
Evróputúrinn: Daninn Thorbjörn Olesen hefir tekið forystuna snemma dags í Abu Dhabi
Það er Daninn Thorbjörn Olesen, sem tekið hefir forystu á 2. degi Abu Dhabi HSBC Golf Championship.
Thorbjörn, 22 ára, varð þrívegis í 2. sæti á nýliðaári sinni á Evróputúrnum í fyrra en á enn eftir að landa sínum fyrsta sigri á Evróputúrnum.
Hann kom í hús á 67 höggum í dag og er samtals búinn að spila á 137 höggum (70 67) eða samtals -7 undir pari.
Eftir hringinn sagði Thorbjörn m.a. „Mér líkar virkilega við þennan golfvöllI. Hann er mjög erfiður en það er allt gott við hann. Maður þarf að vera beinn og góður í púttunum og með alhliða góðan golfleik, þannig að mér finnst þetta góð prófraun á golfspilið.“
Margir eiga eftir að ljúka leik þegar þetta er skrifað kl. 11:04, þ.á.m. Robert Karlson, sem í augnablikinu er kominn upp að hlið Olesen með -7 undir pari, en á 7 holur eftir óspilaðar. Rory McIlroy er á -3 undir pari samtals þegar þetta er skrifað og á 7 holur eftir óspilaðar. Þannig að of snemmt er að spá fyrir um hver stendur uppi í forystu (en frá því verður greint í úrslitagrein síðar í dag).
Sergio Garcia er búinn að ljúka 2. hring, er á samtals -4 undir pari, 140 höggum (71 69), líkt og Charl Schwartzel (70 70).
Lee Westwood hefir líka lokið leik, en hann er með stífan háls og kvaldi sig gegnum 2. hringinn og neitaði að gefast upp. Hvort skor hans upp á slétt par, 144 högg (72 72) er nægilegt til að komast í gegnum niðurskurðinn kemur í ljós seinna í dag – en skv. óopinberum útreikningum og spám sérfræðinga ætti hann rétt að sleppa í gegn.
Sömu sögu er ekki að segja um þann sem átti titil að verja, Þjóðverjann Martin Kaymer, frammistaða hans upp á 77 högg gerði næsta út um það að hann kæmist gegnum niðurskurð … sérstaklega þegar lukkan var ekki með honum í dag… hann bætti sig um 4 högg milli hringja en það er ekki nóg og hann er í einu af neðstu sætum mótsins.
Til þess að fylgjast með stöðunni í Abu Dhabi á 2. degi mótsins, smellið HÉR:
- júní. 7. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stefanía M. Jónsdóttir – 7. júní 2023
- maí. 19. 2023 | 19:00 GKS: GA tekur við rekstri Siglo Golf
- maí. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingjaldur Valdimarsson – 19. maí 2023
- apríl. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórey Petra ——– 18. apríl 2023
- apríl. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ragna Björk Ólafsdóttir – 17. apríl 2023
- apríl. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2023
- apríl. 15. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (15/2023)
- apríl. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gerða Hammer og Finnbogi Haukur Alexandersson – 15. apríl 2023
- apríl. 14. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2023
- apríl. 13. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Ragnarsdóttir – 13. apríl 2023
- apríl. 12. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 17:00 Masters 2023: Ný met Mickelson á Masters
- apríl. 11. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 09:00 Masters 2023: Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Masters
- apríl. 10. 2023 | 20:00 25.000 fréttir skrifaðar á Golf1