Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2012 | 07:50

ALPG & LPGA: Jessica Korda sigraði á ISPS Handa Australian Open eftir hörkubráðabana

Úrslitin á ISPS Handa Australian Open réðust í bráðabana, en eftir 72 spilaðar holur voru 6 stúlkur jafnar, allar á samtals -3 undir pari. Það voru bandarísku stúlkurnar: Jessica Korda, Brittany Lincicome og Stacy Lewis, So Yeon Ryu og Hee Kyung Seo frá Suður-Kóreu og Julieta Granada frá Paraguay.

Það þurfti því að koma til umspils til þess að skera úr um leikinn. Sú hola sem spiluð var, var par-4 18. holan og fengu allar par á hana í fyrra skiptið. Sama hola var spiluð aftur  og þá datt Ryu út, en hún fékk skolla. GranadaLincicome, Lewis, og Kyung Seo fengu par. Sú, sem stóð uppi sem sigurvegari var hin bandarísk-tékkneska Jessica Korda, sem náði fugli.

Jessica spilaði hefðubundu 72 holurnar á samtals -3 undir pari, samtals 289 höggum (72 70 73 74) og vann sem segir með fugli á 2. holu umspils. Fyrir sigurinn hlaut Jessica $165,000 (tæp 20 milljón íslenskra króna). Þess mætti geta að Jessica er mikil vinkona Lexi Thompson, en báðar koma þær frá Flórída og spiluðu m.a. saman í Curtis Cup, sem lið og spila vel saman.  Lexi varð T-24 og hlaut „aðeins“ lægri vinningstékk en vinkonan eða $10,346 (u.þ.b. 1.2 milljónir íslenskra króna).

Til þess að sjá úrslit á ISPS Handa Australian Open smellið HÉR: