Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2012 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Virginie Lagoutte-Clement – 2. febrúar 2012

Afmæliskylfingur dagsins er franski kylfingurinn Virginie Lagoutte-Clement. Virginie er fædd í Montelimar, Suður-Frakklandi 2. febrúar 1979 og er hún því 33 ára í dag. Virginie gerðist atvinnumaður í golfi 2003 og komst á Evrópumótaröð kvenna (ens.: Ladies European Tour) árið á eftir, 2004 og hefir spilað á þeirri mótaröð síðan. Hún giftist 2006 og tók þá upp nafn eiginmanns síns Clement, en hafði áður keppt bara undir eftirnafni sínu Lagoutte. Árið 2008 eignaðist hún dótturina Victoríu. Virginie hefir þrívegis sigrað á LET: Hún vann KLM Ladies Open, 2005; Finnair Masters, 2006 og Ladies Scottish Open, 2010. Besti árangur hennar í risamótum er T-16 á Opna breska kvennamótinu 2007.

Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru:  Arron Matthew Oberholser, 2. febrúar 1975 (37 ára) og…

  • F. 2. febrúar 1968 (44 ára)
  • F. 2. febrúar 1967 (45 ára)
    Golf 1 óskar öllum afmæliskylfingum dagsins innilega til hamingju með afmælið!
    Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is