Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sigurður Arnar Garðarsson – 22. febrúar 2012

Það er Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, sem er afmæliskylfingur dagsins. Sigurður Arnar er fæddur 22. febrúar 2002 og á því 10 ára stórafmæli í dag!  Sigurður Arnar byrjaði að spila golf 2 ára gamall og má sjá skemmtilegt viðtal, sem blaðamaður Mbl. tók við afmæliskylfinginn fyrir 2 árum HÉR: 
Í viðtalinu við Mbl. kom fram að Sigurður Arnar teldi púttin vera sína veiku hlið, en það hefir eitthvað breyst á 2 árum, því í dag leiðir hann „í sínum aldurflokki“, 12 ára og yngri (Sigurður Arnar enn að spila við kylfinga 2 árum eldri en hann!) á púttmótaröð barna- og unglinga hjá GKG, eftir 3 umferðir (en alls verða 9 spilaðar, sjá stöðuna HÉR:). Ýmislegt annað hefir líka breyst. Í dag er Sigurður Arnar t.a.m búinn að koma sér niður í 13,5 í forgjöf aðeins 10 ára!!!

Sigurður Arnar (t.h.) á móti Áskorenda-mótaraðar GSÍ í Sandgerði 18. júní 2011. Mynd: Golf 1.

Sigurður Arnar spilaði á Áskorendamótaröð GSÍ á sl. sumri og stóð sig mjög vel þar, sigraði m.a. á 5. mótinu á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ, 13. ágúst 2011, á 77 höggum.
Í fyrrasumar tók Sigurður Arnar einnig þátt í nokkrum opnum mótum og er t.d. mjög eftirminnileg frammistaða hans á  Bylgjan Open, sem var tveggja daga mót á Leirdalsvelli, heimavelli Sigurðar Arnars,  með niðurskurð eftir fyrri daginn. Þátttakendur voru 198 og Sigurður Arnar gerði sér lítið fyrir og varð í 2. sæti á mótinu með 73 punkta, 38 fyrri daginn og 35 seinni.
Sigurður Arnar á ekki langt að sækja golfgenin en móðir hans Ragnheiður Sigurðardóttir, GKG, spilaði m.a. á Eimskipsmótaröðinni í sumar og í móti 35+. Eins er bróðir hans, Ragnar Már m.a. Einvígismeistari unglinga í Mosfellsbæ 2011, klúbbmeistari Kiðjabergs 2011 og Íslandsmeistari í höggleik í flokki 15-16 ára 2011 (sjá má nýlegt viðtal Golf 1 við Ragnar Má með því að smella HÉR:)
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Joe Carr (Íri) 22. febrúar 1922 – d. 3. júní 2004; Tommy Aaron, 22. febrúar 1937, (75 ára);  Vijay Singh 22. febrúar 1963 (49 ára);  Amy Alcott 22. febrúar 1956 (56 ára);  Leslie Spalding, f. 22. febrúar 1969 (43 ára)…. og …

F. 22. febrúar 1981 (31 árs)

F. 22. febrúar 1968 (44 ára)

F. 22. febrúar 1939 (73 ára)

F. 22. febrúar 1969 (43 ára)

F. 22. febrúar 1973 (39 ára)

F. 22. febrúar 1979 (33 ára)
Golf 1 óskar afmæliskylfingnum, sem og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is