Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2012 | 10:15

ALPG: Karen Lunn og Rachel Bailey efstar eftir 1. dag Bing Lee

Í dag var spilaður 1. hringur á Bing Lee / Samsung Women´s NSW Open, í Oatlands Golf Club.  Eftir 1. dag eru það heimakonan Karen Lunn frá NSW og Rachel Bailey frá Sydney sem leiða, en báðar eru búnar að spila á -4 undir pari, 68 höggum.

Nikki Garrett

Í 3. sæti eru 6 stúlkur og þeirra þekktastar e.t.v. hin 14 ára Lydía Ko, fegurðardísin Nikki Garrett og norska frænka okkar Marianne Skarpenord, sem þátt tekur í mótinu; en allar eru þær á -3 undir pari, 69 höggum.

Í 9. sæti er síðan hópur 5 stúlkna, en þeirra á meðal er enski kylfingurinn og Solheim Cup leikmaðurinn, Melissa Reid, á -2 undir pari, 70 höggum.

Sarah Kemp

Átta stúlkur deila 14. sætinu m.a. heimakonan Sarah Kemp og franska stúlkan Sophie Giquel-Bettan á -1 undir pari 71 höggi.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Bing Lee, smellið HÉR: