
GSG: Hagnaður 7,3 milljónir 2011 – töluverðar breytingar á stjórn á aðalfundi 1. febrúar s.l.
Aðalfundur Golfklúbbs Sandgerðis fór fram 1. febrúar 2012 og mættu um 30 félagsmenn á fundinn. Töluverð endurnýjun varð í stjórn GSG. Formaðurinn Sigurjón Gunnarsson gaf kost á sér til áframhaldandi starfa og var hann einróma kosin til eins árs.
Ársreikningar voru samþykktir með 7,3 milljóna kr.- hagnaði og skýrist það einna helst á styrk frá Sandgerðisbæ vegna vélakaupa en klúbburinn keypti vélar fyrir 6,3 milljónir kr.- Félagafjöldi stóð nánast í stað á milli ára en skráðir félagar í GSG eru í dag 211 en það er svipaður fjöldi og hefur verið síðustu ár.
Almenn hækkun á félagsgjöldum var samþykkt 5.000 kr.- og fer þá einstaklingsgjald fullorðna í 50.000 kr.- Hjónagjald fer í 70.000 og 67 ára og eldri greiða 25.000 kr.- Nokkur umræða var um kostað við áburðarkaup og lagt var til að sendur yrði út valgreiðsluseðill uppá 2.500 kr.- til að standa straum af áburðakaupum.
Kosið var um tvo stjórnarmenn til tveggja ára og þeir sem kosnir voru eru: Erla Jóna Hilmarsdóttir og Ásgeir Eiríksson. Hafþór B. Birgisson gaf ekki kost á sér áfram og í hann stað var kosinn Kristinn E. Jónsson til eins árs. Varamenn voru kosnir: Sigríður Erlingsdóttir og Sigurður Kristjánsson
Stjórn GSG er skipuð eftirfarandi:
Formaður: Sigurjón Gunnarsson, aðrir; Erla Jóna Hilmarsdóttir, Ásgeir Eiríksson, Skafti Þórisson, Kristinn E. Jónsson.Varamenn voru kosnir Sigríður Erlingsdóttir og Sigurður Kristjánsson.
Þeir sem hættu í stjórn voru Benedikt Gunnarsson, Sturla Þórðarson og Hafþór B. Birgisson. Þessum aðilum voru þökkuð góð störf í gegnum árin en þess má geta að Benedikt er búinn að sitja í stjórn GSG nánast frá stofnum klúbbsins.
Heimild: golf.is
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster
- janúar. 26. 2021 | 06:00 Þjálfarinn Claude Harmon III segir aðskilnaðinn við fv. nemanda sinn Brooks Koepka „hrikalegan“
- janúar. 25. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir – 25. janúar 2020
- janúar. 25. 2021 | 05:00 Hvað var í sigurpoka Kim?
- janúar. 25. 2021 | 04:55 PGA: Si Woo Kim sigraði á American Express
- janúar. 24. 2021 | 23:59 LPGA: Jessica Korda sigraði á Diamond Resorts TOC!
- janúar. 24. 2021 | 17:00 Levy vann geggjaðan BMW með flottum ás!
- janúar. 24. 2021 | 16:30 Evróputúrinn: Tyrrell Hatton sigraði á Abu Dhabi HSBC mótinu!
- janúar. 24. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingvar Jónsson – 24. janúar 2021
- janúar. 24. 2021 | 08:00 PGA Tour Champions: Darren Clarke sigraði á Hawaii!
- janúar. 23. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (4/2021)
- janúar. 23. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Yani Tseng ———– 23. janúar 2021
- janúar. 22. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Alfreð Brynjar Kristinsson – 22. janúar 2021
- janúar. 22. 2021 | 12:00 Cheyenne Woods í kaddýstörfum fyrir kærastann
- janúar. 22. 2021 | 11:58 Brooke Henderson endurnýjar samning við PING