Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2012 | 06:30

Evróputúrinn: Lee Westwood efstur í Dubai eftir 3. dag

Það er kunnara en frá þurfi að segja að Lee Westwood er seinn að koma sér af stað eftir keppnishlé en þegar hann er kominn í gang…. þá fær fátt stöðvað hann. Nú er Lee kominn í efsta sætið á Dubai Desert Classic eftir 3. dag mótsins. Hann er búinn að spila á -15 undir pari, samtals 201 höggi (69 65 67). Ánægður Westwood sagði m.a eftir hringinn: „Ég spilað vel aftur. Mjög sólíd. Ég byrjaði vel var kominn í -3 undir (par) eftir fyrstu 4 holurnar og svo rúllaði boltinn vel á flötunum og ég var að slá vel með járnunum.“ Í 2. sæti eru 3 kylfingar: Þjóðverjinn Marcel Siem, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2012 | 06:00

PGA: Wi í forystu fyrir lokahringinn á AT&T Pebble Beach Pro Am – Hápunktar og högg 3. dags

Charlie Wi leiðir fyrir lokahring AT&T Pebble Beach National Pro-Am, hefir samtals spilað á -15 undir pari, samtals 199 höggum ( 61 69 69).  Á 3. hring var Charlie á -3 undir pari, 69 höggum og á 3 högg á Ken Duke, sem er í 2. sæti á samtals -12 undir pari, 202 höggum (64 73 65). Í 3. sæti er Tiger Woods, 4 höggum á eftir Wi,  á samtals -11 undir pari, samtals 203 höggum (68 68 67). Fjórða sætinu deila 5 kylfingar:  Phil Mickelson, Dustin Johnson, Hunter Mahan, Kevin Na og Brendon Todd, en sá síðastnefndi er nýliðinn, sem vann Q-school PGA s.l. desember. Þeir allir eru á -9 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2012 | 20:45

GSG: Myndsería og úrslit – Óskar Bjarni og Sigurður sigruðu í Sandgerði í dag

Það var frábært að spila golf í Sandgerði í dag. Þótt skýjað hafi verið og völlurinn mjög blautur, þá er samt æðislegt að geta spilað golf á Íslandi um miðjan febrúar. Jafnvel kanínurnar nutu veðurblíðunnar og hoppuðu úti á Kirkjubólsvelli innan um kylfingana. Hér má sjá: MYNDASERÍU FRÁ 1. FEBRÚARMÓTI GSG 2012 Leikfyrirkomulag var punktakeppni með forgjöf  og voru verðlaun veitt fyrir 3 efstu sæti og 1 verðlaun í höggleik. án forgjafar. Í punktakeppninni sigraði Sigurður Kristjánsson, GSG; var á 36 punktum. Í höggleiknum sigraði Óskar Bjarni Ingason, GR, var á 76 höggum. Margt frábært gerðist á Kirkjubólsvelli í dag, en auk ofangreindra verðlauna voru veitt nándarverðlaun þeim, sem var Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2012 | 20:30

Febrúarmót GSG – 11. febrúar 2012

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2012 | 16:00

Hver er kylfingurinn: Tina Miller?

Hver er kylfingurinn: Tina Miller? Christina Mae “Tina” Miller fæddist 31. janúar 1983 í Miami í Flórida.  Tina hefir spilað golf frá 7 ára aldri.  Hún spilaði golf með strákaliði menntaskólans Archbishop Curley-Notre Dame High School í Míamí, þar sem hún var í 1. sæti á mörgum mótum hún keppti í.  Hún var í golfhóp sem kallaði sig “The Untouchables”, sem samanstóð af henni, skólafélaga hennar úr UM, Scott Tanner og Matt Pendleton, sem útskrifaðist úr University of Florída. Eftir farsælan feril í unglingagolfinu fékk Tina fullan skólastyrk í University of Miami (UM) í Coral Gables, í Flórída. Hún fékk m.a. inngöngu í Iron Arrow Honor Society í UM. Tina Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2012 | 14:00

Martin Kaymer fór holu í höggi í fyrsta sinn… en vildi ekki láta taka mynd af sér með verðlaunagripnum!

