
Tiger ekki ánægður eftir lokahringinn á Pebble Beach
Tiger Woods hefir átt sínar sögulegu stundir á Pebble Beach. Í gær, sunnudag, átti hann enn eina stjörnustund, en hins vegar stund sem hann vill gjarnan gleyma.
Tiger var 4 höggum á eftir forystunni fyrir lokahringinn á AT&T Pebble Beach National Pro-Am og lauk leik T-15 eftir hring upp á 3 yfir pari, 75 höggum og var 9 höggum á eftir sigurvegaranum , Phil Mickelson.
Þetta var 30. skiptið sem þeir tveir spila saman og Mickelson var með 11 högga betra skor en Tiger á lokahringnum, sem er mesti munur á þeim.
Það voru púttin sem voru veika hlið Woods. Hann tapaði 5 púttum, sem voru innan við 5 fet (2 metra) þ.á.m. nokkur sem bara þurfti rétt að stjaka við til að setja niður. Allt í allt var Tiger á 31 pútti.
„Ég gat bara ekki komið mér í þægilega stöðu þaðan sem ég gat séð púttlínuna,“ sagði Woods. „Ég missti tonn af púttum.“
„Það er frústrerandi. Ég var að líta í -2 til -3 undir pari á fyrstu sex holunum […]…“
Mickelson náði síðan Tiger og fór fram úr honum með 3 fuglum og erni á fyrstu 6 holunum sínum… og leit aldrei aftur.
Tiger átti aldrei tækifæri. Hann missti fugl af 2 m færi á par-5 2. brautinni, en boltinn snerti aldrei holuna og síðan aftur stuttu par-3 sjöundu, þegar púttið hans af 2 fetum fór framhjá. Síðan eftir að hann fékk 2 skolla í röð fór hann að missa af púttum aftur, nú af tæp 2 metra færi á 8. braut og var rétt um 3 metranna á 9. braut eftir slæmt högg úr brautarglompu.
Það var vonarglæta á par-3 12. brautinni þar sem Tiger fékk fugl úr glompu, en Mickelson lobbaði af 10 metra færi fram hjá holunni. En Mickelson náði að koma tilbaka með löngu par-pútti.
„Ég hélt ég ætti von þarna um miðbik hringsins en það fór á annan veg,“ sagði Tiger.
Heimild: PGA Tour
- ágúst. 13. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2022)
- ágúst. 13. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Ben Hogan og Garðar Rafn Halldórsson – 13. ágúst 2022
- ágúst. 13. 2022 | 15:00 Evróputúrinn: Haraldur Franklín á -1 á ISPS Handa World Inv. e. 3. dag
- ágúst. 12. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birgit Henriksen – 12. ágúst 2022
- ágúst. 11. 2022 | 18:00 GSÍ: Fjöldi kylfinga á Íslandi aldrei verið meiri
- ágúst. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Helga Laufey Guðmundsdóttir – 11. ágúst 2022
- ágúst. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ellý Steinsdóttir – 10. ágúst 2022
- ágúst. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erna Elíasdóttir —– 9. ágúst 2022
- ágúst. 9. 2022 | 14:00 Ágúst Ársælsson klúbbmeistari í Svíþjóð
- ágúst. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson —— 8. ágúst 2022
- ágúst. 8. 2022 | 08:00 Evróputúrinn: Callum Shinkwin sigraði á Cazoo Open
- ágúst. 7. 2022 | 20:00 AIG Women’s Open 2022: Ashleigh Buhai sigraði!!!
- ágúst. 7. 2022 | 17:30 Íslandsmótið 2022: Kristján Þór og Perla Sól Íslandsmeistarar 2022!!!
- ágúst. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2022
- ágúst. 7. 2022 | 15:15 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-3 og Bjarki T-35 á Vierumäki Finnish Challenge