Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 21. 2012 | 19:15

EPD: Stefán Már spilaði á 68 höggum!!!

Stefán Már Stefánsson, GR,  átti glæsihring á Gary Player hannaða vellinum á Mogador Open, í Essaouira, í Marokkó.  Hann spilaði á -4 undir pari, 68 höggum! Samtals er Stefán Már því búinn að spila á +4 yfir pari, 148  höggum (80 68) og bætir sig því um heil 12 högg milli hringja. Stefán Már flaug upp skortöfluna úr T-66 í T-9, þ.e. hann deilir nú 9. sæti með Skotanum Paul O´Hara.

Nokkuð verr gekk hjá Þórði Rafn Gissurarsyni, GR. Hann átti sæmilegan hring upp á 76 högg í gær, en lauk leik í dag á 80 höggum, samtals +12, þ.e. samtals 156 höggum (76 80), en var aðeins 2 höggum frá því að komast í gegnum niðurskurð, en niðurskurðurinn miðaðist við +10 yfir pari.

Efstur í mótinu er Nuño Henriques frá Portúgal á samtals -1 undir pari, þ.e. 143 höggum  (71 72).

Golf 1 óskar Stefáni Má góðs gengis morgun!

Til þess að sjá stöðuna á Mogador Open smellið HÉR: