Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2012 | 18:00

Hver er kylfingurinn: Jack Nicklaus? (12. grein af 12)

Önnur áhugamál Jack (áframhald)

Memorial mótið heldur mannvinafókus sínum gegnum tengsl við góðgerðarsamtökum í Mið-Ohio.  Sterkust hafa tengsl Jack og Memorial allt frá árinu 1976 verið við Nationwide Children´s Hospital.

Jack Nicklaus (t.v.) ásamt sigurvegara 2011 í Memorial mótinu - Steve Stricker.

Framlög með innheimtast með hjálp 2600 sjálfboðaliða ár hvert renna til barnaspítalans.  Sjóðurinn sem Jack stofnaði tryggir að Central Ohio er með einn af bestu barnaspítölum í öllum Bandaríkjunum. Á Memorial mótinu hafa safnast meira en $5.7 milljónir (684 milljónir íslenskra króna) til stuðnings prógrömmum og þjónustu sem Nationwide Children’s Hospital býður upp á, á þessum mótum frá því farið var af stað með mótið. Árið 2005 lofaði Memorial að það myndi auka framlög sín í meir en $11 milljónir á komandi árum. Sérstök og árangursrík sambönd hefir stofnast til við fyrirtæki og stofnanir á borð við Fore Hope, James Cancer Hospital, Wolfe Associates, The First Tee, Central Ohio Junior Golf Association, Shriners, Lions Club og marga aðra.

Nicklaus og eiginkona hans Barbara eru heiðursforstöðumaður og kona Nicklaus Children’s Health Care Foundation á Norður Palm Beach, í Flórída, sem veitir frí, endurgjaldslaus dýrmæt prógrömm og þjónustu fyrir meira en 4000 börn  og fjölskyldur þeirra á spítölum í gegnum Child Life prógrammið, the Pediatric Oncology Support Team og Safe Kids prógrammið. The Nicklauses stofnaði „The Jake“, sem er pro-am golfmót sem fer fram árlega í  The Bear’s Club í Jupiter, Flórida, til minningar um 17 mánaða barnabarn sitt, sem drukknaði í heitum potti, árið 2005.  Það mót hefir orðið aðalstyrktarmót sjóðsins. Kylfingar á borð við Robert Allenby, Raymond Floyd, Tom Watson, Ian Baker-Finch, Ernie Els, Jay Haas, Johnny Miller, og Gary Player hafa tekið þátt í mótinu. Enginn tekur við greiðslum fyrir þátttöku. Allur ágóði rennur óskiptur til stofnunarinnar, en það hafa verið meira en $3 milljónir (360 milljónir íslenskra króna) s.l. 3 ár.

Nicklaus og generállinn John Shalikashvili, sem kominn er á eftirlaun, en starfaði sem yfirmaður bandaríska heraflans (Chairman of the Joint Chiefs of Staff ) á árunum 1993–97, eru heiðursforstöðumenn fjáröflunar fyrir American Lake Veterans Golf Course í  Tacoma, WA. Fjáröflunin upp á  $4.5 milljónir (540 milljónir íslenskra króna) var hrundið af stað til þss að klára eina golfvöll Bandaríkjanna sem er hannaður til endurhæfingar særðra og fatlaðra hermanna. Sá 9 holu völlur sem til staðar er, er viðhaldið og rekinn af 160 sjálfboðaliðum. Fjármagns er þörf til að bæta við öðrum 9 holum og til að gera endurbætur til að koma til móts við stækkandi hóp hermanna sem notfæra sér völlinn.

