Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2012 | 20:30

Nýju strákarnir á PGA Tour 2012: nr. 5 – Mark Anderson

Mark Anderson deildi ásamt Richard E. Lee og Alexandre Rocha 24. sæti í PGA Q-school í La Quinta, Kaliforníu s.l. desember, en efstu strákarnir í því móti hlutu kortin sín á PGA mótaröðina keppnistímabilið 2012.

Golf 1 hefir nú þegar kynnt 4 af nýju strákunum: John Huh (sem er aldeilis að slá í gegn og hefir verið ofarlega á flestum mótum PGA það sem af er), Ástralann Nathan Green og Bandaríkjamennina Colt Knost og Richard E. Lee. 

Mark er fæddur á degi ástarinnar, Valentínusardaginn 14. febrúar 1986, eins og svo margir aðrir góðir kylfingar. Hann verður því 26 ára eftir viku.

Mark byrjaði að spila með plastkylfum 4 ára.

Hér fara nokkrir aðrir fróðleiksmolar um Mark:

Meðal mestu afreka sinna á golfsviðinu telur Mark vera sigur á NEC Master of Amateurs Championship í Melbourne, Ástralíu, árið 2009 og að fá PGA kortið sitt..

Meðal uppáhaldsgolfvalla hans eru: Secession GC, Southern Hills og Snee Farm. Vellir sem hann myndi gjarnan fá að spila á eru Old Course í St. Andrews og Cypress Point.

Mark segist aldrei ferðast nema að hafa góða bók meðferðis.

Uppáhaldsíþróttalið hans eru Carolina Panthers og the Baltimore Orioles.

Hann er svolítið hjátrúarfullur því hann segist halda sömu rútínu á nóttunni og þegar hann er að spila vel!

Uppáhaldssjónvarpsþættir hans eru „Entourage“ og „SportsCenter,“ og uppáhaldskvikmynd hans er „Gladiator.“ Uppáhaldsbókin er „Pillars of the Earth“ eftir Ken Follett. Uppáhaldsmaturinn eru sjávarréttir og uppáhaldsfrístaðurinn er í Ástralíu.

Draumahollið er:  Jessica Biel, Jessica Alba og Halle Berry. Meðal þess sem hann langar að gera að læra að spila á gítar og læra fallhlífarstökk.

Bróðir hans, Ben, er í bandarísku strandgæslunni  (U.S. Coast Guard.)

Meðal starfa sem hann gegndi og tengdust ekkert golfi var að starfa sem aðstoðarmaður lögmanns.

Hann er venjulega með kjúklingabita, sem nesti í golfpokanum.

Twitterfangið hans er: @mark_andersonsc.

Uppáhaldsfrasinn hans er : „Finish strong.“ (Kláraðu (leik) sterkt!)

Heimild: PGA Tour.