Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2012 | 15:30

PGA: Bae Sang-moon sigraði Ian Poulter í fyrstu umferð heimsmótsins í holukeppni

Nýliðinn á PGA Tour Bae Sang-moon frá Suður-Kóreu sigraði engan annan en sjálfan Ian Poulter 4&3 á heimsmótinu í holukeppni í gær og er Poulter því á leiðinni heim. Bae er einn af nýliðunum sem Golf 1 mun kynna á næstu dögum, en hér á vefnum hafa á undanförnum vikum verið kynntir nýju strákarnir á PGA Tour.  Sem stendur er verið að kynna þá 5 stráka sem urðu í 13. sæti í Q-school, en næstur verður einmitt Bae Sang-moon kynntur ásamt Kevin Kisner, en þeir deildu 11. sætinu og hlutu því kortin sína á PGA mótaröðina, keppnistímabilið 2012. Ian Poulter vann s.s. mörgum er í fersku minni heimsmótið í holukeppni Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2012 | 14:50

GR: Keppni, kæti og engin læti á Öskudagspúttmóti GR-kvenna í gær!

Á heimasíðu GR er skemmtileg frétt frá Öskudagspúttmóti GR-kvenna: „Gleðin skein úr andlitum GR kvenna í Korpunni í gærkvöldi. Sannkölluð öskudagsstemmning sveif yfir holum og ótrúlegur fjöldi bolta rataði sína beinustu leið.  Mörg flott skor, það besta 28 högg á hringnum. Eins og vanalega var mætingin með besta móti og má sannarlega segja að þröng hafi verið á þingi í húsakynnum klúbbsins, svo mikil að konur þurftu að skáskjóta sér hver á milli annarrar til að munda pútterinn. Það breytti þó ekki því að stemmningin var einstök enda ekki ónýtt að spila skemmtilegasta leik í heimi. klæddar furðufatnaði í byrjun föstu.  Stelpurnar gáfu ekkert eftir í kvöld og fyrir vikið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2012 | 14:00

GGB: Brynjar Sæmundsson mun hafa umsjón með Glanna sumarið 2012

Á svæði Golfklúbbsins Glanna á www.golf.is er eftirfarandi frétt: „Stjórn Golfklúbbsins Glanna  hefur tekið yfir rekstur golfvallarins Glanna. Búið er að ganga frá samningi við Brynjar Sæmundsson hjá Grastec um umsjón vallarins sumarið 2012. Brynjar er ekki ókunnur staðarháttum á Glanna því hann hefur verið til halds og trausts við undirbúning og rekstur vallarins undanfarin ár. Brynjar tekur alfarið við umsjón vallarins frá vorinu 2012. Einnig hefur verið samið við Kaffi Munaðarnes um veitingarekstur í skálanum. Nýtt netfang er komið fyrir golfklúbbinn ggbgolf@gmail.com. Stefnt er að opnun vallarins  í lok mai ef veður og tíðarfar leyfir.“

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2012 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Steve Stricker – 23. febrúar 2012

Steven Stricker alías Mr. September fæddist 23. febrúar 1967 í Edgerton, Wisconsin og er því 45 ára í dag. Steve fékk viðurnefnið Mr. September vegna góðs árangur síns í FedEx Cup umspilunum, þar sem hann hefir aldrei verið neðar en í 25. sæti, öll þau 11 skipti, sem hann hefir tekið þátt. Hann er nr. 5 á heimslistanum, sem stendur, en hefir hæst náð 2. sætinu. Steve er best þekktur fyrir frábæra púttstroku sína og eins einfalda og mjúka golfsveiflu. Hann ólst upp við að spila golf bæði í Lake Ripley Country Club í bænum Cambridge og í Edgerton Towne Country Club in Edgerton. Steve útskrifaðist 1990 frá  University of Illinois, eftir farsæl Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2012 | 11:00

Vallarstjóri Sunningdale, Murray Long, meðal fyrirlesara á ráðstefnu SÍGÍ, sem hefst á morgun

Í tengslum við aðalfund Samtaka íslenskra golf- og íþróttavallastarfsmanna fer fram ráðstefna sem hefst á morgun föstudaginn 24. febrúar og lýkur laugardagskvöldið 25. febrúar næstkomandi.  Það er óhætt að fullyrða að dagskráin er glæsileg, en meðal fyrirlesara er m.a. Murray Long, vallarstjóri á Sunningdale, sem er einn af bestu golfvöllum Evrópu. Einnig koma fram íslenskir fyrirlesarar, þ.e. Steindór Ragnarsson, GA,  vallarstjóri á Jaðri;  Bjarni Hannesson, GG, vallarstjóri Golfklúbbs Grindavíkur, Brynjar Sæmundsson, framkvæmdarstjóri Grastec og eins veita stórkylfingarnir Ragnhildur Sigurðardóttir og Sigurgeir Páll Geirsson þeirra sýn á starf vallarstjórans og umhirðu golfvalla. Dagskrá 2 daga ráðstefnu SÍGÍ, sem haldin er í Vörninni á Laugardalsvelli, er eftirfarandi: Föstudagur, 24. febrúar:  16:00  Aðalfundur SÍGÍ 17:30  Murray Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2012 | 08:08

