Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2012 | 11:00

GKJ: Ingi Rúnar Gíslason hættir sem íþróttastjóri Golfklúbbsins Kjalar

Í gær bárust fréttir um að Ingi Rúnar Gíslason sé að hætta sem íþróttatjóri Golfklúbbsins Kjalar. Hann hefir starfað hjá GKJ í 9 ár og er m.a. klúbbmeistari GKJ á s.l. ári, 2011.

Þegar Golf 1 innti Gísla Rúnar um aðdraganda þess að hann sé að hætta, sagði hann: „Ég vil sem minnst segja um þetta mál. Það kemur yfirlýsing frá stjórn GKJ. Þeir segja að þetta sé launamál, en ég vil segja sem minnst um það á þessu stigi.“

En hvað ætlar Ingi Rúnar að gera í framhaldinu, hvað tekur við?

„Ég ætla bara að leika mér í golfi í sumar og leita mér að vinnu.  Það er enginn golfklúbbur að ráða eins og stendur og ég bíð bara eftir að einhverjar dyr opnist í haust. Ég verð líklega með einkakennslu og í einhverjum tilfallandi verkefnum.“

Varðandi, það að Kristján Þór Einarsson, hætti líka í GKJ sagði Ingi Rúnar: „Það er hans val. Það lítur ekki vel út með að kennari sé að koma í GKJ – ef metnaður klúbbsins er ekki á sama stað og leikmanna, þá er eðlilegt að þeir hugsi sér til hreyfings. Eins og staðan er núna þá gæti vel verið að fleiri afrekskylfingar séu að yfirgefa starfið.“

Aðspurður hvað hann vildi sjá gerast í framtíðinni hjá GKJ sagði Ingi Rúnar: „Ég vil að góður golfkennari taki við og ég hef aðstoðað klúbbinn við að finna eftirmann minn, en það er ekki auðvelt að koma inn í starfið.“

Ingi Rúnar er trúlofaður Maríu Pálsdóttur og þau eiga 3 börn.