Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2012 | 16:00

Golfútbúnaður: Nýi Puma Cell Fusion golfskórinn

Vorið nálgast óðfluga og það er fátt skemmtilegra en að standa úti á golfvelli í nýjum golfskóm eftir langt golfleysi vetrarsvartnættisins. Meðal nýrra golfskóa 2012 eru golfskórnir, sem bandarísku kylfingarnir Blair O´Neil og Rickie Fowler auglýsa: Puma Cell Fusion. Þeir koma í 4 litaútgáfum þar sem grunnliturinn er alltaf svartur og hvítur og síðan er hægt að velja um bláa og appelsínugula, sem eru standardinn og síðan græna og gula (Special Edition golfskó, þ.e. þetta eru skór sem eru í takmarkaðra upplagi). Puma Cell Fusion er næsta kynslóð af golfskóm, sem er hannaður skv. nýrri iCell tækni Puma og er með sexhyrnda þætti í innri kjarna miðsólans til þess að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2012 | 15:00

EPD: Stefán Már lauk leik í 16. sæti á Open Mogador í Marokkó

Stefán Már Stefánsson, GR, spilaði 3. og síðasta hring á Open Mogador í Essaouira, í Marokkó. í dag. Hann kom í hús á +6 yfir pari, 78 höggum.  Samtals spilaði Stefán Már á +10 yfir pari, 226 höggum (80 68 78) og lauk leik í 16. sæti. Glæsilegt hjá Stefáni Má, því aðstæður til golfleiks í Marokkó voru erfiðar í dag og skor keppenda há. Bandaríkjamaðurinn Timothy Andrea O’Neal sigraði í mótinu á +3 yfir pari, samtals 219 höggum (70 76 73). Til þess að sjá úrslitin á Open Mogador smellið HÉR:                                         Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2012 | 14:00

GK: Ólöf Baldursdóttir og Edda Jónasdóttir voru efstar á 5. púttmóti Keiliskvenna – báðar á glæsilegum 27 púttum!!!

Það var frábær mæting á 5. púttmót Keiliskvenna- 57 konur mættu…. og margar á mjög góðu skori. Besta skorið var hjá Eddu Jónasdóttur og Ólöfu Baldursdóttir; þær voru með 27 pútt. Síðan voru þær Guðrún Bjarnadóttir, Þórdís Geirsdóttir, Kristrún Runólfsdóttir, Jóhanna Sveinsdóttir og Svava Skúladóttir með 28 pútt. Staðan eftir 5 mót þegar 4 bestu telja er eftirfarandi: Þórdís Geirsdóttir 117 Guðrún Bjarnadóttir 117 Ólöf Baldursdóttir 120 Valgerður Bjarnadóttir 121 Herdís Sigurjónsdóttir 123 Kristrún Runólfsdóttir 124 Í kvöld er Öskudagspúttmótið vinsæla og hvetur kvennanefnd Keilis sem flestar Keiliskonur til að mæta, klæddar í samræmi við daginn. Eftir mótið verða síðan léttar veitingar á efri hæðinni.

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sigurður Arnar Garðarsson – 22. febrúar 2012

Það er Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, sem er afmæliskylfingur dagsins. Sigurður Arnar er fæddur 22. febrúar 2002 og á því 10 ára stórafmæli í dag!  Sigurður Arnar byrjaði að spila golf 2 ára gamall og má sjá skemmtilegt viðtal, sem blaðamaður Mbl. tók við afmæliskylfinginn fyrir 2 árum HÉR:  Í viðtalinu við Mbl. kom fram að Sigurður Arnar teldi púttin vera sína veiku hlið, en það hefir eitthvað breyst á 2 árum, því í dag leiðir hann „í sínum aldurflokki“, 12 ára og yngri (Sigurður Arnar enn að spila við kylfinga 2 árum eldri en hann!) á púttmótaröð barna- og unglinga hjá GKG, eftir 3 umferðir (en alls verða 9 spilaðar, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2012 | 11:00

Myndskeið: Michelle Wie í skemmtilegri japanskri auglýsingu

Þegar ég bjó í Þýskalandi fyrir margt löngu sem barn, skildi ég ekkert í því hvað Íslendingum sem komu í heimsókn þótti fyndið að sjá bandarískar kvikmyndastjörnur tala þýsku í þýsku sjónvarpi – en allt efni er þýtt yfir á móðurmálið í Þýskalandi. Ég man ekki eftir hversu oft ég hef séð Íslendinga afvelta af hlátri yfir að sjá John Wayne tala þýsku, Joan Collins, Lauru Ingalls í húsinu á sléttunni (sú sem lék hana heitir reyndar Melissa Gilbert) o.fl. o.fl. Það er því skrítið að vera loksins í þeim sporum að finnast ótrúlega fyndin auglýsing þar sem bandaríski kylfingurinn Michelle Wie tjáir sig á japönsku um eitthvað tengt golfi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2012 | 10:00

