Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2012 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Ólafur Björn lauk leik á Jones Cup Invitational

Ólafur Björn Loftsson, NK og Charlotte lauk leik á Jones Cup Invitational á 80 höggum. Spilaðir voru 3 hringir en mótið fór fram dagana 3.-5. febrúar á golfvelli Ocean Forrest GC á Sea Island í Georgia í Bandaríkjunum. Ólafur Björn spilaði á samtals +24 yfir pari, 240 höggum (83 77 80) og varð T-75, þ.e. deildi 75. sætinu ásamt Tyler Gruca frá Bandaríkjunum og Alastair Jones frá Wales.

Rétt er að geta þess að skor voru almennt mjög há í þessu móti – sá sem vann mótið var á samtals sléttu pari, 216 höggum  (72 75 69), en það var Justin Thomas frá Goshen í Kentucky. Justin var annar af 2 kylfingum í mótinu sem „breakaði“ 70, þ.e. hann spilaði síðasta hringinn á 69 höggum. Það er mjög sérstakt á jafnsterku áhugamannamóti sem Jones Cup er.

Til þess að sjá úrslitin á Jones Cup Invitational smellið HÉR: