Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2012 | 08:00

Myndskeið: Tiger vill láta banna magapúttera

Tiger Woods tekur venjulega ekki afstöðu til málefna sem eru umdeild í opinberri umræðu.  Og þó magapútterar (ens. belly putters) séu ekki mikilvægir eða hafi mikla vigt í alþjóðlegri umræðu þá var gaman að heyra Tiger segja hug sinn opinberlega á opinskáan hátt. Á blaðamannafundi í gær fyrir AT&T Pebble Beach National Pro-Am mótið, sem hefst í dag, var Tiger spurður um hvað honum fyndist um fréttatilkynningu bandaríska golfsambandsins um að endurskoða eigi reglur um magapúttera. Það er mjög sterkt sjónarmið meðal ákveðins hóps í golfheiminum að ekki eigi að leyfa að pota pútterum lengst upp í maga til þess að öðlast stöðugleik í púttum og því eigi að banna slíka Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2012 | 07:00

ALPG: Hver er kylfingurinn: Sarah Kemp?

Golf 1 heldur hér fram kynningu á stelpunum, sem spila á áströlsku ALPG mótaröðinni. Ein þeirra er Sarah Kemp, en hún er meðal þeirra efstu eftir 1. hring Women´s Australian Open, sem hófst í dag, 9. febrúar 2012  en mótið er samvinnuverkefni ALPG og sterkustu kvenmótaraðar heims, LPGA. Australian Women´s Open er fyrsta mótið á mótaskrá LPGA í ár. Það þýðir að  á mótinu leika flestir sterkustu kvenkylfingar heims, þ.á.m. Yani Tseng og Suzann Pettersen. Ástralski kylfingurinn: Sarah Kemp. En hver er Sarah Kemp? Sarah fæddist 7. desember 1985 í Sydney Ástralíu og er því 26 ára. Hún er fremur smávaxin (1,63 m) býr í Tuncurry í NSW í Ástralíu og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2012 | 06:00

GSE: Högni kosinn formaður á aðalfundi – Hagnaður 3.8 milljónir árið 2011

Á heimasíðu GSÍ, golf.is er eftirfarandi fréttatilkynning: „Aðalfundur Golfklúbbsins Setbergs var haldinn 26. janúar s.l. Rekstur Golfklúbbsins Setbergs á árinu 2011 gekk mjög vel. Hagnaður af rekstri var kr. 3.819.000. Eignir klúbbsins hafa aukist verulega, en klúbburinn skuldar ekkert. Í stjórn klúbbsins voru kosnir: Högni Friðþjófsson formaður, Björn Eysteinsson, Pétur Einarsson og Óskar Sigurmundason. Fyrir í stjórn til tveggja ára eru Gunnlaugur Guðjónsson, Karl Ísleifsson og Þórarinn Sófusson. Breytt fyrirkomulag á aðgengi að vellinum. Aðalfundur Golfklúbbsins Setbergs samþykkti tillögu stjórnar um breytt fyrirkomulag á aðgengi að vellinum. Ákveðið var að hækka fullt árgjald í kr. 54.000 og freista þess að fjölga félögum í 400 og takmarka sölu flatargjalda á ákveðnum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 8. 2012 | 23:59

Clint Eastwood gengur til liðs við nýja golflífstíls sjónvarpsstöð

Hinn 81 árs gamli Clint Eastwood er nýbúinn að leika í auglýsingu fyrir Chrysler (Sjá HÉR:) og er reffilegri en nokkru sinni. Það nýjasta er að hann hefir tekið sér stöðu sem hluthafi og stjórnarmaður í Back9Network, sem er nýjasta golflífstílssjónvarpsstöðin í Bandaríkjunum. Stöðin mun hefja göngu sína í vor. Eastwood hefir m.a. að segja um dagskrá og efnisval stöðvarinnar. „Hann hefir umsjón með stóru hlutunum” sagði framkvæmdastjóri Back9, James Bosworth, sem var aðstoðargolfkennari á Pebble Beach í kringum 1990 þegar hann hitti Clint Eastwood fyrst. Bosworth bætti við Clint hefði stutt Back9 concept-ið alveg síðan það var á teikniborðinu fyrir 2 árum. „Það er ekki til betri drengur á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 8. 2012 | 22:30

Nýju strákarnir á PGA Tour 2012: nr. 6 – Alexandre Rocha

Hér er komið að fyrsta „útlendingnum“ þ.e. kylfings með annað ríkisfang en bandarísks af þeim sem komust í gegnum Q-school í desember á s.l. ári: Þetta er Alexandre Nardy Rocha frá Brasílíu. Alexandre fæddist í Sao Paulo í Brasilíu, 21. nóvember 1977 og er því 34 ára. Hann gerðist atvinnumaður í golfi árið 2000. Hann spilaði með háskólaliði Mississippi í bandaríska háskólagolfinu (sama skóla og Axel Bóasson er í) og útskrifaðist árið 2000 með gráðu í markaðsfræðum. Hann þakkar Olympíuleikunum í Brasilíu fyrir að hafa snúið ferli sínum til betri vegar. Eftir að tilkynnt var um að golf yrði keppnisgrein á Olympíuleikunum breytti hann um sveifluþjálfa, umboðsmann og golfútbúnað. Núverandi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 8. 2012 | 18:00