Tveggja daga viðburður fór fram í Bighorn Golf Club í Palm Desert, CA, þar sem Nicklaus kom fram en hann notar hönnunarfyrirtæki sitt til að hann holurnar 9, sem koma til með að bera nafn hans the „Nicklaus Nine“. Þegar Jack tilkynnti um framlag sitt (sem metið er á $500,000 (u.þ.b. 60 milljónir íslenskra króna)), sagði Nicklaus: „Það snart mig að sjá þá vinnu sem fram fer á American Lake Veterans Golf Course, þar sem særðir hermenn okkar læra að spila golf með hjálp ótrúlegs hers sjálfboðaliða.” Framlög sem safnast í fjáröfluninni munu verða notuð til að ljúka hönnun á Endurhæfingar- og þjálfunarstöðinnni, til þess að bæta upprunalegu holurnar, til að bæta aðgengi að vellinum, gera upp viðhaldsskúra og klósett og koma til móts við rekstrarkostnað.

Nicklaus á Nicklaus Golf Equipment, sem hann stofnaði árið 1992. Nicklaus Golf Equipment framleiðir vörur undir 3 vörumerkjum: Golden Bear, Jack Nicklaus Signature og Nicklaus Premium. Þessi vörumerki eiga að þjóna kylfingum á mismunandi getustigum.

Jack hefir einnig verið þekktur fyrir að hjálpa ungum kylfingum. Eitt dæmi þess er þegar kanadískur táningur, sem hitti Nicklaus á golfsýningu 1984 hringdi í hann og bað um ráð. Kylfingurinn var rétthentur en spilaði örvhent golf; jafnvel þó hann lofaði góðu með því að slá örvhent hafði honum verið sagt að hann gæti orðið enn betri ef hann slægi sem rétthentur kylfur. Hann skrifaði Jack og bað um ráð. Nicklaus svaraði honum strax og sagði honum að breyta engu ef honum liði vel að spila örvhent golf. Ungi kanadamaðurinn  Mike Weir,  ákvað að halda áfram að slá sem örvhentur kylfingur og sigraði að lokum á Masters. Hann á enn bréfið frá Nicklaus innrammað heima hjá sér.

Eftirprentanir af bréfi Jack Nicklaus til Mike Weir seljast á um $ 400 (50.000 íslenskar krónur).

Leikstíll Jack

Nicklaus var stöðugt meðal högglengstu og beinustu kylfinga á PGA Tour á hápunkti ferils síns. Snemmbúið dæmi var þegar hann vann opinberu sleggju-keppnina árið 1963 á PGA Championship risamótum þegar hann sló 341 yarda og 17 þumlunga (312 meters). Þetta met stóð í meira en 20 ár. Í uppáhaldi hjá Jack var fade (þ.e. að móta boltaflugið frá vinstri til hægri) þar sem boltinn stoppaði fljótt með þessu móti á hörðum og hröðum flötunum. Annar þáttur í ákvörðun hans á að beita þessari tækni var lengdin sem hann hafði því hann var venjulega inni á flöt á löngum par-4 og par-5 brautum í 2 höggum. Jack telur að lengsta dræv sitt í móti sé á lokahring Masters 1964 á 15. braut, það sem hann átti bara eftir 160 yarda (146 metra) á 500 yarda (457 metra) par-5 brautinni. Hann yfirsló flötina með 8- járni.

Eftir því sem leið á feril Jack þróaði hann líka með sér hæfileikann að slá frá hægri-til-vinstri, þ.e. stjórnað draw þegar hann þurfti þess með. Þegar Jack byrjaði sló hann boltann hátt en hann gat líka slegið bolta sem flugu lágt ef þess var þörf eftir að hann öðlaðist reynslu sem atvinnumaður.

Árið 1968, á IBM var fyrsta mótið sem PGA Tour hélt tölfræði en það varð ekki að venju næstu árin.  Nicklaus var í forystu í tvennu á 1968 keppnistímabilinu: hann var með meðalhögglengd um 275 yarda (251 metra) og hitti 75% flata á tilskildum höggafjölda, en miklu munaði á honum og næstu keppinautum.