Asíutúrinn: Risamótsstjörnur meðal þátttakenda á Ballantine´s Championship

Risamótsstjörnurnar Darren Clarke og YE Yang eru meðal þeirra sem þátt taka í  Ballantine’s Championship, en mótið fer fram í  Blackstone Golf Club, í höfuðborg Kóreu, Seúl, dagana 26.-29. apríl 2012. Meðal annarra þekktra golfstjarna sem þátt taka í mótinu eru nr. 8 á heimslistanum: Adam Scott frá Ástralíu og liðsmaður Bandaríkjanna í Ryder Cup, Dustin Johnson. Eins spilar Spánverjinn viðkunnanlegi Miguel Angel Jiménez í mótinu, sem og félagi hans úr Ryder Cup liði Evrópu Ian Poulter. Christian Porta, framkvæmdastjóri Chivas Brothers, sagði: “Ballantine’s Championship hefir fest sig í sessi sem eitt af stærstu mótum í Asíu, með því að laða að sér heimsins bestu kylfinga. Við erum ánægðir með að styrkja Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 21. 2012 | 20:00

Viðtalið: Valdís Þóra Jónsdóttir, GL.

Hér á eftir fer viðtal við Valdísi Þóru Jónsdóttur, margfaldan Íslandsmeistara í golfi og íþróttamann Akraness óslitið 2007-2010. Valdís Þóra stundar nám við Texas State og spilar með golfliði skólans, en liðið varð einmitt í 1. sæti nú um helgina á Cloud Jacob Challenge í Viktoría, Texas. Fullt nafn: Valdís Þóra Jónsdóttir. Klúbbur:  GL. Hvar og hvenær fæddistu?  Ég fæddist á Akranesi, 4. desember 1989. Hvar ertu alin upp?  Á Akranesi. Hverjar eru fjölskylduaðstæður – spilar einhver í fjölskyldunni golf?  Ég bý hjá foreldrum mínum og á 1 eldri systur og 2 eldri bræður. Allir, afi, amma, foreldrar mínir og systkini og jafnvel bræður mömmu og einn bróðir pabba spila Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 21. 2012 | 19:45

GK: Benedikt Árni Harðarson sigraði á 7. móti Vorpúttmótaraðar Hraunkots

Benedikt Árni Harðarson, einn sigursælu Vínarkórsdrengjanna sigraði nú s.l. sunnudag á 7. móti í Vorpúttmótaraðar Hraunkots. Benedikt Árni fór 18 holurnar á 25 púttum, sem þýðir að hann var með 11 einpútt.  Glæsilegt! Annars var röð efstu 25 á púttmótaröð Hraunkots 20. febrúar 2012: Nafn Klúbbur Fyrri Seinni Samtals 1. sæti Benedikt Árni Harðarson GK 12 13 25 2.-4. sæti Jakob Skapti Magnússon GSE 14 13 27 2.-4. sæti Sveinbjörn Guðmundsson GK 13 14 27 2.-4. sæti Páll Sigurðsson GK 13 14 27 5.-8. sæti Jón Sigurðsson GSE 15 13 28 5.-8. sæti Ragnar Pétur Hannesson GK 15 13 28 5.-8. sæti Gestur Már Sigurðsson GK 14 14 28 5.-8. sæti Páll Arnar Sveinbjörnsson GK Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 21. 2012 | 19:15

EPD: Stefán Már spilaði á 68 höggum!!!

Stefán Már Stefánsson, GR,  átti glæsihring á Gary Player hannaða vellinum á Mogador Open, í Essaouira, í Marokkó.  Hann spilaði á -4 undir pari, 68 höggum! Samtals er Stefán Már því búinn að spila á +4 yfir pari, 148  höggum (80 68) og bætir sig því um heil 12 högg milli hringja. Stefán Már flaug upp skortöfluna úr T-66 í T-9, þ.e. hann deilir nú 9. sæti með Skotanum Paul O´Hara. Nokkuð verr gekk hjá Þórði Rafn Gissurarsyni, GR. Hann átti sæmilegan hring upp á 76 högg í gær, en lauk leik í dag á 80 höggum, samtals +12, þ.e. samtals 156 höggum (76 80), en var aðeins 2 höggum frá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 21. 2012 | 18:45

Myndaseríur og úrslit: 3 mót á Eimskipsmótaröð GSÍ 2011

Alls voru 6 mót spiluð á Eimskipsmótaröðinni á s.l. ári, 2011. Hér á eftir má sjá eftirfarandi myndaseríur í þeim 3 mótum sem  Golf 1 fylgdist með: 1. Eimskipsmótaröðin – Örninn Golf mótið hjá GL, 28. maí 2011 2. Eimskipsmótaröðin – Símamótið hjá GK,  24. júní 2011 3. Eimskipsmótaröðin – Íslandsmótið í höggleik hjá GS, 21. júlí 2011 Hér má síðan sjá helstu úrslit í ofangreindum 3 mótum: Eimskipsmótaröðin – Örninn Golf mótið hjá GL,  28. maí 2011 Úrslit í karlaflokki: 1 Axel Bóasson GK -1 F 35 34 69 -3 68 69 137 -7 2 Arnar Snær Hákonarson GR 0 F 37 38 75 3 69 75 144 0 Lesa meira