Tiger ekki ánægður eftir lokahringinn á Pebble Beach
Tiger Woods hefir átt sínar sögulegu stundir á Pebble Beach. Í gær, sunnudag, átti hann enn eina stjörnustund, en hins vegar stund sem hann vill gjarnan gleyma. Tiger var 4 höggum á eftir forystunni fyrir lokahringinn á AT&T Pebble Beach National Pro-Am og lauk leik T-15 eftir hring upp á 3 yfir pari, 75 höggum og var 9 höggum á eftir sigurvegaranum , Phil Mickelson. Þetta var 30. skiptið sem þeir tveir spila saman og Mickelson var með 11 högga betra skor en Tiger á lokahringnum, sem er mesti munur á þeim. Það voru púttin sem voru veika hlið Woods. Hann tapaði 5 púttum, sem voru innan við 5 fet (2 metra) Lesa meira
Rafael Cabrera Bello kominn í 60. sæti á heimslistanum eftir sigurinn í Dubaí
Kanarí-eyingurinn Rafael Cabrera-Bello vann sinn stærsta sigur á ferlinum þegar hann bar sigurorð af keppninautum sínum á Omega Dubai Desert Classic, eftir að hafa spilað skollafrían hring upp á 68 högg. Þetta er 2. sigur hans á Evróputúrnum. Eins fer Rafael upp um 59 sæti á heimslistanum og er nú kominn í 60. sæti. En það er ekki bara að hann rjúki upp heimslistann og fái vænan sigurtékka heldur er búinn að tryggja sér sæti á heimsmeistaramótið í holukeppni, WGC-Accenture Match Play Championship. Phil Mickelson, sem seint í gærkvöldi sigraði á AT&T National Pro-Am mótinu á Pebble Beach eftir frábæran hring upp á 64 högg fer líka upp heimslistann. Til þess að Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Roope Kakko – 13. febrúar 2012
Finnski atvinnukylfingurinn Roope Kakko fæddist 13. febrúar fyrir 30 árum í Espoo, Finnlandi og á því stórafmæli í dag. Hann byrjaði að spila golf 5 ára. Hann gerðist atvinnumaður í kjölfarið á sigri sínum á Volvo Finnish Open á Áskorendamótaröðinni 2004. Hann hlaut fullan þátttökurétt á Evrópumótaröðinni fyrir sigur sinn og er 3. áhugamaðurinn til að sigra á Áskorendamótaröðinni. Hann spilaði næstu 5 keppnistímabil á þeirri röð og var besti árangur hans 27. sæti á peningalistanum árið 2008, þegar hann varð 2 sinnum í 2. sæti. Góð frammistaða hans á Áskorendamótaröðinni veitti honum þátttökurétt á nokkrum mótum Evrópumótaraðarinar og hann nýtti sér tækifærin 2009 þegar hann varð tvívegis í röð Lesa meira
PGA: Phil Mickelson sigraði á Pebble Beach – hápunktar og högg 4. dags
Það var Phil Mickelson, sem fór með sigur af hólmi í AT&T Pebble Beach National Pro-Am. Það mátti lesa af svip Tiger að honum var ekki skemmt meðan Phil raðaði inn hverjum fuglinum á fætur öðrum eða bjargaði pari á hringnum. Phil átti glæsihring, einn þann besta í langan tíma, upp á 64 högg! Phil spilaði skollafrítt, fékk 6 fugla og 1 örn á hringnum. Tiger gekk hins vegar afleitlega var á 75 höggum, heilum 11 höggum á eftir meistara Phil! Samtals var Phil á -17 undir pari, samtals 269 höggum (70 65 70 64) og sigraði í mótinu sem segir en Tiger varð T-15 á 278 höggum (68 68 Lesa meira
PGA: Tiger og Phil leika lokahringinn saman á Pebble Beach
Tiger Woods og Phil Mickelson spila saman í holli á Pebble Beach á lokahring AT&T Pebble Beach Pro-Am. Það er sama hverjir leiða mótin hverju sinni alltaf skulu þessir tveir kylfingar laða að sér flesta áhangendur og áhorfendur. Ekki er að vænta mikilla breytinga á því í kvöld. En karakterslega séð gætu þeir ekki verið ólíkari. Sem dæmi mætti nefna að Phil vill gjarnan tala við spilafélaga sína; Tiger heldur sig út af fyrir sig. Tiger er varkár leikmaður Phil tekur sjénsa. Báðir þurfa þeir sárlega á sigri að halda í kvöld en Tiger er 4 höggum á eftir Charlie Wi og Phil 5 höggum. Það verður gaman að sjá Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Jack Nicklaus? (12. grein af 12)
