Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2012 | 22:00

GK: Þórdís Geirs leiðir eftir 4. púttmót Keiliskvenna

Miðvikudaginn 8. febrúar s.l. mættu 46 konur í púttmót Keiliskvenna, sem svo sannarlega var flott mæting. Ragnheiður Ríkharðsdóttir var með besta skorið 29 pútt, síðan komu Helga Jóhannsdóttir, Sveindís Sveinsdóttir, Ólöf Baldursdóttir, Dröfn Þórisdóttir, Anna Snædís Sigmarsdóttir, Dagbjört Bjarnadóttir og Þórdís Geirsdóttir með 30 pútt. Nú eru 4 mót búin þannig að eftir næsta mót, sem er á morgun, fara mót að detta út, þá getur nú ýmislegt farið að breytast. Það eru líka nokkrar með mjög gott skor úr 3 mótum og gætu blandað sér í toppbaráttuna ef þær bæta fleiri mótum við. Nú er bara að mæta á morgun, miðvikudaginn 15. febrúar,  sami tími – sama verðið. Það Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2012 | 18:00

Natalie Gulbis kemur fram í bikiníblaði Sports Illustrated

Sanngjarnt eða ekki Natalie Gulbis hefir alltaf dregið að sér meiri athygli fyrir útlit sitt en golfleik. Og það  breytist ekki  á næstunni. Þessi 29 ára golfstjarna á LPGA (Gulbis) mun birtast í bikiníblaði Sports Illustrated, sem kemur í bókabúðir í Bandaríkjunum í  þessari viku.  Og jafnvel þó hún hafi setið fyrir á ögrandi myndum áður þá er þessi svolítið frábrugðin vegna þess að það sem hún „klæðist“ er í raun ekkert annað en líkamsmálning.  Í raun er þetta aðeins þunnt lag af málningu og má sjá fyrstu myndir og myndskeið af Gulbis með því að smella hér:   Myndir af Natalie Gulbis í bikiníi fyrir Sports Illustrated Í viðtalinu við Golf.com Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2012 | 14:00

Afmæliskylfingur dagsins: Maurizio Veloccia – 14. febrúar 2012

Það er ítalski golfkennarinn og flugmaðurinn Maurizio Veloccia sem er afmæliskylfingur dagsins. Maurizio fæddist 14. febrúar 1968 í Róm og er því 44 ára í dag. Maurizio er búinn að spila golf frá árinu 1996, en hann byrjaði af tilviljun. Í dag er hann með 0 í forgjöf og kennir við einn virtasta golfklúbb í Róm. Hann spilar m.a. golf með fv. landsliðsmarkverði Ítala í fótbolta, Dino Zoff, sem er búinn að spila golf í 4-5 ár. Þetta og annað skemmtilegt kemur fram í viðtali við Maurizio, sem birtist á Golf 1 seinna í dag (á ensku svo afmæliskylfingur dagsins geti lesið það!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2012 | 12:00

Eigið öll góðan Valentínusardag!

Í dag er 14. febrúar – dagur elskenda. En af hverju er yfirleitt verið að halda upp á Valentínusardaginn? Upprunann er að finna í kaþólskum sið en Gelasius páfi tók nokkra Valentínusa (Valentínus af Temi, sem lést píslavættisdauða 197 og Valentínus af Róm sem lést píslavættisdauða 269) í píslavættistölu 496 – menn sem gáfu líf sitt vegna ástar á frelsi og í andstöðu við kúgun. Upprunalegu Valentínusarnir höfðu því litla tengingu við rómantíska ást – ást þeirra er annars eðlis, ást á mannkyninu eða lífinu almennt, sem þeir voru tilbúnir að gefa sitt eigið fyrir. Fyrsta rómantíska tenging Valentínusar dagsins við ást er í ljóðinu „Parlement of Foules“ eftir ljóðskáldið Geoffrey Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2012 | 10:00

Ernie Els rétt sleppur inn á heimsmeistaramótið í holukeppni

Númer 1 á heimslistanum, Luke Donald, sem vann það frækilega afrek að vera efstur á peningalistum helstu golfmótaraða beggja vegna Atlantasála í fyrra, er fyrstur í flokki þeirra sem hafa þátttökurétt á heimsmeistaramótið í höggleik. Öruggir inn í mótið eru líka nr.2-4 á heimslistanum Lee Westwood, Rory McIlroy og Martin Kaymer. Phil Mickelson, sem svo eftirminnilega vann á Pebble Beach nú um helgina og hækkaði sig við það í 11. sæti heimslistans ætlar ekki að vera með í holukeppninni en spilar þess í stað á Riviera… en það verður til þess að sá sem er í 65. sæti heimslistans – Ernie Els dettur inn í mótið, en 64 efstu á heimslistanum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2012 | 09:30

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn í 22. sæti á NorthropGrumman Regional Challenge

Í Palos Verdes golfklúbbnum á Palos Verdes Estates fer dagana 13.-15. febrúar fram bandarískt kvenháskólagolfmót: NorthropGrumman Regionals Challenge. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, og Wake Forest tekur þátt í mótinu ásamt öðrum úr liði Wake. Þátttakendur eru um 80 frá 15 háskólum. Ólafía Þórunn lék í gær á +3 yfir pari, 74 höggum og deilir 22. sætinu ásamt 6 öðrum. Frænka Tiger, Cheynne Woods lék best allra í liði Wake spilaði 1. hring á +1 yfir pari, 72 höggum og deilir 11. sætinu með 6 öðrum líkt og Ólafía Þórunn. Wake Forest deilir næstneðsta sætinu með Oklahoma háskóla, þ.e. er T-13 og ræður þar mestu um frammistaða annarra í liðinu en Allison Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2012 | 19:30

Myndaseríur og úrslit: 3 mót á Áskorendamótaröð GSÍ 2011

Það er alveg með ólíkindum hvað við Íslendingar eigum marga góða og efnilega krakka í golfinu. Margir þeirra sýndu frábæra takta á Áskorendamótaröð GSÍ í sumar. Hér á eftir fara útslit og myndaseríur úr 3 mótum sem Golf 1 fylgdist með.  Mótin eru eftirfarandi: 21/5 2011 hjá GKG, 18/6 2011 hjá GSG og 6/8 hjá GSE. Smellið hér til að sjá eftirfarandi: 1. MYNDASERÍA Í ÁSKORENDAMÓTARÖÐ GSÍ HJÁ GKG 21/5 2011 2. MYNDASERÍA Í ÁSKORENDAMÓTARÖÐ GSÍ HJÁ GKG 18/6 2011 3. MYNDASERÍA Í ÁSKORENDAMÓTARÖÐ GSÍ HJÁ GSE 6/8 2011 Hér að neðan má sjá helstu úrslit úr ofangreindum mótum: ———————————————————————————————————————————— ÁSKORENDAMÓTARÖÐ GSÍ HJÁ GKG 21/5 2011: Úrslit urðu eftirfarandi: Stigamót GSÍ Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2012 | 19:00

Áskorendamótaröð GSÍ hjá GSE 6. ágúst 2011

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2012 | 18:50

Áskorendamótaröð GSÍ – hjá GSG 18. júní 2011

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2012 | 18:45

Áskorendamótaröð GSÍ – hjá GKG 21. maí 2011