Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2012 | 07:00

Birgir Björn, Bjarki, Gísli, Guðmundur Ágúst, Guðrún Brá, Haraldur Franklín, Ragnhildur og Sunna á leið í viku æfingaferð til Flórída

Á golf.is er eftirfarandi fréttatilkynning:

„Þann 7. febrúar n.k. heldur hluti af okkar bestu og efnilegustu kylfingum í æfingaferð á Eagle Creek í Orlando, Flórída. Alls fara 9 kylfingar úr Afrekshópi GSÍ, auk Úlfar Jónssonar landsliðsþjálfara, og Brynjars Eldon Geirssonar, aðstoðarþjálfara GSÍ.

Birgir Leifur Hafþórsson verður með í Flórídaferðinni. Mynd: Golf 1.

Eitt af markmiðum nýrrar afreksstefnu GSÍ var að veita aukin tækifæri til æfinga- og keppnisferða. Þessi ferð er sérsniðin fyrir unga kylfinga, og veitir þeim tækifæri á markvissri æfingaferð þar sem hægt er að leika golf og æfa samkvæmt æfingaáætlun við bestu aðstæður. Landsliðsþjálfari valdi 8 kylfinga á aldrinum 14-20 ára. Kylfingarnir eru: Gísli Sveinbergsson GK, Birgir Björn Magnússon GK, Bjarki Pétursson GB, Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR, Haraldur Franklín Magnús GR, Ragnhildur Kristinsdóttir GR, Sunna Víðisdóttir GR og Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK. Einnig verður okkar fremsti kylfingur, Birgir Leifur Hafþórsson GKG, með í för, en hann undirbýr sig nú fyrir Áskorendamótaröð Evrópu. Ferðinni lýkur 15. febrúar.“