
Tiger Woods kominn í 17. sætið á heimslistanum
Tiger Woods getur brosað breitt þrátt fyrir vonbrigði í Abu Dhabi í gær. Fyrir rúmum mánuði síðan var hann ekki einu sinni meðal efstu 50 á heimslistanum en hefir heldur betur hækkað sig, farið upp um 33. sæti m.a. vegna sigurs í Chevron mótinu, en einnig vegna góðs gengis (3. sætið) á Abu Dhabi HSBC Golf Championship. Nú er hann kominn í 17. sætið á heimslistanum og allt er upp á við hjá kappanum.
Robert Rock, sem var í 117. sæti heimslistans fer bratt upp á við á heimslistanum er nú kominn í 55. sætið og aðeins örfáum sætum frá því að vinna sér þátttökurétt á Masters.
Brandt Snedeker fer vegna sigurs síns á Farmers Insurance Open úr 33. sætinu upp í 15. sætið á heimslistanum og sá sem missti sigurtækifærið svo sorglega úr höndum sér, Kyle Stanley getur huggað sig við að hann hækkar úr 150. sætinu í 87. sætið, sem er hækkun um 63 sæti fyrir utan það að vera nú kominn meðal 100 bestu kylfinga heims!
Staða efstu 10 kylfinga er annars þessi:
1. sæti Luke Donald
2. sæti Rory McIlroy
3. sæti Lee Westwood
4. sæti Martin Kaymer
5. sæti Steve Stricker
6. sæti Webb Simpson
7. sæti Adam Scott
8. sæti Charl Schwartzel
9. sæti Dustin Johnson
10. sæti Jason Day
11. sæti Graeme McDowell (hækkar sig úr 13 sætinu og bankar á dyrnar á topp-10!)
Skoða má heimslistann í heild með því að smella HÉR: HEIMSLISTINN – BESTU KYLFINGAR HEIMS – 4. VIKA 2012
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023
- júlí. 29. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (30/2023)
- júlí. 29. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2023
- júlí. 28. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hinrik Gunnar Hilmarsson og Þórdís Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2023
- júlí. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jordan Spieth – 27. júlí 2023
- júlí. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Mick Jagger, Allen Doyle, Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Daniel Hillier – 26. júlí 2023