
Afmæliskylfingur dagsins: Bryce Molder – 27. janúar 2012
Það er PGA kylfingurinn Bryce Molder, sem er afmæliskylfingur dagsins. Bryce fæddist 27. janúar 1979 í Harrison, Arkansas og er því 33 ára í dag. Hann gekk í skóla í Conway, Arkansas og Tulsa, Oklahoma. Bryce er með Poland syndrome, sem lýsti sér þannig hjá honum að hann fæddist ekki með vinstri brjóstvöðva og vinstri hönd er minni en sú hægri og fjórir fingur vinstri handar voru samvaxnir við fæðingu. Bryce þurfti á unga aldri að gangast undir aðgerð til að skilja fingurna að.
Bryce var í háskóla í Georgia Tech og gerðist atvinnumaður í golfi 2011. Sem atvinnumaður hefir hann sigrað tvívegis, annað sinn í Miccosukee Championship í Flórída 2006 meðan hann var á Nationwide Tour. Það var samt ekki fyrr en í fyrrahaust sem hann vakti athygli þegar hann hafði betur í umspili við Briny Baird á Frys.com Open, en þeir tveir voru tiltölulega óþekktir og kannski helst þekktir fyrir langa veru á túrnum, sigurlausir. Sigurinn á Frys.com Open þann 9. október 2011 var fyrsti sigur Molder á PGA.
Í þessu móti beindist og öll athyglin að Tiger, sem ekki var að spila vel.
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mike Hill, 27. janúar 1939, 73 ára (bróðir Dave Hill 20. maí 1937); Albert Woody Austin II, 27. janúar 1964 (48 ára), Jonathan Currie Byrd, 27. janúar 1978 (34 ára).
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024