Eimskipsmótaröðin – Íslandsmótið í höggleik hjá GS, 21. júlí 2011
Eimskipsmótaröðin – Símamótið hjá GK, 24. júní 2011
Eimskipsmótaröðin – Örninn Golf mótið hjá GL, 28. maí 2011
Afmæliskylfingur dagsins: Jóhann Pétur Guðjónsson – 21. febrúar 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Jóhann Pétur Guðjónsson. Jóhann Pétur er fæddur 21. febrúar 1971 og á því 41 árs afmæli í dag! Jóhann Pétur rekur ferðaskrifstofuna GB ferðir, sem býður Íslendingum m.a. upp á golfferðir til Bretlandseyja og Skotlands. Jóhann Pétur er kvæntur Berglindi Rut Hilmarsdóttur. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Karen Sævarsdóttir, f. 21. febrúar 1973 (39 ára); Holly Aitchison, 21. febrúar 1987 (25 ára) og … Haukur Sigvaldason F. 21. febrúar 1958 (54 ára) Olof Gudmundsdottir F. 21. febrúar 1957 (55 ára) Þórey Eiríka Pálsdóttir F. 21. febrúar 1972 (40 ára stórafmæli!!!) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum sem og öðrum kylfingum, sem eiga afmæli í Lesa meira
GB: Bjarki Pétursson er „Íþróttamaður Borgarfjarðar 2011″
Á heimasíðu GSÍ, golf.is er eftirfarandi gleðifrétt frá Golfklúbbi Borgarness: „Ungmennasamband Borgarfjarðar stóð fyrir kjöri á íþróttamanni ársins 2011 síðastliðinn laugardag með glæsibrag. Okkar besti og efnilegasti kylfinur Bjarki Pétursson varð fyrir valinu og hlaut nafnbótina „Íþróttamaður Borgarfjarðar 2011“. Árangur Bjarka á undanförnum árum hefur verið stórbrotinn.Hér að neðan má sjá helsta árangur á síðast keppnistímabili: Íslandsmeistari unglinga 17 til 18 ára í höggleik (leikið var á Grafarholtsvelli í Reykjvavík) Íslandsmeistari unglinga 17 til 18 ára í holukeppni (leikið á Hamarsvelli í Borgarnesi) Stigameistari á Arionbanka mótaröð unglinga 17 til 18 ára. Klúbbmeistari Golfklúbbs Borgarness þriðja árið í röð. Bjarki vann sér inn rétt til þátttöku í „Duke of York“ unglingamótinu á Hoylake vellinum Lesa meira
PGA: „Gonzo“ telur sig geta unnið Tiger á heimsmótinu í holukeppni
Spánverjinn, Gonzalo Fernandez-Castaño („Gonzo“) trúir því að hægt sé að sigra Tiger Woods, en hann er í miðjum undirbúningi fyrir WGC World Match Play (heimsmótið í holukeppni), sem hefst nú í vikunni. Gonzo, sem er nr. 48 á heimslistanum hefir aldrei spilað við Tiger og fær nú tækifæri til að fylgjast með honum (Tiger) úr mestu nálægð þegar þeir spila saman 1. hring á miðvikudaginn. Spánverjinn (Gonzo) sagði að það væri sér heiður að fá að spila við fyrrum nr. 1 á heimslistanum, en sagði jafnframt að tækifærið til þess að vera „risadrápsmaður“ (ens. „giantkiller) væri fyrir hendi. „Þetta er stórkostlegt tækifæri og maður verður að líta á það þannig,“ sagði Lesa meira
Sólskinstúrinn: Oliver Bekker sigraði á Dimension Data mótinu á Fancourt
Á sunnudaginn nú um helgina var Oliver Bekker orðlaus þegar hann lyfti verðlaunabikar Dimension Data Pro-Am en golfspil hans hafði þegar sagt meira enn nóg 4 dagana á undan á The Links, Montagu og Outeniqua golfvöllunum í Fancourt. „Hvert skipti sem ég sigra eru allir svo upptendraðir, en mér léttir bara að hafa haldið mér í forystunni. Það er eins og fargi sé létt af manni,“ sagði Oliver, sem alltaf er kallaður Ollie. Ollie var á tánum vegna tveggja skolla, en hann náði taki á sér og innsiglaði sigurinn með 3 metra fuglapútti á 18. flöt og lauk þar með 2. hring sínum á Montagu vellinum á 70 höggum. „Það er frábær tilfinning að Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Texas State lið Valdísar Þóru í 1. sæti á Claud Jakob Challenge
Nú um helgina fór fram Claud Jacob Challenge mótið í bandaríska háskólagolfinu. Spilað var í Viktoría Country Club í Viktoría, Texas. Þáttakendur voru 90 stúdínur frá 13 háskólum, þ.á.m. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og Texas State. Það er skemmst frá því að segja að Texas State lenti í 1. sæti. Valdís Þóra varð T-14, þ..e. jöfn 2 öðrum kylfingum í 14. sæti. Valdís spilaði á samtals +16 yfir pari, samtals 232 höggum (81 75 76). Til þess að sjá úrslitin í Claud Jacob Challenge smellið HÉR:
EPD: Þórður Rafn og Stefán Már hafa lokið leik á 1. hring Open Mogador í Marokkó
Í gær hófst á Gary Player golfvellinum í Essaouira í Marokkó, Open Mogador mótið, sem stendur yfir 20.-22. febrúar 2012. Í mótinu taka þátt Þórður Rafn Gissurarson, GR og Stefán Már Stefánsson, GR. Eftir 1. hring er staðan sú að Þórður Rafn er jafn 11 öðrum kylfingum í 26. sæti, spilaði 1. hringinn á +4 yfir pari, á 76 höggum. Þórður Rafn fékk 5 skolla og 1 fugl á hringnum. Stefán Már er jafn 7 öðrum kylfingum í 66. sæti, sem allir spiluðu á +8 yfir pari, 80 höggum. Alls taka 112 þátt í mótinu. Efstur er Þjóðverjinn Christopher Günther á -4 undir pari, 68 höggum. Golf 1 óskar þeim Lesa meira
PGA: Nokkrar staðreyndir eftir sigur Bill Haas á Riviera
Bill Haas vann 4. sigur sinn á PGA TOUR í 195. mótinu sem hann tekur þátt á, á PGA TOUR, 29 ára, 8 mánaða og 25 daga gamall. ● FedExCup sigurvegarinn 2011 fær 500 stig og fer í 4. sæti FedExCup stigalistans með 729 stig. Kyle Stanley er enn í forystu á listanum með 889 stig. ● Aðrir sigrar Bill Haas eru: 2010 Bob Hope Classic, Viking Classic; 2011 TOUR Championship by Coca-Cola. Á Northern Trust Open, sem hann sigraði á, nú um helgina: ● var Bill Haas jafn Keegan Bradley og Cameron Tringale í 1. sæti í lægstum púttafjölda, með 103 pútt. ● Þetta er fyrsti topp-10 árangur hans Lesa meira