Hver er kylfingurinn: Jack Nicklaus (11. grein af 12)

Ferlill Jack Nicklaus utan golfvallarins Golfvallarhönnun Sjá: Listi með öllum völlum hönnuðum af  Jack Nicklaus Jack Nicklaus ver miklum tíma í golfvallarhönnun og starfrækir eitt af stærstu golfvallarhönnunarfyrirtækjum heims. Um miðjan 7. áratug síðustu aldar (1960 og eitthvað) þá var það Pete Dye sem upphaflega fór fram á skoðun Nicklaus á hönnun The Golf Club í úthverfi Colombus í Ohio og álitumleitan í reynsluheim Jack jókst upp frá því. Nicklaus leit á golfvallarhönnun sem aðra hlið á golfi og þá sem hefir haldið honum í tengslum við golfið og verið krefjandi hluti þess. Fyrsta hönnunarverkefni hans var Harbour Town Golf Links,, sem hann hannaði ásamt Dye og opnaði árið 1969. Eitt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 8. 2012 | 16:00

GO: Skellið ykkur á golfnámskeið hjá Magnúsi og Phill í MPgolf – Fyrsta námskeiðið hefst n.k. föstudag 10. febrúar!

Nú þegar vorið nálgast óðfluga er um að gera að skella sér til golfkennara og láta hann/þá fara yfir sveifluna. MPgolf, þeir Magnús Birgisson og Phill Hunter bjóða nú upp á grunngolfnámskeið. Hér eru nánari upplýsingar um námskeiðið: Staðsetning: Inniaðstaða GO í Kauptúni í Garðabæ ( hlýtt og notalegt). Markhópur:  Allir sem hafa áhuga á að bæta grunninn. Farið er yfir helstu grunnatriðin fyrir sumarið. Í boði er kvöldnámskeið og hádegisnámskeið. Lýsing: 4. klst. grunnnámskeið í golfi, klukkustund í senn. • Farið er yfir grunnatriðin, grip , uppstilling og mið. • Farið er í jafnvægi, stöðuleika, takt og lokastöðu. • Pútt, vipp og full sveifla. • Videoupptaka og greining á sveiflu hjá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 8. 2012 | 14:00

GKG: Úrslit úr fyrstu 3 púttmótum barna-og unglinga í GKG: Hulda Clara og Sigurður Arnar efst í fl. 12 ára og yngri – Bergrós Fríða og Kristófer Orri efst í fl. 13-15 ára – Særós Eva og Emil Þór efst í fl. 16-18 ára

1. púttmót barna og unglinga í GKG á árinu fór fram laugardaginn 7. janúar 2012. Púttmótin eru haldin hálfsmánaðarlega í Kórnum. Púttað er á laugardögum frá kl. 10-12. Alls verða 9 púttmót í vetur og telja 5 bestu skorin. Veitt verða verðlaun í lok mótaraðarinnar fyrir 3 bestu skor í hverjum flokki. Púttmótið hjá börnum og unglingum í GKG er aldursflokkaskipt. Nú eru 3 mót búin og birtir Golf 1 hér þriðjungsúrslit: Staða efstu barna og unglinga í púttmóti GKG eftir 3 mót er eftirfarandi: Stelpur 12 ára og yngri 1. sæti Hulda Clara Gestsdóttir 96 pútt (34 29 33) 3. sæti Eva María Gestsdóttir 97 pútt (34 32 31) 4. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 8. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Paige MacKenzie – 8. febrúar 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Paige MacKenzie, en hún á afmæli 8. febrúar 1983 og er því 29 ára í dag. Paige MacKenzie fæddist í Yakima, Washington og byrjaði að spila golf 3 ára gömul. Hún segir foreldra sína og bróður Brock (sem spilar á Nationwide túrnum og var eitt sinn í Walker Cup) hafa haft mest áhrif á að hún byrjaði í golfi.  Meðal áhugamála Paige er að horfa á íþróttir og lesa. Hún komst á LPGA í fyrstu tilraun og er með góðan styrktarsamning við Nike. Paige útskrifaðist 2001 úr Eisenhower High School þar sem hún var  first-team All-Big-9 selection öll 4 ár sín í menntaskóla. Hún var útnefnd stúlkna Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 8. 2012 | 11:30

GOT: Herrakvöld Tuddanna verður haldið föstudaginn 24. febrúar n.k.

Herrakvöld GOT verður haldið í Laugardalshöll föstudaginn 24. febrúar n.k.   Forsala á aðgöngumiðum er hafin en forgang hafa þeir sem áttu sæti í fyrra. Húsið opnar kl. 19:00 en borðhald og skemmtun hefst kl. 20:00 Fjölmargir listamenn koma og leika listir sínar eða syngja! Veisluhlaðborðið sem er orðið landsfrægt verður að sjálfsögðu á sínum stað! Aðgöngumiði er á aðeins kr. 6.900,- og er eingöngu seldur í forsölu gegn góðum meðmælum! Ef einhver sæti eru laus fara þau í almenna sölu n.k. föstudag. Takmarkaður sætafjöldi er í boði svo nú er um að gera að hafa hraðar hendur.  Fyrstir koma, fyrstir fá! Miðapantanir á golfklubburinn.tuddi@gmail.com eða í gegn um góðan Tudda!