Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2012 | 07:00

Meg Mallon verður fyrirliði liðs Bandaríkjanna í Solheim Cup 2013

Í gær var tilkynnt á hinni árlegu PGA golfvörusýningunni að Meg Mallon yrði fyrirliði liðs Bandaríkjanna í Solheim Cup 2013.  Þá fer mótið fram í Parker, Colorado.

Meg Mallon hefir 18 sinnum sigrað á LPGA Tour. Eins hefir hún tekið þátt í 8 Solheim Cup keppnum og tekur við af Rosie Jones sem leiddi lið Bandaríkjanna í Killeen Castle, í Dunsany, á Írlandi í fyrra þegar Evrópa sigraði lið Bandaríkjanna 15-13.

„Hvert Solheim Cup  mót hefir verið fyllt andartökum stolts hjá mér (sem leikmanni) en að vera fulltrúi Bandaríkjanna sem fyrirliði er toppurinn á ferli mínum,“ sagði Meg Mallon, 48 ára, í fréttatilkynningu LPGA. „Ég hlakka til að vinna hörðum höndum að því að ná bikarnum aftur til Bandaríkjanna.“

Meg Mallon, er fjórfaldur sigurvegari risamóta og er með  13-9-7 árangur, sem Solheim Cup leikmaður og var m.a. aðstoðarfyrirliði Beth Daniel árið 2009.

Þetta verður í 13. sinn sem Solheim Cup fer fram og að þessu sinni í Colorado Golf Club, 16.-18. ágúst á næsta ári.

Bandarísku stelpurnar hafa aldrei tapað á heimavelli og hafa sigrað oftan en þær evrópsku þ.e. helmingi oftar 8-4 í þessari keppni sem samsvarar Ryder Cup keppninni hjá körlunum.