Jafnvel þó að ekki hafi verið haldið utan um opinbera PGA Tour tölfræði fyrr en á árinu 1980 þá var Nicklaus mjög stöðugt leiðandi í að hitta flatir á tilskyldum höggafjölda það ár, sem sýndi að hann hafði yfirburða stjórn á löngum og miðjárnum. Reyndar var Nicklaus á topp-6 lista allt til ársins 1985, sem var langbesta árið hans. Nicklaus var einnig í 10. sæti í högglengd í 13. sæti í nákvæmni högga árið 1980, þá 40 ára, sem leiddi til „Total Driving“ stuðulsins 23 – sem er tölfræðistig sem ekki hefir náðst síðan, með þægilegu bili. Nicklaus var leiðandi til ársins 1982. Eitt lykilatriði í hæfileikum Nicklaus að slá og heildarkrafti hans var óviðjafnanlegur sveifluhraði hans. Tom Watson vísaði til þess þegar hann sagði að það væri mesti styrkur hans auk hæfileikans að vera smooth. Þetta reyndist vera kostur, sérstaklega undir pressu og varð til þess að hann náði frábærri lengdarstjórn með járnunum.

Nicklaus var líka þekktur fyrir gott skipulag sitt á golfvellinum. Hann skipulagði hvert högg til þess að fá út hagstæðustu útkomu og bestu legu fyrir næsta högg og miðaði venjulega á að fá boltann í jafna legu til að eiga auðveld aðhögg miðað við uppáhalds boltamótunarflug sitt. Hann hélt stundum aftur af krafti til þess að ná sem hagstæðastri legu, en byggði síðan á krafti í hagstæðari legu, þannig að hann gat slegið með 3-tré eða 1-jánri af teig með aukinni nákvæmni til þess að sneiða hjá vandræðum, með nógri lengd til þess að halda í við dræv flestra keppinauta.

Gott dæmi um þetta var lokahringurinn á Opna breska í Muirfield á 17. braut, sem er 485 metra par-5 braut. Nicklaus  þurfti að fá fugl, en holan var umlukin háu röffi og Jack að spila í meðvindi á mjög hörðum vellinum. Hann notaði 3-járn af teig og sló 290 yarda (265 metra), sló síðan með 5-járni, (220 metra) á flöt og tvípúttaði fyrir fuglinum, fékk par á lokaholunni og vann titilinn. Nicklaus var fyrsti atvinnumaðurinn sem skráði niður fjarlægðir með stöðugum og skipulögðum hætti. Mestallan feril sinn var Nicklaus ekki þekktur fyrir wedge-spil sitt þannig að hann reyndi oft að forðast wedge högg sem þurftu minna en fulla sveiflu. Gary Playr sagði að Nicklaus „hefði besta hugarfarið sem leikurinn hefði nokkru sinni kynnst.”

Þó hann væri ekki frábær í púttunum þá var hann oft fær um að setja niður mikilvæg pútt þegar hann þarfnaðist þeirra.  Pútt Nicklaus voru virt af andstæðingum. Hann þótti líka varkár kylfingur stundum […] Þetta var sérstaklega auðsætt á flötunum þegar hann kaus oft að vera minna aggressívur til þess að tryggja auðvelt tvípútt. Nicklaus fjallaði um þetta í sjálfsævisögu sinni. „Ég var fínn tví-púttari, en stundum of mikið í vörn – of áhyggjufullur að þrípútta -ég tók ekki pútt sem ég hefði líklega átt að taka.

Jack hefir ekki bara tekið við fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir afrek sín á golfsviðinu heldur er einnig viðstaddur þegar aðrir kylfingar eru heiðraðir - Hér þegar golffréttamenn völdu Erik Comptom handhafa Ben Hogan verðlaunanna 2011.

Verðlaun og viðurkenningar Jack

Eftir fyrsta árið sitt á PGA Tour árið 1962 hlaut Nicklaus viðurkenninguna Nýliði ársins á PGA. Eins hlaut hann viðurkenninguna PGA kylfingur ársins fimm sinnum og var 8 sinnum á toppi peningalista PGA Tour. Hann hefir einnig fengið Bob Jones Award og Payne Stewart Award, meðal annarra.

