Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2012 | 18:00

Hver er kylfingurinn: Jack Nicklaus? (9. grein af 12)

Jack sigrar á 4. Opna breska og 5. PGA Championship risamótunum

Á árinu 1980 varð Jack Nicklaus aðeins 4 sinnum meðal efstu 10 í 14 mótum, sem hann tók þátt í, en hann sló met með 2 af þessum mótum sem hann vann (þ.e. Opna bandaríska og PGA Championship); hin tvö voru T-4 árangur í Opna breska og 2. sætið á Doral-Eastern Open á eftir Raymond Floyd þar sem Jack varð að láta í minni pokann í umspili. Þessir sigrar og stöður á skortöflunni réttlættu alla vinnuna sem Nicklaus lagði í spil sitt í keppnishléi.

Jack sett nýtt met í heildarskori á Opna bandaríska 1980, en hann var á 272 höggum samtals og sló fyrra met upp á 275 högg, sem sett var 1967 á sama golfvelli. Þetta met stóð þar til í fyrra þegar Rory McIlroy var á samtals 268 höggum á Opna bandaríska 2011. Þetta var 2. risamótssigur Jack í Baltusrol golfklúbbnum. Hann hóf leik á hring upp á 63 högg og hélt samspilari sínum alla 4 hringina, Isao Aoki (sem sigraði á Colgate World Match Play Championship 1978) í skefjum.  Þegar komið var að lokahringnum hafði Aoki saxað á forystu Nicklaus með 3 hringjum upp á 68 högg, en á lokahringnum hafði Nicklaus betur og munaði 2 höggum á þeim. Hvor fékk fugl á tveimur lokaholunum í dramatískum eldi. Heildarskor Aoki upp á 274 högg var lægsta skor á Opna bandaríska hjá kylfingi í 2. sæti og myndi hafa slegið metið (hefði ekki verið 272 högga skor Jack) allt til ársins 2011.

Sigur Nicklaus var 4. og síðasti sigur hans á Opna bandaríska og jafnaði hann sigurfjölda á mótinu við menn eins og Willie AndersonBobby Jones, og Ben Hogan. Nicklaus sagði að við sigur sinn hefði hann hlotið „ tilfinningaríkustu og hlýjustu viðbrögð sem hann hefði nokkru sinni hlotið af öllum mótum  sem hann hefði tekið þátt í heimalandi sínu.“

Jack Nicklaus á 1. flöt eftir að hafa sökkt 50 feta pútti á PGA Championship 1980.

Í PGA Championship árið 1980 setti Jack Nicklaus annað met þegar hann sigraði með 7 högga mun á næsta mann,  Andy Bean í Oak Hill Country Club, en því var að mestu leyti að þakka frábærum púttum hans. Nicklaus var á 70 höggum, sléttu pari á 1. hring og seinni 3 hringirnir voru allir á 60 og eitthvað á þessum mög svo erfiða velli og hann var fyrsti kylfingurinn til þess að „breaka“ parið á 72 holum. Þátttakendur í mótinu voru að meðaltaki á 74,6 höggum en Nicklaus á 68,5. Þetta var 5. og lokasigur Jack á PGA Championship. Með þessu varð hann methafi fyrir flesta sigra í höggleik og jafnaði met Walter Hagen fyrir flesta sigra í allt, þar sem sigrar Hagen voru á tímaskeiði þar sem holukeppni var ríkjandi keppnisform.

Sigur Jack Nicklaus með 7 höggum er enn mesti munur á 1. og 2. sæti á mótinu síðan að því var breytt úr holukeppni í höggleik 1958. Með sigrinum varð Nicklaus líka eini kylfingurinn allt frá því Gene Sarazen tókst það 1922 og Ben Hogan  1948 að sigra  Opna bandaríska og  PGA Championship á sama árinu (Tiger tókst þetta árið 2000).

Á næstu 5 árum sigraði Nicklaus aðeins tvívegis á PGA Tour, þ.á.m. sitt eigið mót, Memorial Tournament,1984 í 2. sinn og varð þar með fyrsti kylfingurinn til að sigra mótið tvisvar.

Hann bætti við 7 topp-10 frammistöðum á risamótum þ.á.m. varð hann þrisvar í 2. sæti. Jack Nicklaus varð líka í 2. sæti á Canadian Open, 1985 á eftir  Curtis Strange, en þetta var í 7. og síðasta sinn sem hann varð í 2. sæti í mótinu; en það er met á þessu móti. Hann varð 7 sinnum í 2. sæti á tímaskeiði sem spannaði 21 mót sem hann tók þátt í – og það var 2. sæti í þriðja hverju móti sem hann tók þátt í og þá er ekki með talið 3. sæti sem hann hlaut 1983 eftir umspil við  John Cook og  Johnny Miller.

Árið 1983 lauk Jack líka leik á PGA Championship og World Series of Golf með glæsihringjum upp á 65 högg og kom sér í sigurstöðu en varð að lúta lægra haldi fyrir kylfingi ársins það ár, Hal Sutton og nýliðanum Nick Price, sem höfðu nokkra yfirburði á mótunum frá byrjun til loka. Þrátt fyrir að sigra ekki á PGA Tour móti 1983 varð Nicklaus í 10. sæti á peninglistanum og varð fyrsti kylfingur sögunnar til þess að fara yfir $ 4 milljóna markið í verðlaunafé.