LPGA: Angela Stanford leiðir eftir 1. dag á HSBC Women´s Champions – Kylfingar LPGA sýndu demanta frá Tiffany´s fyrir mótið

Í dag byrjaði HSBC Women´s Champions mótið á Garden Course í Tanah Merah Country Club, í Singapore. Það er bandaríska stúlkan Angela Stanford sem leiðir eftir 1. dag, kom í hús í dag á -6 undir pari, 66 höggum .  Hringinn spilaði Angela skollafrítt, fékk 6 fugla. Tveimur höggum á eftir henni eru 4 kóreanskir kylfingar:  IK Kim, Na Yeon Choi, So Yeon Ryu og Amy Yang auk 1 japansks kylfings þar sem er Momoko Ueda. 7 kylfinga hópur, þar sem m.a. er hin bandaríska Cristie Kerr spilaði síðan á -3 undir pari hver, þ.e. 69 höggum. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á HSBC Women´s Champions í Singapore Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2012 | 08:00

ALPG: Lydia Ko dregur sig veik úr Riversdale Cup eftir að hafa verið í forystu eftir 1. dag

Besti kvenáhugakylfingur heims, hin 14 ára, ný-sjálenska Lydia Ko dró sig úr Riversdale Cup mótinu eftir að hafa verið í forystu eftir 1. hring í Melbourne. Lydia var á -3 undir pari, 70 höggum eftir 1. hring á Riversdale Cup og átti 2 högg á löndu sína Emily Perry og hina áströlsku Lauren Hibbert (báðar á 72). Þegar hún vaknaði í morgun var Lydiu hins vegar óglatt og hana svimaði.  Hún dró sig því úr mótinu og mun læknir meta hvort hún geti haldið dagskrá sinni, en til stóð að hún myndi spila á móti í Kína í næstu viku. Lydia sem er frá North Harbour var greinilega þreytt eftir að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2012 | 07:00

PGA: Luke Donald laut í lægra haldi fyrir Ernie Els – nr. 1 á heimslistanum á leið heim eftir 1. hring á heimsmótinu í holukeppni

Númer 1 á heimslistanum, Luke Donald, er á leiðinni heim eftir að hafa aðeins spilað 1 hring á heimsmótinu í holukeppni. „Svona er golfið stundum“ sagði Luke Donald eftir að hafa tapað 5&4 fyrir Ernie Els á 1. degi heimsmótsins. „Þetta er hvikull leikur og stundum bítur hann.“ Luke Donald hafði svo mikla yfirburði á síðasta ári þegar hann sigraði á heimsmótinu í holukeppni að hann lauk öllum leikjum sínum áður en komið var á 18. flöt.  Hann mun heldur ekki spila lokaholuna á Dove Mountain á þessu ári. Ernie Els, rétt skreið inn á heimsmótið í holukepppni, þ.e. rétt náði að vera meðal 64 efstu á heimslistanum sem hljóta þátttökurétt í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2012 | 22:45

PGA: Tiger Woods vann „Gonzo“ í 1. leik á Accenture heimsmótinu í holukeppni

Í dag hófst í The Ritz Carlton Golf Club, Dove Mountain í Marana, Arizona Accenture Match Play Championship, þ.e. heimsmótið í holukeppni. Tiger Woods hefir lokið 1. leik sínum og vann leik sinn gegn Spánverjanum Gonzalo Fernandez-Castaño, „Gonzo“ 1/0. „Gonzo“ var búinn að gefa út fyrir leik sinn við fyrrum nr. 1 í heiminum (Tiger) að hann gæti vel sigrað hann, þar sem Tiger væri ekki kominn í sitt besta form. Tiger brást við yfirvegaður og sagði að á yngri árum sínum hefði hann firrtst við slík ummæli en nú væri það bara leikur hans og framfarir, sem hann hefði tekið, sem skiptu máli.  Sigurinn sýnir að Tiger er allur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2012 | 20:30

Nýju strákarnir á PGA Tour 2012: nr.14 – Charlie Beljan

Charlie Beljan fæddist 10. október 1984  í Mesa, Arizona og er því 27 ára.  Afi hans og amma  föður megin eru frá Króatíu. Hann spilaði í 1 ár golf í menntaskóla (Red Mountain High School) í Mesa, AZ, ásamt Aaron Watkins, æskuvini sínum, en Watkins spilar nú á Nationwide Tour. Sem áhugamaður sigraði Charlie US Junior Amateur, í Atlanta Athletic Club í Johns Creek, Georgia, árið 2002 og einnig Arizona Amateur 2006. Hann hefir þrívegis orðið ríkis- og svæðismeistari (ens.: state and regional champion) Arizona í golfi. Charlie var valinn kylfingur ársins í Arizona tvö ár í röð. Charlie spilaði í bandaríska háskólagolfinu með liði University of New Mexico þar sem Lesa meira