GKJ: Ingi Rúnar Gíslason hættir sem íþróttastjóri Golfklúbbsins Kjalar
Í gær bárust fréttir um að Ingi Rúnar Gíslason sé að hætta sem íþróttatjóri Golfklúbbsins Kjalar. Hann hefir starfað hjá GKJ í 9 ár og er m.a. klúbbmeistari GKJ á s.l. ári, 2011. Þegar Golf 1 innti Gísla Rúnar um aðdraganda þess að hann sé að hætta, sagði hann: „Ég vil sem minnst segja um þetta mál. Það kemur yfirlýsing frá stjórn GKJ. Þeir segja að þetta sé launamál, en ég vil segja sem minnst um það á þessu stigi.“ En hvað ætlar Ingi Rúnar að gera í framhaldinu, hvað tekur við? „Ég ætla bara að leika mér í golfi í sumar og leita mér að vinnu. Það er enginn Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn lauk leik á NorthropGrumman Regional Challenge
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, bætti sig um 1 högg milli hringja í gær þegar hún kom í hús á 78 höggum á NorthropGrumman Regional Challenge háskólagolfmótinu sem fram fór í Palos Verdes s.l. 3 daga. Alls spilaði Ólafía Þórunn á +18 yfir pari, á samtals 231 höggi (74 79 78). Hún deildi 46. sæti með 2 öðrum Rachel Morris frá Sourthern Cal háskólanum og Rachael Watton frá Denver. Cheynne Woods, liðsfélagi Ólafíu Þórunnar var á +15 yfir pari, 228 höggum (72 77 79) og besta skori stúlknanna úr Wake Forest. Wake Forest háskólinn varð í 15. og neðsta sæti í liðakeppninni og munaði 2 höggum á honum og næstneðsta skóla. Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA Tour 2012: nr. 9 – Daníel Summerhayes
Daníel Summerhayes fæddist 2. desember 1983 í Farmington, Utah og er því 28 ára. Hann deildi 18. sætinu í PGA Q-school nú s.l. desember ásamt 5 öðrum kylfingum þeim Patrick Sheehan, Scott Dunlap, Greg Owen og síðan Will Claxton og Edward Loar sem þegar hafa verið kynntir. Daníel kemur úr þekktri golffjölskyldu í Bandaríkjunum Hann byrjaði að spila golf fyrir tilstuðlan pabba síns. Eftirminnilegasta jólgjöf segir hann hafa verið Ping Eye-2 beryllium járnasett, sem hann fékk þegar hann var 12 ára. Eldri bróðir Daníel, Boyd spilaði bæði á PGA Tour og Nationwide Tour og Daníel segir bróður sinn og pabba fyrirmyndir sínar. Frændi hans Bruce Summerhays spilaði á Champions Tour Lesa meira
Ferð með golfkennaranemum PGA á Íslandi til Costa Ballena 24.-31. mars n.k.
PGA setur upp golfskóla á Spáni, mars 2012 -Nú býðst hinum almenna kylfingi stórkostlegt tækifæri að eyða sex dögum með mörgum af okkar bestu kylfingum. Hópur golfkennaranema er að fara til Costa Ballena 24.-31. mars n.k. og kylfingum býðst að fara í golfskóla til þeirra. Golfskólinn er hugsaður bæði fyrir byrjendur og þá sem lengra eru komnir. Það er 1 kennaranemi, sem kennir hóp 4 kylfinga, þannig að gæðin á golfkennslunni eru einstök, þar sem hver og einn fær mikla athygli. Golfskólinn verður eins og segir á Costa Ballena og er æfingasvæðið eitt hið besta í Evrópu. Prógrammið er stíft fyrir þá sem hafa metnað fyrir því að ná sem Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Jane Seymour – 15. febrúar 2012
Það er leikkonan Jane Seymour (sem heitir réttu nafni Joyce Penelope Wilhelmina Frankenberg) sem er afmæliskylfingur dagsins. Hún fæddist 15. febrúar 1951 og er því 61 árs í dag. Jane er fjórgift og á 4 börn: Katherine (1982) og Sean Flynn (1986) með eiginmanni nr. 3, David Flynn. Hún var 43 ára þegar hún reyndi aftur að eignast að eignast barn með eiginmanni nr. 4, James Keach og eftir 2 fósturlát eignaðist hún loks tvíburana Kris og John 1995, næstum 45 ára. Strákana sína nefndi hún eftir fjölskylduvinunum Christopher Reeves og Johnny Cash. Hún var Bond stúlkan árið 1973 í Bond-myndinni Live and Let Die og lék í sjónvarpsmyndaröðinni Dr. Lesa meira
Sólskinstúrinn: Dimension Data Pro-Am hefst á morgun
