
Myndskeið: Michelle Wie í skemmtilegri japanskri auglýsingu
Þegar ég bjó í Þýskalandi fyrir margt löngu sem barn, skildi ég ekkert í því hvað Íslendingum sem komu í heimsókn þótti fyndið að sjá bandarískar kvikmyndastjörnur tala þýsku í þýsku sjónvarpi – en allt efni er þýtt yfir á móðurmálið í Þýskalandi. Ég man ekki eftir hversu oft ég hef séð Íslendinga afvelta af hlátri yfir að sjá John Wayne tala þýsku, Joan Collins, Lauru Ingalls í húsinu á sléttunni (sú sem lék hana heitir reyndar Melissa Gilbert) o.fl. o.fl.
Það er því skrítið að vera loksins í þeim sporum að finnast ótrúlega fyndin auglýsing þar sem bandaríski kylfingurinn Michelle Wie tjáir sig á japönsku um eitthvað tengt golfi og maður skilur ekki baun! Michelle Wie talar ekki japönsku – hún er bandarísk og foreldrar hennar frá eru Kóreu. Svo virðist sem hún sé að auglýsa einhvern orkudrykk, sem hefir þessi líka svaka áhrif á golfleik hennar. Kannski er þetta ekkert fyndið en best að skoða bara myndskeiðið af Michelle Wie með því að smella HÉR:
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster
- janúar. 26. 2021 | 06:00 Þjálfarinn Claude Harmon III segir aðskilnaðinn við fv. nemanda sinn Brooks Koepka „hrikalegan“
- janúar. 25. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir – 25. janúar 2020
- janúar. 25. 2021 | 05:00 Hvað var í sigurpoka Kim?