Nicklaus hlaut inngöngu í frægðarhöll kylfinga og var meðal þeirra fyrstu inn þar árið 1974. Eins fékk hann inngöngu í frægðarhöll kylfinga í Kanada, 1995. Hann var á 5 punda seðli gefnum út af Royal Bank of Scotland, og varð þar með fyrsti einstaklingurinn utan konungsfjölskyldunnar til þess að vera á breskum seðli.

Á campus The Ohio State University er Jack Nicklaus safn í heimabæ hans í Columbus, Ohio. Safnið opnaði árið 2002 og er einstakt í sinni röð , 24,000-square-foot (2,200 m2) stórt og býður upp á yfirgripsmikla sýn á líf og feril Jack Nicklaus innan og utan golfvallarins, sem og að golfsögunni og golfgoðsögnum er gefinn gaumur.

Nicklaus hefir þann sjaldgæfa heiður að vera punkturinn yfir i-ið í „Script Ohio„, sem er merki  the Ohio State University Marching Band, og hlaut hann þann heiður á heimaleik Ohio State gegn Minnesota 28. október 2006, en þetta er æðsti heiður sem meðlimi utan lúðrasveitarinnar er veittur. Nicklaus var sá 5. til að hljóta þessa heiðursviðurkenningu. Aðrir sem hafa hlotið hana á undan honum eru Bob Hope og Woody Hayes.  Í Ohio State University varð Nicklaus í Phi Gamma Delta.

Saman með Annika Sörenstam, varð Nicklaus alþjóðasendiherra alþjóða golfsamtakanna árið 2008 og hafði mikil áhrif á að golf varð keppnisgrein á Ólypíuleikunum 2016 og 2020. Golf var síðast keppnisgrein á Olympíuleikunum  árið 1904 í  St. Louis, þegar Bandaríkin og Kanada voru einu löndin sem kepptu. Alþjóðaólympíunefndin samþykkti að golf yrði keppnisgrein með 63 atkvæðum gegn 27, auk þess sem 2 sátu hjá.

Í ágúst 2009 tilkynnti Augusta National  að Jack Nicklaus myndi ásamt Arnold Palmer slá heiðursupphafshöggin á Masters mótinu árið 2010. Nicklaus varð sá 8. til þess að slá slíkt upphafshögg en þessi hefð á rætur að rekja aftur til árisins 1963, þegar Nicklaus vann fyrsta græna jakkann sinn.  […]

 

Helstu afrek á ferli Jack Nicklaus

Á ferli sínum á PGA Tour van Jack sér inn 18 risatitla, sem er met og eins vann hann 73 sinnum á PGA Tour, en aðeins Sam Snead hefir unnið fleiri sigra. Jack er einnig með metið yfir flesta sigra á Masters (þar sigraði hann 6 sinnum) og eins Players (3 sinnum)  eins og hefir komið fram í undanfarandi greinum um Jack Nicklaus). Jack spilaði í 6 Ryder bikars liðum f.h. Bandaríkjanna var fyrirliði fyrir bandaríska Ryder bikars liðið tvisvar, spilaði í Forsetabikarnum 4 sinnum og var á toppi peningalista PGA Tour í alls 8 ár. Á 24 keppnistímabilum í röð (frá 1960 – 1983) var hann a.m.k. með 1 topp-10 árangur í risamótum, sem er met.

Stutt yfirlit í lokin yfir helstu sigra Jack í golfinu:

PGA Tour sigrar (73)

Aðrir sigrar (22)

Senior Tour sigrar (10)

Aðrir öldungamótssigrar (11)

Hér að síðustu er: Listi yfir helstu afrek á ferli Jack Nicklaus

Heimild: Wikipedia