pari.
Til þess að sjá stöðuna á Farmers Insurance Open eftir 1. dag smellið HÉR:
Til þess að sjá högg 1. dags, frábært aðhögg Kyle Stanley á par-5 18. holunni í Torrey Pines smellið HÉR:
Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Farmers Insurance Open smellið HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024