Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 8. 2012 | 08:00

PGA: Jim Furyk í hættu að öðlast ekki þátttökurétt á Accenture heimsmótið í holukeppni

Bestu kylfingar heims hafa bara 1 viku til þess að koma sér meðal 64 efstu á heimslistanum (ens. Official World Golf Ranking, skammst.: OWGR), til þess að tryggja sér þátttökurétt í  World Golf Championships-Accenture Match Play Championship, 2012.  Mót vikunnar: AT&T Pebble Beach National Pro-Am á PGA TOUR og mót Evróputúrsins Omega Dubai Desert Classic eru lokatækifærin fyrir kylfingana til þess að hljóta þátttökurétt á Accenture holukeppnina, sem fram fer í  The Ritz-Carlton Golf Club, Dove Mountain 20.-26. febrúar 2012 og er fyrsta heimsmeistaramót keppnistímabilsins.

Einn lykilkylfingur undanfarinna ára sem ekki á öruggt sæti í mótinu er Bandaríkjamaðurinn Jim Furyk, sem hlaut FedExCup titilinn og hlaut viðkenninguna kylfingur ársins á PGA Tour 2010. Hann er nr. 59 á heimslistanum þessa viku. Á síðasta ári var hann nr. 10 og spilaði við Ryan Palmer á fyrsta hring en Palmer sigraði í viðureign þeirra.

Furyk keppir á AT&T Pebble Beach National Pro-Am. Ítalski táningurinn Matteo Manassero, sem varð yngsti kylfingur til að keppa á heimsmeistaramóti og er nr. 60 á heimslistanum eins og er, mun keppa á Omega Dubai Desert Classic og reyna að bæta stöðu sína.

Margir kylfingar eiga á hættu að öðlast ekki þátttökurétt á AT&T Accenture holukeppninni þar sem þeir taka ekki þátt í mótum helgarinnar. Meðal þeira eru Ernie Els frá Suður-Afríku (Nr. 62); Robert Allenby frá Ástralíu (Nr. 64); og Bandaríkjamaðurinn Charles Howell III  (Nr. 66).

Els hefir tekið þátt í 11 af 13 mótum  Accenture Match Play Championship og í öllum á s.l. 6 árum. Hann komst í undanúrslit 2001 en varð að láta í minni pokann fyrir Pierre Fulke  á 19. holu, og eins komst hann í fjórðungsúrslit 2009. Allenby hefir keppt í hverju  Accenture Match Play Championship frá árinu 2001 og besti árangur hans þar er T-5 árið 2005.  Howell hefir 7 sinnum tekið þátt í  Accenture Match Play Championship en hefir ekki verið með þátttökurétt frá árinu 2008. Hér má loks sjá stöðu nokkurra kylfinga frá nr. 58-75 á heimslistanum, sem berjast um þátttökuréttinn á Accenture heimsmeistarakeppninni í holukeppni:

Staða á heimslista Kylfingur Spilar í þessari viku á:
58 Robert Rock Omega Dubai
59 Jim Furyk AT&T Pebble
60 Matteo Manassero Omega Dubai
61 Greg Chalmers Spilar ekki
62 Ernie Els Spilar ekki
63 Kevin Na AT&T Pebble
64 Robert Allenby Spilar ekki
65 Ryan Moore AT&T Pebble
66 Charles Howell III Spilar ekki
67 Joost Luiten Omega Dubai
68 Rory Sabbatini AT&T Pebble
69 Nicolas Colsaerts Omega Dubai
70 Toru Taniguchi Spilar ekki
71 Alexander Noren Omega Dubai
72 Spencer Levin AT&T Pebble
73 Johnson Wagner Spilar ekki
74 Sean O’Hair AT&T Pebble
75 Vijay Singh AT&T Pebble

Heimild: PGA Tour