Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2012 | 06:00

PGA: Stanley og Levin leiða eftir 1. dag á Farmers Insurance Open – báðir á 62 höggum! Myndskeið: Hápunktar og högg 1. dags

Í nótt hófst á Torrey Pines í La Jolla í Kaliforníu Farmers Insurance Open. Spilað er á Norður- og Suðurvellinum í mótinu. Það er augljóst þegar skorin eru skoðuð að Norður-völlurinn er að reynast kylfingunum auðveldari því það er ekki fyrr en í 13. sæti þar sem Bandaríkjamaðurinn Marc Turnesa er efstur þeirra sem spilaði Suður-völlinn, spilaði á 66 höggum.

Spencer Levin á Torrey Pines í nótt

Í efsta sæti eru Bandaríkjamennirnir Kyle Stanley og Spencer Levin, báðir með glæsihringi upp á 62 högg, -10 undir pari. Kyle fékk 1 örn, 9 fugla og 1 skolla á hringnum góða en Spencer spilaði skollafrítt fékk 10 fugla.

„Stóru nöfnin“ í mótinu eru ekkert að reyna of mikið á sig á 1. hring. Þeirra efstur er Vijay Singh sem deilir 4. sætinu á -8 undir pari, 64 höggum;  Camilo Villegas, sem deilir 8. sæti á -7 undir pari, 65 höggum; Dustin Johnson deilir 13. sæti á -6 undir pari 66 höggum; Bubba Watson, Keegan Bradley, Seung-Yul Noh, Jhonattan Vegas, Nick Watney og Ryo Ishikawa deila 37. sæti eru á -3 undir pari, 69 höggum, hver, ásamt 12 öðrum.

Leikur Phil Mickelson var ekki alveg að gera sig á 1. hring – hann kom í hús á 77 höggum og er +5 yfir pari, í 147. sæti ásamt þeim Billy Mayfair, Daniel Chopra og Michael Thompson.

Í neðsta sæti af þeim 156 sem þátt taka í mótinu er Tommy Gainey, á 79 höggum, +7 yfir pari.

Til þess að sjá stöðuna á Farmers Insurance Open eftir 1. dag smellið HÉR: 

Til þess að sjá högg 1. dags, frábært aðhögg Kyle Stanley á par-5 18. holunni í Torrey Pines smellið HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Farmers Insurance Open smellið HÉR: