
Nýju strákarnir á PGA Tour 2012: nr. 3 – Nathan Green
Nathan Andrew Green fæddist 13. maí 1975 í Newcastle, New South Wales, í Ástralíu.
Hann gerðist atvinnumaður 1998. Snemma á ferlinum spilaði hann aðallega á Ástralasíu túrnum og kanadíska túrnum meðan vetur var í Ástralíu. Árið 2000 spilaði hann á Queensland PGA Championship í Ástralíu og the Benefit Partners/NRCS Classic í Kanada.
Þar sem honum mistókst að hljóta kortið sitt á bandaríska PGA 2002, 2004 og 2005 spilaði hann í 2. deild, þ.e. á Nationwide Tour. Hann lauk keppnistímabilinu 2005 í 18. sætinu á peningalistanum, þannig að hann hlaut kortið eftirsótta á PGA 2006. Hann lauk leik í 5. sæti á fyrsta móti sínu á PGA Tour og í 2. móti sínu, Buick Invitational mótinu, spilaði hann um 1. sætið í umspili við Tiger Woods og José María Olazábal, en datt út þegar á 1. holu. Hann lauk árinu á topp-50 á peningalistanum.
Eftir að Green sigraði á New Zealand Open í desember 2006 komst hann í fyrsta sinn meðal 100 bestu kylfinga heims á heimslistanum.
Nathan Green sigraði fyrst á PGA túrnum árið 2009 á RBC Canadian Open, þar sem hann hafði betur gegn afmæliskylfingi dagsins, Retief Goosen á 2. holu umspils. Green tapaði næstum á 1. holu en Goosen setti ekki niður 2 metra fuglapútt, sem hann þurfti til að sigra mótið. Á 2. holu fór bolti Green framhjá í 4 metra fuglapútti en það skipti ekki máli. Goosen varð að setja niður 3 metra parpútt til að framlengja umspilið, en það tókst ekki og því gaf hann Green sigurinn.
Að lokum mætti geta nokkurra fróðleiksmola um Nathan Green:
Nathan Green tók eitt sinn boði um að vera gestgjafi á New South Wales Open og var það í fyrsta sinn í 78 ára sögu mótsins, sem keppandi í mótinu hefir verið gestgjafi.
Nathan spilaði fótbolta fyrir New South Wales.
Áður fyrr vann hann á líkbrennslustöð sem foreldrar hans sjá um í Valentine, í Ástralíu. Hann vann líka í pro-shop-inu í Westside GC í Newcastle, Ástralíu.
Hann fór eitt sinn holu í höggi og vann $500,000 á the Ericsson Masters.
Það var bróðir Nathan, sem varð til þess að Nathan byrjaði í golfi og eftir að hann byrjaði notaði hann kylfur ömmu sinnar.
Heimild: PGA Tour og Wikipedia
- janúar. 20. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Silja Rún Gunnlaugsdóttir – 20. janúar 2021
- janúar. 20. 2021 | 10:00 Paulina Gretzky talar um samband sitt við DJ
- janúar. 20. 2021 | 09:30 Thorbjørn Olesen með Covid-19
- janúar. 20. 2021 | 07:30 Spurning hvort Olympíuleikarnir fari fram 2021?
- janúar. 20. 2021 | 07:00 Haraldur Júlíusson látinn
- janúar. 20. 2021 | 06:00 GM: 40 ár frá stofnun GKJ
- janúar. 19. 2021 | 19:00 GA: Veigar hlaut háttvísibikarinn 2020
- janúar. 19. 2021 | 18:00 Paige Spiranac segir Tiger ekkert skrímsli þrátt fyrir framhjáhald
- janúar. 19. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tommy Fleetwood – 19. janúar 2021
- janúar. 19. 2021 | 10:00 PGA: Jon Rahm dregur sig úr móti vikunnar
- janúar. 18. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðný María Guðmundsdóttir – 18. janúar 2021
- janúar. 18. 2021 | 12:00 Hver er kylfingurinn: Kevin Na?
- janúar. 18. 2021 | 01:30 PGA: Na sigraði á Sony Open
- janúar. 18. 2021 | 00:01 Thomas missir Ralph Lauren sem styrktaraðila
- janúar. 17. 2021 | 21:00 GA: Lárus Ingi kylfingur ársins 2020