
Sólskinstúrinn: Dimension Data Pro-Am hefst á morgun
Fyrstu 3 mót Sólskinstúrsins á árinu eru að baki, en fyrstu tvö Africa Open og Joburg Open eru jafnframt hlutar af Evrópumótaröðinni. Svo sem mönnum er í fersku minni var það sigurvegari Opna breska, Louis Oosthuizen sem sigraði á Africa Open 2012, átti 2 högg á landa sinn Tjaart Van der Walt.
Svo var það Suður-Afríkumaðurinn Branden Grace sem vann Joburg Open í ár, átti 1 högg á Skotann Jamie Elson og vann síðan 2. mót sitt á Evrópumótaröðinni vikunni á eftir, Volvo Golf Champions, sem er mót sigurvegarana á Evrópumótaröðinni. Glæsilegur árangur það!
Seinni part janúar fór síðan suður-afríska Q-school fram og á morgun hefst annað af 2 mótum, sem fram fara á Sólskinstúrnum í febrúar: The Dimension Data Pro-Am.
Spilað er á einum flottasta golfvelli Suður-Afríku, Fancourt í George og er það 2. árið í röð sem mótið er haldið þar. Reyndar eru 3 golfvellir á Fancourt the Links, Montagu og Outeniqua og mun verða spilað á þeim öllum. (Svipað og á AT&T National Pro-Am, þar sem spilað er á Spy Hills, Monterey og Pebble Beach).
Dimension Data Pro-Am hefir verið haldið allt frá árinu 1996 (í 16 ár) og voru fyrstu 2 mótin hluti af Evrópumótaröðinni, en eru það ekki lengur. Þetta er eitt virtasta mótið á dagskrá Sólskinstúrsins og hefir laðað að sér kylfinga í fremstu röð s.s. núverandi nr. 2 á heimslistanum Lee Westwood, fyrrum nr. 1 á heimslistanum Nick Price og risamótasigurvegarana suður-afrísku Trevor Immelman, Retief Goosen og Louis Oosthuizen.
Sá sem á titil að verja er Hennie Otto. Hann átti frábæran lokahring í fyrra upp á 68 högg og sigraði James Kingston, með 4 höggum.
Árinu þar áður sigraði Darren Fichardt en hann hafði áður sigrað mótið árið 2004. Hann hafði betur gegn sjálfum Louis Oosthuizen, sigraði með 1 höggi eftir að hafa fengið fugla á síðustu 2 holurnar.
Hér má sjá lista yfir sigurvegara Dimension Data Pro-Am allt frá upphafi:
Ár | Sigurvegarar | Skor |
2011 | Hennie Otto | 273 (-16) |
2010 | Darren Fichardt | 273 (-16) |
2009 | Deane Pappas | 268 (-20) |
2008 | James Kamte | 277 (-11) |
2007 | Louis Oosthuizen | 277 (-11) |
2006 | Alan McLean | 285 (-3) |
2005 | Simon Wakefield | 279 (-9) |
2004 | Darren Fichardt | 278 (-10) |
2003 | Trevor Immelman | 271 (-17) |
2002 | Retief Goosen | 268 (-20) |
2001 | Darren Clarke | 274 (-14) |
2000 | Lee Westwood | 274 (-14) |
1999 | Scott Dunlap | 273 (-15) |
1998 | Nick Price | 276 (-12) |
1997 | Nick Price | 268 (-20) |
1996 | Mark McNulty | 282 (-6) |
Heimild: The Sunshine Tour
- janúar. 17. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birnir Valur Lárusson – 17. janúar 2021
- janúar. 17. 2021 | 07:00 PGA: Brendan Steele leiðir f. lokahringinn á Sony Open
- janúar. 16. 2021 | 20:00 Eru Phil og Tiger vinir?
- janúar. 16. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (3/2021)
- janúar. 16. 2021 | 19:30 DeChambeau forðast að ræða tengsl sín við Trump
- janúar. 16. 2021 | 18:00 Ingi Þór Hermannsson heiðraður á Íþróttahátíð Garðabæjar
- janúar. 16. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Kristján Þór Gunnarsson – 16. janúar 2021
- janúar. 16. 2021 | 08:00 PGA: Taylor tekur forystuna í hálfleik
- janúar. 15. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Sirrý Hallgríms — 15. janúar 2021
- janúar. 15. 2021 | 09:00 PGA: 3 efstir & jafnir e. 1. dag Sony Open
- janúar. 15. 2021 | 08:00 Angel Cabrera handtekinn af Interpol í Brasilíu
- janúar. 14. 2021 | 20:49 Svar Kevin Kisners við því hvort hann geti sigrað hvar sem er
- janúar. 14. 2021 | 20:00 PGA: Pebble Beach mótið spilað án áhugamannanna vegna Covid
- janúar. 14. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Henriksen og Gunnar Smári Þorsteinsson – 14. janúar 2021
- janúar. 14. 2021 | 10:00 GSÍ: Reglur varðandi framkvæmd æfingar og keppni á Covid tímum