Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2012 | 06:00

Evrópu- og Asíutúrinn: Alejandro Canizares og Peter Whiteford efstir á Avantha Masters á Indlandi eftir 1. dag

Í gær hófst í Delhi Golf & Country Club í Nýju-Delhi á Indlandi Avantha Masters mótið, sem er sameiginlegt mót  Asíutúrsins og Evrópumótaraðarinnar. Eftir 1. dag eru  það Spánverjinn Alejandro Cañizares og Skotinn Peter Whiteford sem leiða en báðir komu í hús á -6 undir pari, 66 höggum. Í 3. sæti er ítalski kylfingurinn Federico Colombo, sem lék einu höggi síður en þeir kumpánar Cañizares og Whiteford, þ.e. var á -5 undir pari. John Daly er einn 132 keppenda en hætti keppni eftir hring upp á 79 högg. Það var trjárót á 9. braut sem var eitthvað að þvælast fyrir honum og þegar hann sló af fullu afli í bolta sinn hafði það Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2012 | 20:30

Nýju strákarnir á PGA Tour 2012: nr. 10 – Greg Owen

Gregory Clive Owen fæddist í Mansfield, Notthinghamshire, 19. febrúar 1992 og á því fertugsafmæli eftir 3 daga. Þegar hann var 13 ára var hann tennisleikari nr. 1 í Notthinghamshire. Eiginkona hans Jacqui er fimleikakona. Hann gerðist atvinnumaður  1992 og komst á Evróputúrinn í gegnum Q-school 1997. Hann varð meðal efstu 100 á stigalista Evrópumótaraðarinnar (Order of Merit) á hverju ári frá 1998 -2004 og vann sinn fyrsta sigur á Evróputúrnum árið 2003 á Daily Telegraph Damovo British Masters í 158. mótinu, sem hann tók þátt í. Á Opna breska 2001 varð Owen aðeins 6.kylfingurinn í sögu mótsins til þess að fá albatross á par-5 11. holunni á Royal Lytham vellinum. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2012 | 18:00

GOS:„Golf er fyrir alla“ eftir Hlyn Geir Hjartarson, framkvæmdastjóra GOS

Á heimasíðu Golfklúbbs Selfoss (GOS) er góð grein eftir framkvæmdastjóra GOS og einn af okkar fremstu kylfingum: „Það hefur valdið mér, sem golfkennara og framkvæmdarstjóra GOS,  hugarangri hvers vegna stúlkur á öllum aldri velja sér ekki golf sem íþrótt, útivist og áhugamál. Það vantar stúlkur í klúbbinn okkar, hlutfall kvenna í klúbbnum er allt of lítið. Reyndar er þetta landlægt vandamál og jafnvel á heimsvísu.  Golf er þess eðlis að það er einfaldlega aldrei of seint að byrja spila golf. Auðvitað hjálpar að byrja snemma, en það þarf ekki að vera vísir að árangri. Ekki eru allir með sömu markmið í sínu golfi, sumir vilja spila golf með vinum, maka, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2012 | 14:45

Myndaseríur og úrslit: 4 mót á Arionbanka mótaröð unglinga 2011

Alls voru 6 mót spiluð á Arionbanka mótaröð unglinga árið 2011.. Hér á eftir má sjá eftirfarandi myndaseríur af mótum þeim 4 mótum sem Golf 1 fylgdist með: 1. ARIONBANKA MÓTARÖÐ UNGLINGA GSÍ HJÁ GHR, 21. MAÍ 2011 (1. MÓT) 2. ARIONBANKAMÓTARÖÐ UNGLINGA GSÍ HJÁ GS, 4. JÚNÍ 2011 (2. MÓT) 3. ARIONBANKAMÓTARÖÐ UNGLINGA GSÍ HJÁ GKG, 18. JÚNÍ 2011 (3. MÓT) 4. ARIONBANKAMÓTARÖÐ UNGLINGA GSÍ Í GRAFARHOLTINU – ÍSLANDSMÓT  (5.MÓT) Hér má síðan sjá úrslit í öllum mótunum: Arionbankamótaröð unglinga GSÍ hjá GHR, 21. maí 2011 – Helstu úrslit: Stelpur 14 ára og yngri: 1 Ragnhildur Kristinsdóttir GR 9 F 42 37 79 9 79 79 9 2 Karen Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2012 | 14:32

Arionbankamótaröð GSÍ hjá GKG – 18. júní 2011

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2012 | 14:31

Arionbankamótaröð GSÍ hjá GS – 4. júní 2011

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2012 | 14:30

Arionbankamótaröð GSÍ hjá GHR – 21. maí 2011

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2012 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hjörleifur Bergsteinsson – 16. febrúar 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Hjörleifur G. Bergsteinsson, úr Golfklúbbnum Keili. Hjörleifur er fæddur 16. febrúar 1992 og á því 20 ára stórafmæli í dag. Hjörleifur spilaði m.a. á Eimskipsmótaröðinni s.l. sumar og lagði sitt að mörkum að halda karlasveit GK í 1. deild á Íslandsmóti í sveitakeppni GSÍ 2011, en sveitin hafnaði í 6. sæti. Eins tók hann þátt í Gator American Junior mótinu í Ponte Vedra, Flórída um jólaleytið s.l. en mótið er hluti World Junior Golf Series. Þátttakendur voru 75 frá 25 þjóðlöndum. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Peter Corsar Anderson, f. 16. febrúar 1871 – d. 26. ágúst 1955; Donald Ray Seachrest, f. 16. febrúar 1933 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2012 | 12:00

LPGA: Ai Miyazato efst á Honda LPGA Thaíland 2012 eftir 1. dag

Það er hin japanska Ai Miyazato, sem leiðir eftir 1. dag Honda LPGA Thailand 2012 mótsins, en það byrjaði fyrr í morgun í Siam Country Club, í Chonburi. Spilað er á Pattaya Old Course.  Ai kom inn á 67 höggum, spilaði skollafrítt og fékk 5 fugla. Í 2 sæti eru 5 kylfingar allar á 68 höggum aðeins 1 höggi á eftir forystukonunni.Þetta eru: Anna Nordqvist frá Svíþjóð, Karrie Webb frá Ástralíu og síðan 3 stúlkur frá Suður-Kóreu: Se Ri Pak, Na Yeon Choi og Amy Chang. Sjöunda sætinu deila þær Christel Boeljon, frá Hollandi, sem sigraði nú nýverið á RACV Australian Ladies Masters og sú sem vann Q-school LPGA s.l. desember, Lesa meira