Fyrstu 3 mót Sólskinstúrsins á árinu eru að baki, en fyrstu tvö Africa Open og Joburg Open eru jafnframt hlutar af Evrópumótaröðinni. Svo sem mönnum er í fersku minni var það sigurvegari Opna breska, Louis Oosthuizen sem sigraði á Africa Open 2012, átti 2 högg á landa sinn Tjaart Van der Walt. Svo var það Suður-Afríkumaðurinn Branden Grace sem vann Joburg Open í ár, átti 1 högg á Skotann Jamie Elson og vann síðan 2. mót sitt á Evrópumótaröðinni vikunni á eftir, Volvo Golf Champions, sem er mót sigurvegarana á Evrópumótaröðinni. Glæsilegur árangur það! Seinni part janúar fór síðan suður-afríska Q-school fram og á morgun hefst annað af 2 mótum, sem Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn spilaði á 79 höggum á 2. hring NorthropGrumman Regionals Challenge
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir kom í hús á +8 yfir pari, 79 höggum í gær á NorthropGrumman Regionals Challenge mótinu sem fram fer í Palos Verdes golfklúbbnum á Palos Verdes Estates dagana 13.-15. febrúar. Alls er Ólafía Þórunn því búin að spila á +11 yfir pari, 153 höggum (74 79) og deilir 44. sætinu með 3 öðrum, en 80 kylfingar taka þátt frá 15 háskólum. Frænka Tiger, Cheynne Woods lék sem fyrr best allra í liði Wake spilaði 2. hring á +6 yfir pari, 77 höggum og deilir 26. sætinu með 5 öðrum. Í efsta sæti fyrir lokadaginn er Lindy Duncan úr Duke á samtals -2 undir pari, 140 höggum (69 71). Lokahringurinn Lesa meira
Um 27.000 Íslendingar keyptu golf á ferð um Ísland sumarið 2011
Samkvæmt niðurstöðum könnunar Ferðamálastofu meðal innlendra ferðamanna árið 2011 þá segjast 90% Íslendinga eldri en 18 ára hafa ferðast um Ísland og 12,7% þeirra hafa keypt sér golf á ferðalagi um Ísland. Þessi niðurstaðan er heldur lakari en árið 2010 en þá sögðust 14,1% hafa spilað golf á innlendum ferðalögum. Sjálfsamt má rekja ástæðuna þess til slaks veðurfars framan af sumri í fyrra. Golfið er samt sem áður ein mest keypta afþreying á ferðalögum Íslendinga innanlands. Þegar skoðað er hvernig skipting milli kynja kemur út þegar spurt er um golf kemur í ljós að 16,2 % karla sem voru á ferðinni á síðasta ári keyptu golfhring, en 9,2% kvenna. Í Lesa meira
GO: Ingibjörg, Laufey og Sigríður María efstar á púttmótaröð GO eftir 6 púttmót
Mánudaginn 13. febrúar fór fram 6. púttmót GO kvenna. Þann 16. mars n.k. að loknum 10 umferðum verður púttdrottning Odds krýnd á kvennakvöldi Odds. Úrslit úr púttmótinu voru eftirfarandi: 1. sæti Ingibjörg Bragadóttir 29 pútt 2.-3. sæti Hildur Pálsdóttir 31 pútt 2.-3. sæti Jóhanna Olsen 31 pútt 4.-5. sæti Laufey Sigurðardóttir 32 pútt 4.-5. sæti Sybil Kristinsdóttir 32 pútt 6.-10. sæti Aldís B. Arnardóttir 33 pútt 6.-10. sæti Andrea K. Guðmundsdóttir 33 pútt 6.-10. sæti Guðrún Kristinsdóttir 33 pútt 6.-10. sæti Lilja Ólafsdóttir 33 pútt 6.-10. sæti Ragnheiður Ragnarsdóttir 33 pútt Staðan þegar tekin eru 3 bestu skor úr 6 mótum er eftirfarandi: 1.-3. sæti Ingibjörg Bragadóttir 93 pútt 1.-3. sæti Laufey Lesa meira
Asíutúrinn: Mardan Mamat sigraði á ICTSI Philippine Open
Það var hinn 44 ára Mardan Mamat frá Singapore (sem á sama afmælisdag og Hlynur Geir Hjartarson, GOS), sem sigraði á ICTSI Philippine Open s.l. sunnudag og batt þar með enda á 6 ára sigurleysi sitt. Þetta er 3. sigur Mamat á Asíutúrnum. Mamat lauk keppni á 4. hring á -1 undir pari þ.e. 71 höggi á Austurvelli Wack Wack Golf and Country Club’s og var samtals á 280 höggum. Kóreanski kylfingurinn Mo Joong-kyung ógnaði sigri Mamat um skeið en lauk leik á 74 höggum og varð í 2. sæti en Filipseyingurinn Antonio Lascuna var á 69 höggum og deildi 3. sæti með Japananum Azuma Yano, sem lauk leik á 70 höggum. Golfið er Lesa meira








