
ALPG: Hver er kylfingurinn: Rachel L. Bailey?
Golf 1 heldur hér áfram að kynna kylfinga sem spila á ALPG (ens. Australian Ladies Professional Golf). Í dag verður Rachel L. Bailey kynnt en hún vermdi efsta sætið eftir 1. hring Bing Lee/Samsung Women´s NSW Open, s.l. helgi, þar sem hin 14 ára Lydía Ko skrifaði sig í sögubækurnar með því að slá aldursmet – þ.e. hún varð yngsti kylfingurinn til þess að sigra mót atvinnumanna hvort heldur er karla eða kvenna. Rachel lauk leik í því móti í 8. sæti en mætir nú keik til leiks í RACV Australian Ladies Masters, sem hófst í dag, en eftir 1. hring deilir Rachel 40. sæti á -1 undir pari.
Rachel L. Bailey fæddist 27. september 1980 í Renrith í Ástralíu og er því 31 árs.
Hún er dóttir stærðfræðikennara og ólst upp í Blue Mountains, sem eru í klukkustundar fjarlægðar keyrslu vestur af Sydney, í Ástralíu.
Rachel byrjaði í golfi 10 ára gömul.
Hún býr nú í Faulconbridge í New South Wales og spilar golf í Springwood Country Club í Springwood.
Hún var í New Mexico State University í Bandaríkjunum á árunum 1999-2003 og spilaði með kvennagolfliði skólans og útskrifaðist með gráðu í markaðsfræðum (business marketing). Sama ár og hún útskrifaðist gerðist hún atvinnukylfingur.
Í dag spilar Rachel bæði á ALPG og LET.
Meðal áhugamála Rachel er að fara í ræktina, horfa á kvikmyndir og spila tölvuleiki.
Rachel tók þátt 2006 í golfþáttum Golf Channel: Big Break VI í Trump National.
Sem áhugamaður 17 ára varð Rachel fyrst til að sigra bæði Combined High School NSW höggleikinn og holukeppni á sama árinu. Árið 2007 sigraði hún í Australian All-Schools competition. Meðan hún var í háskólagolfinu í Bandaríkjunum vann hún Sun Belt Conference championship árið 2002 og var 9 sinnum meðal topp 10 á mótum sem hún tók þátt í. Hún var tvívegis í liðinu sem tók þátt í „the Big West Conference Championship“ (2000, 2001) og „the Sunbelt Conference Championship“ (2002, 2003).
Árin 2004-2010 spilaði Rachel á Duramed Futures Tour. Besti árangur Rachel á Futures er T-3 sæti á Louisiana Futures Classic, 2006 og Michelob ULTRA Duramed FUTURES Players Championship in Decatur, Ill, árið 2007. Árið 2008 keppti Rachel á U.S. Women´s Open Championship risamótinu. Hún á í beltinu tvo sigra á áströlsku ALPG (2008 og 2009) í St George’s Basin Country Club Pro-Am og the Xstrata Coal Branxton Pro-Am.
Keppnistímabilið 2011 fékk Rachel Bailey fullan þátttökurétt á Ladies European Tour, þar sem hún varð í 18. sæti í Q-school LET í desember 2010.
Heimild: Wikipedia
- janúar. 28. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (4/2023)
- janúar. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2023
- janúar. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bjarni Benediktsson – 26. janúar 2023
- janúar. 25. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sjöfn Har, Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir – 25. janúar 2023
- janúar. 24. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingunn Einarsdóttir – 24. janúar 2023
- janúar. 23. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Yani Tseng ———– 23. janúar 2023
- janúar. 23. 2023 | 06:00 PGA: Xander Schauffele með fyrsta albatrossinn á ferlinum á AmEx Open
- janúar. 23. 2023 | 05:15 Hvað var í sigurpoka Brooke Henderson?
- janúar. 23. 2023 | 05:00 PGA: Rahm rúllaði upp AmEx Open
- janúar. 22. 2023 | 22:40 Champions: Stricker sigraði í Hawaii
- janúar. 22. 2023 | 22:30 LPGA: Sigur Brooke Henderson öruggur á Hilton Grand Vacations TOC!!!
- janúar. 22. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Sigurbjörn Sigfússon og Unnur Ólöf Halldórsdóttir – 22. janúar 2023
- janúar. 22. 2023 | 14:45 Evróputúrinn: Victor Perez sigraði á Abu Dhabi HSBC meistaramótinu
- janúar. 21. 2023 | 23:59 LPGA: Brooke Henderson leiðir á Hilton Grand Vacations TOC f. lokahringinn
- janúar. 21. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (3/2023)