Tiger ekki ánægður eftir lokahringinn á Pebble Beach
Tiger Woods hefir átt sínar sögulegu stundir á Pebble Beach. Í gær, sunnudag, átti hann enn eina stjörnustund, en hins vegar stund sem hann vill gjarnan gleyma.
Tiger var 4 höggum á eftir forystunni fyrir lokahringinn á AT&T Pebble Beach National Pro-Am og lauk leik T-15 eftir hring upp á 3 yfir pari, 75 höggum og var 9 höggum á eftir sigurvegaranum , Phil Mickelson.
Þetta var 30. skiptið sem þeir tveir spila saman og Mickelson var með 11 högga betra skor en Tiger á lokahringnum, sem er mesti munur á þeim.
Það voru púttin sem voru veika hlið Woods. Hann tapaði 5 púttum, sem voru innan við 5 fet (2 metra) þ.á.m. nokkur sem bara þurfti rétt að stjaka við til að setja niður. Allt í allt var Tiger á 31 pútti.
„Ég gat bara ekki komið mér í þægilega stöðu þaðan sem ég gat séð púttlínuna,“ sagði Woods. „Ég missti tonn af púttum.“
„Það er frústrerandi. Ég var að líta í -2 til -3 undir pari á fyrstu sex holunum […]…“
Mickelson náði síðan Tiger og fór fram úr honum með 3 fuglum og erni á fyrstu 6 holunum sínum… og leit aldrei aftur.
Tiger átti aldrei tækifæri. Hann missti fugl af 2 m færi á par-5 2. brautinni, en boltinn snerti aldrei holuna og síðan aftur stuttu par-3 sjöundu, þegar púttið hans af 2 fetum fór framhjá. Síðan eftir að hann fékk 2 skolla í röð fór hann að missa af púttum aftur, nú af tæp 2 metra færi á 8. braut og var rétt um 3 metranna á 9. braut eftir slæmt högg úr brautarglompu.
Það var vonarglæta á par-3 12. brautinni þar sem Tiger fékk fugl úr glompu, en Mickelson lobbaði af 10 metra færi fram hjá holunni. En Mickelson náði að koma tilbaka með löngu par-pútti.
„Ég hélt ég ætti von þarna um miðbik hringsins en það fór á annan veg,“ sagði Tiger.
Heimild: PGA Tour
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024