GSG: Hagnaður 7,3 milljónir 2011 – töluverðar breytingar á stjórn á aðalfundi 1. febrúar s.l.
Aðalfundur Golfklúbbs Sandgerðis fór fram 1. febrúar 2012 og mættu um 30 félagsmenn á fundinn. Töluverð endurnýjun varð í stjórn GSG. Formaðurinn Sigurjón Gunnarsson gaf kost á sér til áframhaldandi starfa og var hann einróma kosin til eins árs.
Ársreikningar voru samþykktir með 7,3 milljóna kr.- hagnaði og skýrist það einna helst á styrk frá Sandgerðisbæ vegna vélakaupa en klúbburinn keypti vélar fyrir 6,3 milljónir kr.- Félagafjöldi stóð nánast í stað á milli ára en skráðir félagar í GSG eru í dag 211 en það er svipaður fjöldi og hefur verið síðustu ár.
Almenn hækkun á félagsgjöldum var samþykkt 5.000 kr.- og fer þá einstaklingsgjald fullorðna í 50.000 kr.- Hjónagjald fer í 70.000 og 67 ára og eldri greiða 25.000 kr.- Nokkur umræða var um kostað við áburðarkaup og lagt var til að sendur yrði út valgreiðsluseðill uppá 2.500 kr.- til að standa straum af áburðakaupum.
Kosið var um tvo stjórnarmenn til tveggja ára og þeir sem kosnir voru eru: Erla Jóna Hilmarsdóttir og Ásgeir Eiríksson. Hafþór B. Birgisson gaf ekki kost á sér áfram og í hann stað var kosinn Kristinn E. Jónsson til eins árs. Varamenn voru kosnir: Sigríður Erlingsdóttir og Sigurður Kristjánsson
Stjórn GSG er skipuð eftirfarandi:
Formaður: Sigurjón Gunnarsson, aðrir; Erla Jóna Hilmarsdóttir, Ásgeir Eiríksson, Skafti Þórisson, Kristinn E. Jónsson.Varamenn voru kosnir Sigríður Erlingsdóttir og Sigurður Kristjánsson.
Þeir sem hættu í stjórn voru Benedikt Gunnarsson, Sturla Þórðarson og Hafþór B. Birgisson. Þessum aðilum voru þökkuð góð störf í gegnum árin en þess má geta að Benedikt er búinn að sitja í stjórn GSG nánast frá stofnum klúbbsins.
Heimild: golf.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024