Martin Kaymer fór s.s. fréttst hefir holu í höggi í gær á Dubai Desert Classic mótinu. Hann sló draumahöggið, á 7. holu par-3, á 2. hring í gær.  Þetta er í fyrsta sinn sem Martin Kaymer fer holu í höggi. Fyrir afrekið hlaut hann Omega Seamaster úr sem kostar £12,500 (u.þ.b. 2.5 milljónir íslenskar krónur). Styrktaraðili Kaymer er hins vegar Rolex og því neitaði hann að láta taka mynd af sér með verðlaunagripnum. Nokkuð svipað henti Skotann Stephen Gallacher á 1. hring mótsins þegar hann fékk ás á 15. holu.  Fyrir það hlaut hann rennilegann Mercedes S-Class, sem hann keyrir væntanlega aldrei því hann er á styrktarsamningi hjá Audi. Í gær sagði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Marianne Skarpenord – 11. febrúar 2012

Það er norska frænka okkar Marianne Skarpenord sem er afmæliskylfingur dagsins. Skarpenord fæddist 11. febrúar 1981 í Borgenhaugen í Noregi og er því  31 árs í dag. Sem stendur er Marianne í Ástralíu þar sem hún tekur þátt í ISPS Handa Women´s Australian Open. Marinne spilar bæði á LET og LPGA. Marianne þótti mikið efni í golfi, sem barn og unglingur , en hún vann m.a. British Girls Championship 2003, þegar hún bar sigurorð af hinni spænsku Beatriz Recari á lokahring. Eins vann hún Junior Solheim Cup með liði Evrópu sama ár. Marianne hefir 5 sinnum sigrað eftir að hún gerðist atvinnumaður í golfi 2005, þar af 2 sinnum á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2012 | 09:30

GSG: Febrúargolfmót fer fram í Sandgerði í dag!

Í dag, 11. febrúar 2012, fer fram Febrúargolfmót hjá GSG í Sandgerði. Þótt enn sé vetur er fullt í alla rástíma og hyggjast 76 kylfingar munda kylfur sínar í Sandgerði í dag. Keppnisfyrirkomulag er punktakeppni og höggleikur. Veitt eru verðlaun fyrir besta skor og fyrir 3 efstu sætin í punktakeppninni. Þátttökugjald er kr. 3.000,- Það leit ekki vel út veðurslega séð í gær þegar kom smá snjóföl og því forvitnaðist Golf 1 um veðrið í Sandgerði. Í samtali við Golf 1 sagði Guðmundur Einarsson, framkvæmdastjóri GSG, eftirfarandi nú í morgun: „Það er enginn snjór hérna hjá okkur. Hér er bara ágætis veður – svona 4° hiti og ætli það séu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2012 | 08:00

ALPG & LPGA: Jessica Korda efst á ISPS Women´s Australia Open fyrir lokahringinn

Það er hið bandarísk-tékkneska golfundur, Jessica Korda sem komin er í forystu á ISPS Women´s Australia Open fyrir lokahringinn, sem spilaður verður á morgun. Jessica er á samtals -4 undir pari (72 70 73). Aðeins höggi á eftir eru 3 kylfingar: heimakonan Nikki Campell, og Hee Kyung Seo og So Yeon Ryu frá Suður-Kóreu. Allar hafa þær spilað á -3 undir pari. Í 5. sæti eru 4 kylfingar þ.á.m. nr. 1 í heiminum Yani Tseng á -2 undir pari. Til þess að sjá stöðuna á ISPS Women´s Australia Open smelið HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2012 | 07:00

PGA: Bill Murray stendur sig vel meðal áhugamanna á Pebble Beach – myndskeið

Bill Murray er einn hinna frægu áhugamanna, sem alltaf vekur athygli á AT&T Pebble Beach mótinu, nú í ár fyrir heldur frumlegt blátt höfuðfat. Bill hefir í tæp 20 ár tekið þátt í mótinu og eins spilar hann á ári hverju með Scott Simpson á Champions Tour. Bill þykir meðal betri kylfinga í skemmtanabransanum og er gífurlega vinsæll fréttamatur vegna skemmtilegs húmors síns. Bill Murray er fæddur 21. september 1950 og er því 61 árs. Hann er grínisti og leikari og þekktastur fyrir leik sinn í golfmyndinni Caddyshack (1980), þar sem hann lék golfvallarstarfsmanninn Carl og draugabanann í Ghostbusters (1984). Nú í ár fáum við að sjá hann í hlutverki Lesa meira