Önnur áhugamál Jack (áframhald) Memorial mótið heldur mannvinafókus sínum gegnum tengsl við góðgerðarsamtökum í Mið-Ohio. Sterkust hafa tengsl Jack og Memorial allt frá árinu 1976 verið við Nationwide Children´s Hospital. Framlög með innheimtast með hjálp 2600 sjálfboðaliða ár hvert renna til barnaspítalans. Sjóðurinn sem Jack stofnaði tryggir að Central Ohio er með einn af bestu barnaspítölum í öllum Bandaríkjunum. Á Memorial mótinu hafa safnast meira en $5.7 milljónir (684 milljónir íslenskra króna) til stuðnings prógrömmum og þjónustu sem Nationwide Children’s Hospital býður upp á, á þessum mótum frá því farið var af stað með mótið. Árið 2005 lofaði Memorial að það myndi auka framlög sín í meir en $11 milljónir á komandi árum. Sérstök Lesa meira
Frægir kylfingar: Jean Harlow
Það er sagt að þeir deyi ungir sem Guð elskar, sem sannast á ótímabærum dauða söngkonunnar dáðu Whitney Houston í nótt. Hún lifði þó lengri ævi en margur hver og voru henni skammtaðir næstum helmingi lengri lífdagar en leikkonunni frægu sem jafnframt var forfallinn kylfingur og margir af yngri kynslóðinni muna ekkert eftir… Jean Harlow. Jean Harlow var kynbomba 4. áratugar síðustu aldar. Hún er upprunalega blondínan og var uppnefnd blondínubomban af löndum sínum (ens.: The blonde bombshell). Hún er fyrirmynd allra sem á eftir komu þ.á.m. Marilyn Monroe, sem líka spilaði golf. Jean fæddist 3. mars 1911 í Kansas City Missouri og dó í LA í Kaliforníu aðeins 26 Lesa meira
Evróputúrinn: Rafael Cabrera Bello sigraði í Dubai Desert Classic
Rafael Cabrera Bello frá Kanarí-eyjum (Maspalomas er klúbburinn hans) sigraði nú fyrir skemmstu í Dubai Desert Classic eftir æsilega lokaholur. Rafael spilaði á -18 undir pari, samtals 270 höggum (63 69 70 68) og hlaut að launum € 315,532 (u.þ.b. 52 milljónir íslenskra króna) í verðlaunafé. Í 2. sæti urðu Skotinn Stephen Gallacher og Lee Westwood, sem leiddi fyrir gærdaginn báðir aðeins 1 höggi á eftir. Í 4. sæti varð Þjóðverjinn Marcel Siem á -15 undir pari og 5. sætinu deildu 4 kylfingar þ.á.m. Rory McIlroy á -14 undir pari. Í 9. sæti urðu Björn, Colsaerts og Sjöholm á -13 undir pari. Franski kylfingurinn Romain Wattel var einn í 12. sæti Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Anna Snædís Sigmarsdóttir – 12. febrúar 2012
Það er Anna Snædís Sigmarsdóttir, GK, sem er afmæliskylfingur dagsins. Anna Snædís er fædd 12. febrúar 1962 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Anna Snædís hefir á s.l. árum átt fast sæti meðal topp-40 (forgjafarlægstu) kvenkylfinga og er því í hópi bestu kylfinga landsins. Anna Snædís hefir tekið þátt í mörgum opnum mótum og staðið sig frábærlega. Eftirminnilegur er t.d. sigur hennar á Siggu&Timo 2009, þegar hún stóð uppi sem sigurvegari eftir æsilegan bráðabana við þær Kristínu Péturs og Sólveigu Ágústs. Eins varð Anna Snædís efst í móti Visa og Vildarklúbbs kvenna 2006, þ.e. hlaut 44 punkta, sem er einstaklega glæsilegt í ljósi þess hversu forgjafarlág Anna Snædís Lesa meira
ALPG & LPGA: Jessica Korda sigraði á ISPS Handa Australian Open eftir hörkubráðabana
Úrslitin á ISPS Handa Australian Open réðust í bráðabana, en eftir 72 spilaðar holur voru 6 stúlkur jafnar, allar á samtals -3 undir pari. Það voru bandarísku stúlkurnar: Jessica Korda, Brittany Lincicome og Stacy Lewis, So Yeon Ryu og Hee Kyung Seo frá Suður-Kóreu og Julieta Granada frá Paraguay. Það þurfti því að koma til umspils til þess að skera úr um leikinn. Sú hola sem spiluð var, var par-4 18. holan og fengu allar par á hana í fyrra skiptið. Sama hola var spiluð aftur og þá datt Ryu út, en hún fékk skolla. Granada, Lincicome, Lewis, og Kyung Seo fengu par. Sú, sem stóð uppi sem sigurvegari var hin Lesa meira










