Stefán Már Stefánsson, GR. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2012 | 15:00

EPD: Stefán Már lauk leik í 16. sæti á Open Mogador í Marokkó

Stefán Már Stefánsson, GR, spilaði 3. og síðasta hring á Open Mogador í Essaouira, í Marokkó. í dag. Hann kom í hús á +6 yfir pari, 78 höggum.  Samtals spilaði Stefán Már á +10 yfir pari, 226 höggum (80 68 78) og lauk leik í 16. sæti. Glæsilegt hjá Stefáni Má, því aðstæður til golfleiks í Marokkó voru erfiðar í dag og skor keppenda há.

Bandaríkjamaðurinn Timothy Andrea O’Neal sigraði í mótinu á +3 yfir pari, samtals 219 höggum (70 76 73).

Til þess að sjá úrslitin á Open Mogador smellið HÉR: