
Mamma Lee Westwood fékk hann til að biðjast afsökunar á að blóta
Lee Westwood varð það á að blóta á 16. teig á Qatar Masters, þegar teighögg hans fór ekki eins og hann ætlaði á 16. braut lokahringsins. Lee var varla búinn að skrifa undir skor sitt upp á -3 undir pari, 69 högg, þegar síminn hringdi.
Mamma Lee Westwood hringdi í hann, þar sem hún hafði heyrt son sinn blóta í beinni og stakk upp á að hann bæðist afsökunar á framferðinu.
„Mamma var sú fyrsta í símanum og lagði til að ég bæðist afsökunar,“ sagði Lee Westwood, sem fékk síðan fugl á 16. holu. „Mér fannst það ekki skipta máli þó þetta hafi verið í sjónvarpi. Það er með ólíkindum hversu næmir þessir hljóðnemar eru.“
Westwood baðst síðan afsökunar á Twitter:„Afsakið að ég skyldi blóta á 16. teig. Boltinn fór af stað eins og eldflaug, en ég hélt að hann færi mun lengra! Ég þvæ munn minn (upp úr sápu). Þetta er gallinn við útsendingar í beinni.“
Westwood, sem er í Sameinuðu furstadæmunum þar sem hann tekur þátt í Dubai Desert Classic mótinu, sem hefst á fimmtudaginn, neitaði að endurtaka það sem hann sagði á teig og sagði aðeins „það eru reyndar til verri blótsyrði.”
Hinn 38 ára Westwood á erfitt með að koma sér í gang í byrjun árs og tekur hlutunum hægt þ.e. er ekkert að flýta sér í toppbaráttuna. Hann varð t.a.m. T-17 í Abu Dhabi Golf Championship og í 12. sæti í Qatar. En hann uppástóð að leikur hans færi batnandi og frammistaða hans það sem af væri keppnistímabilsins væri „ágæt, góð fyrir mig,“ samanborið við síðastliðin ár.
Heimild: Khaleej Times
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore
- mars. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2023
- mars. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Vincent Tshabalala og Guðný Ævarsdóttir – 16. mars 2023
- mars. 15. 2023 | 18:00 Evróputúrinn: Jorge Campillo sigraði á Magical Kenya Open
- mars. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hrafn Arnarson –—- 15. mars 2023