
Myndskeið: Tiger ánægður þrátt fyrir að bíða lægri hlut í Abu Dhabi
Tiger Woods leit út fyrir að vera í fínum málum þegar hann hóf lokahringinn í Abu Dhabi og hann segist vera ánægður með spil sitt þó að hann hafi beðið lægri hlut fyrir Robert Rock.
Tiger spilar aftur í næstu viku og er ákafur að sýna fram á að mistakastráður hringur hans sé bara minniháttar bakslag á endurkomu sinni.
Tiger fór frá því að vera T-1 í T-3, 3 höggum á eftir Rock og eftir að hafa aðeins hitt 1 braut á seinni 9 og 6 flatir á tilskyldum höggafjölda.
Óhjákvæmilega var fyrrum nr. 1 vonsvikinn að hafa ekki landað 2. sigri sínum í röð eftir að ljúka meira en 2 ára sigurleysi sínu með langþráðum sigri á Chevron í síðasta mánuði.
En um 3. sætið sagði Tiger: „Ég er ánægður með þær framfarir sem orðið hafa á spili mínu.“
„Ég verð bara að halda áfram að byggja á því og verða stöðugri.“
„Mér fannst bara vera örlítið sem vantaði upp á leik minn. Nokkrir boltarnir fóru lengra en ég hélt að þeim myndu fara of fara venjulega, þannig að ég verð að endurmeta það og reyna að finna út úr því.“
Pebble Beach er næsta mót sem Tiger keppir í og þá fyrst Pro-Am hlutinn með fyrirliða Dallas Cowboys, Tony Romo, í bandaríska ruðningsboltanum og eftir það tekur Tiger þátt í Accenture World Match Play Championship í Arizona.
Tiger var ekki einu sinni meðal 50 efstu á heimslistanum í byrjun síðasta mánaðar en er nú aftur kominn meðal 20 efstu.
Það glitti í gamla glæsileikann í spili hans, en Tiger segir að hann verði að fínerissera spilið til þess að komast aftur á toppinn.
Hér má sjá myndskeið af viðtali Sky Sports við Tiger: TIGER WOODS EFTIR LOKAHRINGINN Á ABU DHABI HSBC
Heimild: Sky Sports
- ágúst. 13. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2022)
- ágúst. 13. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Ben Hogan og Garðar Rafn Halldórsson – 13. ágúst 2022
- ágúst. 13. 2022 | 15:00 Evróputúrinn: Haraldur Franklín á -1 á ISPS Handa World Inv. e. 3. dag
- ágúst. 12. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birgit Henriksen – 12. ágúst 2022
- ágúst. 11. 2022 | 18:00 GSÍ: Fjöldi kylfinga á Íslandi aldrei verið meiri
- ágúst. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Helga Laufey Guðmundsdóttir – 11. ágúst 2022
- ágúst. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ellý Steinsdóttir – 10. ágúst 2022
- ágúst. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erna Elíasdóttir —– 9. ágúst 2022
- ágúst. 9. 2022 | 14:00 Ágúst Ársælsson klúbbmeistari í Svíþjóð
- ágúst. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson —— 8. ágúst 2022
- ágúst. 8. 2022 | 08:00 Evróputúrinn: Callum Shinkwin sigraði á Cazoo Open
- ágúst. 7. 2022 | 20:00 AIG Women’s Open 2022: Ashleigh Buhai sigraði!!!
- ágúst. 7. 2022 | 17:30 Íslandsmótið 2022: Kristján Þór og Perla Sól Íslandsmeistarar 2022!!!
- ágúst. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2022
- ágúst. 7. 2022 | 15:15 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-3 og Bjarki T-35 á Vierumäki Finnish Challenge