
PGA: Kyle Stanley í tárum eftir tap á Farmers Insurance Open
Kyle Stanley, sem virtist svo ískaldur á og utan vallar næstum allt Farmers Insurance Open táraðist eftir tap í umspili um titilinn í gær, sunnudaginn (29. janúar 2012).
Þessi 24 ára Bandaríkjamaður (Stanley) var um hríð með 7 högga forystu snemma á lokahringnum í Torrey Pines, en kastaði frá sér 3 högga forystu sem hann hafði enn á par-5 lokah0lunni.
Stanley þurfti aðeins að fá 7 högga skramba til þess að næla sér í 1. sigur sinn á PGA Tour, en aðhögg hans með sandwedge-inum geigaði og fór í vatnið við flötina og þrípútt varð síðan til þess að hann þurfti að fara í umspil.
„Þetta er erfitt, það er virkilega erfitt að taka þessu,“ sagði Stanley við fréttamenn og reyndi að halda aftur af tárum og barðist við að sýna tilfinningar eftir tapið á 2. holu umspilsins.
„Ég veit að ég á eftir að snúa aftur. Ég hef engar áhyggjur af því.“
„Það er bara erfitt að kyngja þessu í augnablikinu. Ég verð bara að vera þolinmóður. Eitt að markmiðum mínum fyrir þetta ár var að koma mér í sigurstöður og það kem ég til með að gera.“
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Stanley er nálægt sigri en tapar síðan. Hann tapaði með 1 höggi fyrir Steve Stricker á síðasta ári á John Deere Classic og hann var í algjöri sjokki eftir 2. holu umspilið í gær.
STANLEY ER SLEGGJA
Stanley, sem er mikil sleggja og hafði haft yfirburði á hinum krefjandi Suður-velli í Torrey Pines allt mótið hélt að hann hefði slegið kjörhögg með sandwedge-inum sínum, eftir að hafa ákveðið að leggja upp á 570 yarda 18. holunni.
„Við reyndum að leggja upp nógu nálægt til þess að ekki þyrfti of mikið spinn,“ sagði Stanley, sem var með svöl gleraugu á öllum lokahringnum.
„Mér fannst höggið ágætt, kannski með of miklu spinni.“
Spinnið reyndist of mikið og spannst boltinn að flatarkantinum og síðan var enn ferð á honum þannig að hann rann niður og lenti í vatninu við flötina.
Eftir að Stanley tók víti hafði hann 2 pútt til að koma boltanum ofan í holu fyrir sigri. Hann missti 3 feta sigurpútt sitt „Það bara brotnaði til vinstri,“ sagði Stanley.
„Þegar ég horfi tilbaka veit ég í raun ekki hvað ég var að hugsa. Þetta er ekki erfið golfhola. Þetta er í raun nokkuð blátt áfram par-5 braut. Ég gæti líklega spilað hana 1000 sinnum og aldrei fengið 8.“
En svona er nú bara golfið!
- ágúst. 9. 2022 | 14:00 Ágúst Ársælsson klúbbmeistari í Svíþjóð
- ágúst. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson —— 8. ágúst 2022
- ágúst. 8. 2022 | 08:00 Evróputúrinn: Callum Shinkwin sigraði á Cazoo Open
- ágúst. 7. 2022 | 20:00 AIG Women’s Open 2022: Ashleigh Buhai sigraði!!!
- ágúst. 7. 2022 | 17:30 Íslandsmótið 2022: Kristján Þór og Perla Sól Íslandsmeistarar 2022!!!
- ágúst. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2022
- ágúst. 7. 2022 | 15:15 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-3 og Bjarki T-35 á Vierumäki Finnish Challenge
- ágúst. 7. 2022 | 14:50 Íslandsmótið 2022: Perla Sól og Kristján Þór leiða eftir 3. dag
- ágúst. 7. 2022 | 14:30 Íslandsmótið 2022: Lokatilraun til að spila 4. hring verður gerð kl. 16:30
- ágúst. 6. 2022 | 22:00 Íslandsmótið 2022: Hulda Clara og Sigurður Bjarki jöfnuðu vallarmetin á Vestmannaeyjavelli
- ágúst. 6. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (31/2022)
- ágúst. 6. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Doug Ford, Pétur Steinar Jóhannesson og Michel Besancenay – 6. ágúst 2022
- ágúst. 5. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gylfi Rútsson – 5. ágúst 2022
- ágúst. 4. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hjörtur Þór Unnarsson – 4. ágúst 2022
- ágúst. 4. 2022 | 14:00 Forsetabikarinn 2022: Davis Love III útnefnir Simpson og Stricker sem varafyrirliða