Á þessu 5 ára tímabili, voru tveir ljósir punktar í þátttöku Jack í Ryder bikarnum. Árið 1981 skilaði hann frábærum árangri 4-0-0 (þ.e. sigraði alla leiki sína þ.á.m. oddaleik við Eamonn Darcy 5 & 3 ) og var fyrirliði bandaríska liðsins 1983 þegar það sigraði lið Evrópu með 1 stigi.

Jack Nicklaus á Masters 1986.

Jack Nicklaus vann 6. Masters-mótið sitt 46 ára  

Árið 1986, trompaði Jack Nicklaus risamótsferil sinn með því að slá nýtt met er hann sigraði 6. Masters-mótið sem hann tók þátt á við ótrúlegar aðstæður, hann var á -6 undir pari 30 höggum á seinni 9 á Augusta á lokahring upp á 65 högg  -7 undir pari samtals. Á 17. holunni hitti Nicklaus 2. höggið sitt innan við 5.5 metra frá pinna og rúllaði því í holuna fyrir fugli og lyfti upp pútter sínum í fagnaðarlátum en hann hafði fengið fugl-örn-fugl. Á lokaholunni þeirri 72. lauk hann hring sínum á pari, á par-4 brautinni og beið eftir að aðrir kylfingar lykju leik  (Tom Kite og Greg Norman). Nicklaus spilaði síðustu 10 holurnar á lokahringnum á -7 undir pari, fékk 6 fugla og örn. Jack, sem þá var 46 ára er elsti sigurvegari í allri Masters sögunni og hann á enn aldursmetið.

Sjá má myndskeið, líklega einn fegursta kafla golfsögunnar sem festur hefir verið á filmu þ.e.Jack Nicklaus á seinni 9 á Masters 1986 með því að smella HÉR: JACK NICKLAUS MASTERS 1986

Íþróttafréttamaðurinn Thomas Boswell sagði:

„Sumir hlutir geta einfaldlega ekki gerst vegna þess að þeir eru svo ólíklegir og of ófullkomnir. Bandaríska hokkíliðið getur ekki sigrað það rússneska á Olympíuleikunum 1980. Jack Nicklaus getur ekki verið á 65 höggum og sigrað Masters, 46 ára að aldri.“

Þessi sigur á Masters var 18 risamótstitill Jack.

Fyrir Masters mótið 1986 skrifaði Tom McCollister í Atlanta Journal-Constitution, að Nicklaus væri „búinn að vera, margþveginn, búinn“ og þessi athugasemd beit hann í rassinn.

Jack sagði eftir á, um ummælin: „Ég hugsaði alla vikuna: „Búinn, margþveginn, huh? Það sauð á mér af reiði um skeið. En þá sagði ég við sjálfan mig „ég ætla ekki að hætta núna, þegar ég spila eins og ég spila. Ég hef spilað of vel, of lengi til þess að láta stutt tímabil af slæmu golfi vera mitt síðasta.“

Þessi sigur Jack Nicklaus var síðasti sigur hans á löngum ferli á PGA Tour og var lýst svo á sínum tíma af hinum kunna golfsagnfræðingi og rithöfundi  Herbert Warren Wind sem „ekki minna en mikilvægasta afrek í golfi frá Grand Slam-i  Bobby Jones árið 1930″.

Rithöfundurinn Ken Bowden skrifaði eftir sigurinn:

„Það hafa ekki verið margir kylfingar með fallegri sveiflu en Jack Nicklaus. Það getur verið að það hafi verið kylfingar sem slógu betur en Jack Nicklaus. Það hafa alveg örugglega verið betri kylfingar í stutta spilinu en Jack Nicklaus. Aðrir kylfingar hafa púttað eins vel og Jack Nicklaus. Það hafa eflaust verið kylfingar sem hafa verið eins skuldbundnir og eldfimt miklir keppnismenn og Jack Nicklaus. En enginn  einstaklingur hefir verið fær um að þróa, sameina og viðhalda öllum þeim flóknu líkamlegu hæfileikum og gríðarlegu andlegu og tilfinningalegu þáttum sem leikurinn krefst á hæsta stigi, eins vel og Jack Nicklaus og eins lengi og hann hefir afrekað.“

Þegar Jack var 58 ára gerði hann djarfa tilraun til að sigra Masters á ný, þ.e. árið 1998, en þar lauk hann leik T-6 þrátt fyrir að vera þjakaður af sársauka í mjöðm. Heildarskor Nicklaus -5 undir pari, 283 högg er lægsta 72-holu skor af kylfingi eldri en 50 ára í Masters.

Á þeim 25 árum sem Jack spilaði keppnisgolf (1962–1986)  sigraði hann á 18 risamótum og varð í 2. sæti 18 sinnum (jafnvel þótt ekki sé talið 2. sætið sem hann náði á Opna bandaríska sem áhugamaður 1960).   Hann varð einnig í 3. sæti 9 sinnum og í 4. sæti 7 sinnum og var 1 höggi frá því að lenda í umspili í 5 þessara tilvika   (1963 Open Championship1967 PGA Championship1975 Open Championship1977 PGA Championship, og 1979 Masters Tournament).  73 topp-10 árangrar   spanna 39 ár  (1960–1998) sem er met á heildarfjölda móta sem og langlífi (hans Jacks) á risamótunum 4.

Heimild: Wikipedia