Golfskálinn á Grænanesvelli á Neskaupsstað.
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 15. 2012 | 07:00

Um 27.000 Íslendingar keyptu golf á ferð um Ísland sumarið 2011

Samkvæmt niðurstöðum könnunar Ferðamálastofu meðal innlendra ferðamanna árið 2011 þá segjast 90% Íslendinga  eldri en 18 ára hafa ferðast um Ísland og 12,7% þeirra hafa keypt sér golf á ferðalagi um Ísland. Þessi niðurstaðan er heldur lakari en árið 2010 en þá sögðust 14,1% hafa spilað golf á innlendum ferðalögum.  Sjálfsamt má rekja ástæðuna þess til slaks veðurfars framan af sumri í fyrra. Golfið er samt sem áður ein mest keypta afþreying á ferðalögum Íslendinga innanlands.

Þegar skoðað er hvernig skipting milli kynja kemur út þegar spurt er um golf kemur í ljós að 16,2 % karla sem voru á ferðinni á síðasta ári keyptu golfhring, en 9,2% kvenna. Í lokin má leika sér með tölur og gera ráð fyrir að þessi hópur hafi að meðaltali keypt tvo hringi hver og greitt að meðaltali 3000 kr fyrir hringinn þá hafa Íslendingar  greitt í vallargjöld utan heimaklúbbs sumarið 2011 um 160 milljónir króna.

Heimild: golf.is