Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 30. 2012 | 19:30

EPD: Stefán Már í 8. sæti á Sueno Dunes Classic fyrir lokahringinn

Stefán Már Stefánsson, GR og Þórður Rafn Gissurarson, GR taka nú þátt í nokkrum mótum á EPD-mótaraðarinnar þýsku, en mótin fara fram í Belek, í Tyrklandi.

Stefán Már, sem er að spila stöðugt og glæsilegt golf ,kom í dag í hús á -1 undir pari, 68 höggum alveg eins og í gær og er nú á samtals -2 undir pari, samtals 136  höggum (68 68). Stefán Már hækkaði sig um 1 sæti og er nú kominn í 8. sæti og er aðeins 3 höggum á eftir þeim sem leiðir mótið, Portúgalanum Tiago Cruz.

Þórður Rafn var óheppinn, aðeins munaði 1 höggi að hann kæmist í gegnum niðurskurð. Þórður Rafn spilaði á 71 höggi í gær en var á 72 í dag. Niðurskurðurinn miðaðist við +4, en Þórður Rafn var því miður á +5 yfir pari.

Golf 1 óskar Stefáni Má góðs gengis á lokahringnum á morgun!

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Sueno Dunes Classic smellið HÉR: