Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2012 | 16:00

Myndskeið: PGA vörusýningin 2012 í Orlandó, Flórída

Það er synd hversu lítið hefir verið fjallað um hina árlegu PGA vörusýningu, sem fram fór 25.-28. janúar 2012, í síðasta mánuði í Orlandó, Flórída.  Sýningin hefir verið haldin allt frá árinu 1954 og fagnar 60 ára afmæli eftir 2 ár. Í upphafi voru bara nokkrir sölu-og sýningarbásar á bílastæðum, en nú er sýningarsvæðið orðið gríðarlegt bæði innandyra sem utan og demo-dagarnir sérstaklega vinsælir, en þá fá sýningargestir m.a. að prófa allra nýjustu kylfurnar, sem framleiðendur sýna á sýningunni.

Það er alltaf gaman að koma á sýninguna því þar er allt það nýjasta í golfheiminum til sýnis. Í fyrsta myndskeiðinu frá 1. degi sýningarinnar, hér að neðan, er einn kynningaraðilinn að sýna golfhanska úr kengúruleðri, sem eiga að vera sérlega góðir í rigningu. Eins er kynning á litaglöðum pilsum og bolum úr línunni skirt sports, og eins er rule golf microfiber klúturinn kynntur sem heldur kylfunum hreinum, en hreinar kylfur gefa s.s. kunnugt er af sér betri högg og betri högg leiða til lægra skors, þannig að það er bráðnauðsynleg golfvara hér á ferð.

Sjá myndskeið frá 1. degi PGA Vörusýningarinnar HÉR: 

Á 2. degi fáum við innsýn í TaylorMade sölubásinn, þar sem seld voru 1000 pör af Adidas og Ashworth golfskóm vegna sérstaks kynningarafsláttar af vörunni á 2. degi. Eins er kynning á SAXX herragolfnærfötum, sem veita nauðsynlegan stuðning en koma jafnframt í veg fyrir nuddsár innan á efri part læris. Mismunandi gerðir af nærfötum fást fyrir mismunandi getustig í golfi í mörgum mismunandi útgáfum! Síðan er kynning á Kentwool sokkum… en fyrirtækið hefir fengið Bubba Watson og Ryann O´Toole til að hanna sokka fyrir karl- og kvenkylfinga. Allur söluhagnaður af sokkum Bubba og Ryann rennur til góðgerðarmálefnis að þeirra vali. Loks er skemmtileg kynning á Master Caddy tækinu, sem festa má á golfkerruna og það segir manni hversu langt er í pinna 🙂

Sjá myndskeið frá 2. degi PGA Vörusýningarinnar HÉR: 

Á 3. degi er litið við í golfdera sölubás, reynt að hindra að golftí stingist í lærin á manni, með nýrri tídós (ens.: Tee Shaker), við sjáum orkustrimla, sem lítið fer fyrir en fá manni 50 mg af koffeini úti á golfvelli og sölumaðurinn lofar 2-2 1/2 tíma orku úti á golfvelli  (varan heitir Golf Sheets). Það er körfuboltakappinn Lebron James, sem er aðalandlit Energy Sheets, sem er svipað dæmi. Síðan eru Barefoot Berbs golfskór kynntir (alltaf gaman að sjá nýjar gerðir af skóm). Skórnir eiga að veita sömu tilfinningu og maður væri berfættur úti á golfvelli.

Sjá myndskeið frá 3. degi PGA Vörusýningarinnar HÉR:

Loks má hér sjá: Myndskeið frá DEMO-DEGI PGA VÖRUSÝNINGARINNAR 2012