Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 8. 2012 | 11:00

Evróputúrinn: Branden Grace valinn kylfingur janúarmánaðar 2012

Hinn 23 ára Branden Grace hefir verið útnefndur The Race to Dubai European Tour kylfingur janúar mánaðar eftir frábæra byrjun á Evrópumótaröðinni.

Branden sigraði á Joburg Open í Jóhannesarborg og strax vikuna þar á eftir vann hann Volvo Golf Champions á Fancourt golfvellinum.

Í síðarnefnda mótinu vann hann eftirminnilega golfgoðsagnirnar suður-afrísku, Ernie Els og Retief Goosen í umspili.

Með þessum tveimur sigrum, tvær helgar í röð fór Grace upp um 258 sæti á heimslistanum í 93. sætið og er nú í 1. sæti peningalista Evrópumótaraðarinnar: The Race to Dubai.

Grace var valinn kylfingur janúarmánaðar af panel golffréttamanna og hafði þar betur en Robert Rock, sem sigraði síðustu helgi á Abu Dhabi HSBC Championship.

Með þessum titli kemst Braden Grace í keppnina um The Race to Dubai European Tour kylfing ársins, en þann titil vann Englendingurinn Luke Donald í fyrra, 2011.

Heimild: europeantour.com