Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Wake Forest. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 15. 2012 | 07:15

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn spilaði á 79 höggum á 2. hring NorthropGrumman Regionals Challenge

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir kom í hús á +8 yfir pari, 79 höggum í gær á NorthropGrumman Regionals Challenge mótinu sem fram fer í Palos Verdes golfklúbbnum á Palos Verdes Estates dagana 13.-15. febrúar.  Alls er Ólafía Þórunn því búin að spila á +11 yfir pari, 153 höggum (74 79) og deilir 44. sætinu með 3 öðrum, en 80 kylfingar taka þátt frá 15 háskólum.

Frænka Tiger, Cheynne Woods lék sem fyrr best allra í liði Wake spilaði 2. hring á +6 yfir pari, 77 höggum og deilir 26. sætinu með 5 öðrum.

Í efsta sæti fyrir lokadaginn er Lindy Duncan úr Duke á samtals -2 undir pari, 140 höggum (69 71). Lokahringurinn verður spilaður í dag og verður spennandi að sjá hvort Wake bætir stöðuna en háskólinn er sem stendur neðstur af þeim háskólum, sem þátt taka í keppninni.

Til þess að sjá stöðuna á NorthropGrumman Regional Challenge eftir 2. dag, smellið HÉR: