Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2012 | 14:30

Afmæliskylfingur dagsins: Roope Kakko – 13. febrúar 2012

Finnski atvinnukylfingurinn Roope Kakko fæddist 13. febrúar fyrir 30 árum í Espoo, Finnlandi og á því stórafmæli í dag. Hann byrjaði að spila golf 5 ára. Hann gerðist atvinnumaður í kjölfarið á sigri sínum á Volvo Finnish Open á Áskorendamótaröðinni 2004. Hann hlaut fullan þátttökurétt á Evrópumótaröðinni fyrir sigur sinn og er 3. áhugamaðurinn til að sigra á Áskorendamótaröðinni. Hann spilaði næstu 5 keppnistímabil á þeirri röð og var besti árangur hans 27. sæti á peningalistanum árið 2008, þegar hann varð 2 sinnum í 2. sæti. Góð frammistaða hans á Áskorendamótaröðinni veitti honum þátttökurétt á nokkrum mótum Evrópumótaraðarinar og hann nýtti sér tækifærin 2009 þegar hann varð tvívegis í röð með 10 efstu á mótum mótaraðarinnar þ.e BMW Italian Open og 3 Irish Open. Þrátt fyrir góðan árangur spilaði Roope enn á Áskorendamótaröðinni 2010 en í lok þess árs komst hann í gegnum Q-school og spilaði eingöngu á Evrópumótaröðinni í fyrsta sinn í fyrra. Nú í ár spilar hann bæði á Áskorenda og Evrópumótaröðinni.

Ástin blómstraði á Gamlársdag 2011 þegar Minea og Roope giftu sig.

Roope kvæntist W-7 módelinu og löndu sinni Mineu Blomqvist, sem spilar á LPGA í Bandaríkjunum. Saman eiga þau soninn Elmeri.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Patty Berg, 13. febrúar 1918-d. 10. september 2006; Michael Hoey, 13. febrúar 1979 (33 ára) og …

F. 13. febrúar 1977 (35 ára)
Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is