Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2012 | 18:20

PGA: Tiger og Phil leika lokahringinn saman á Pebble Beach

Tiger Woods og Phil Mickelson spila saman í holli á Pebble Beach á lokahring AT&T Pebble Beach Pro-Am. Það er sama hverjir leiða mótin hverju sinni alltaf skulu þessir tveir kylfingar laða að sér flesta áhangendur og áhorfendur. Ekki er að vænta mikilla breytinga á því í kvöld.

En karakterslega séð gætu þeir ekki verið ólíkari. Sem dæmi mætti nefna að Phil vill gjarnan tala við spilafélaga sína; Tiger heldur sig út af fyrir sig. Tiger er varkár leikmaður Phil tekur sjénsa. Báðir þurfa þeir sárlega á sigri að halda í kvöld en Tiger er 4 höggum á eftir Charlie Wi og Phil 5 höggum. Það verður gaman að sjá (ekki bara hver sigrar mótið) heldur hvor hefir betur í viðureigninni Mickelson/Woods!