Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2012 | 15:45

Rafael Cabrera Bello kominn í 60. sæti á heimslistanum eftir sigurinn í Dubaí

Kanarí-eyingurinn Rafael Cabrera-Bello vann sinn stærsta sigur á ferlinum þegar hann bar sigurorð af keppninautum sínum á Omega Dubai Desert Classic, eftir að hafa spilað skollafrían hring upp á 68 högg. Þetta er 2. sigur hans á Evróputúrnum. Eins fer Rafael upp um 59 sæti á heimslistanum og er nú kominn í 60. sæti. En það er ekki bara að hann rjúki upp heimslistann og fái vænan sigurtékka heldur er búinn að tryggja sér sæti á heimsmeistaramótið í holukeppni, WGC-Accenture Match Play Championship.

Phil Mickelson, sem seint í gærkvöldi sigraði á AT&T National Pro-Am mótinu á Pebble Beach eftir frábæran hring upp á 64 högg fer líka upp heimslistann.

Til þess að sjá stöðuna á heimslistanum smellið HÉR: