
Evróputúrinn: Branden Grace valinn kylfingur janúarmánaðar 2012
Hinn 23 ára Branden Grace hefir verið útnefndur The Race to Dubai European Tour kylfingur janúar mánaðar eftir frábæra byrjun á Evrópumótaröðinni.
Branden sigraði á Joburg Open í Jóhannesarborg og strax vikuna þar á eftir vann hann Volvo Golf Champions á Fancourt golfvellinum.
Í síðarnefnda mótinu vann hann eftirminnilega golfgoðsagnirnar suður-afrísku, Ernie Els og Retief Goosen í umspili.
Með þessum tveimur sigrum, tvær helgar í röð fór Grace upp um 258 sæti á heimslistanum í 93. sætið og er nú í 1. sæti peningalista Evrópumótaraðarinnar: The Race to Dubai.
Grace var valinn kylfingur janúarmánaðar af panel golffréttamanna og hafði þar betur en Robert Rock, sem sigraði síðustu helgi á Abu Dhabi HSBC Championship.
Með þessum titli kemst Braden Grace í keppnina um The Race to Dubai European Tour kylfing ársins, en þann titil vann Englendingurinn Luke Donald í fyrra, 2011.
Heimild: europeantour.com
- janúar. 18. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðný María Guðmundsdóttir – 18. janúar 2021
- janúar. 18. 2021 | 12:00 Hver er kylfingurinn: Kevin Na?
- janúar. 18. 2021 | 01:30 PGA: Na sigraði á Sony Open
- janúar. 18. 2021 | 00:01 Thomas missir Ralph Lauren sem styrktaraðila
- janúar. 17. 2021 | 21:00 GA: Lárus Ingi kylfingur ársins 2020
- janúar. 17. 2021 | 20:00 Tiger: „Hún brosir ekki núna!“
- janúar. 17. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birnir Valur Lárusson – 17. janúar 2021
- janúar. 17. 2021 | 07:00 PGA: Brendan Steele leiðir f. lokahringinn á Sony Open
- janúar. 16. 2021 | 20:00 Eru Phil og Tiger vinir?
- janúar. 16. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (3/2021)
- janúar. 16. 2021 | 19:30 DeChambeau forðast að ræða tengsl sín við Trump
- janúar. 16. 2021 | 18:00 Ingi Þór Hermannsson heiðraður á Íþróttahátíð Garðabæjar
- janúar. 16. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Kristján Þór Gunnarsson – 16. janúar 2021
- janúar. 16. 2021 | 08:00 PGA: Taylor tekur forystuna í hálfleik
- janúar. 15. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Sirrý Hallgríms — 15. janúar 2021