
ALPG & LET: So Yeon Ryu leiðir þegar RACV Ladies Australian Masters er hálfnað
Það er So Yeon Ryu sem leiðir á 2. degi RACV Ladies Australian Masters. Hún átti sannkallaðan glæsihring upp á 61 högg – á hring þar sem hún fékk 12 fugla og 1 skolla, -11 undir pari glæsiskor dagsins í Ástralíu! Á fyrri 9 fékk hún m.a. 5 fugla í röð (á 3.-7. braut). Samtals er Ryu búin að spila á – 17 undir pari, 127 höggum (66 61).
Í 2. sæti 4 höggum á eftir Ryu er hollenska stúlkan Christel Boeljon, á -13 undir pari, samtals 131 höggi (66 65).
Þriðja sætinu deila forystukona gærdagsins Boo Mee Lee og ástralska stúlkan Nikki Campell, hvor á -10 undir pari samtals.
Bandaríski nýliðinn á LPGA, Lexi Thompson, sem spilar í mótinu, deilir 9. sæti með 4 öðrum stúlkum þ.á.m. sænsku stúlkunni Pernillu Lindberg, fyrrum skólafélaga Eyglóar Myrru í Oklahoma State.
Sú yngsta til að sigra á atvinnumannamóti kylfinga, áhugamaðurinn 14 ára, Lydia Ko, sem þátt tekur í mótinu er í 18. sæti ásamt 5 reynsluboltum þ.á.m. hinni sænsku Sophie Gustafson. Allar hafa þær samtals spilað á -5 undir pari hver samtals.
Til þess að sjá stöðuna á RACV Ladies Australian Masters, þegar mótið er hálfnað smellið HÉR:
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore
- mars. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2023
- mars. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Vincent Tshabalala og Guðný Ævarsdóttir – 16. mars 2023
- mars. 15. 2023 | 18:00 Evróputúrinn: Jorge Campillo sigraði á Magical Kenya Open