Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2012 | 18:55

GSG: Rafn Stefán Rafnsson, GO sigraði á Febrúarmóti 2 hjá GSG – Myndasería

Maður gæti haldið að það hafi verið tvísýnt hvort golfmót færi fram í febrúar!!! í Sandgerði í dag því þykkur snjór lá yfir öllu á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Og þetta er það skrítna þegar keyrt er suður á bóginn til Sandgerðis að mest alla leiðina er maður í vafa um hvort nokkuð verði spilað jafnvel þó sagt hafi verið í tilkynningu frá GSG kl. 7:30: „Logn 4 stiga hiti ÞURRT OG  SNJÓLAUST.“ … og viti menn þegar komið er til Sandgerðis þá er það einmitt svo… það var þurrt og snjólaust og dásamlegur Kirkjubólsvöllurinn þar sem spilað er á sumarflötum býður golfþyrstum kylfingum tækifæri til að munda kylfurnar meðan enn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2012 | 18:50

Febrúarmót 2 hjá GSG, 24. febrúar 2012

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2012 | 14:00

PGA: Viðtal við Martin Kaymer eftir tap hans fyrir Matt Kucher á heimsmótinu í holukeppni

Nr. 4 í heiminum, Þjóðverjinn Martin Kaymer er á leið heim eftir tap gegn Bandaríkjamanninum, Matt Kucher á heimsmótinu í holukeppni. Blaðafulltrúi PGA tók eftirfarandi viðtal við Kaymer eftir tapið:  Sp. Hvernig metur þú hring þinn og Matt Kuchar? MARTIN KAYMER: Nú, Matt spilaði stöðugt golf. Hann gerði í raun enginn mistök, en ég gerði þó nokkur í dag, því miður. Ég fékk varla fugl á par-5 holunum að undanskilinni 2. holu. Ég fékk skolla á 8. holu þegar ég átti eftir 1 1/2 metra pútt, en þrípúttaði. Þannig að það voru mörg mistök af minni hálfu í dag. Sp. Ekki bara mistök. Það virtist sem lega boltans væri þér Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Tony Lema – 25. febrúar 2012

Það er Tony Lema, sem er afmæliskylfingur dagsins. Anthony David „Tony“ Lema fæddist í Oakland, Kaliforníu 25. febrúar 1934 og dó 24. júlí 1966 í tragísku flugslysi, aðeins 32 ára. Tony hefði orðið 78 ára í dag. Tony var af portúgölsku bergi brotinn og missti föður sinn aðeins 3 ára gamall. Mamma hans ól hann og 3 systkini hans upp við bág kjör, en Tony lærði golf á Lake Chabot golfvellinum, sem barn og bar fljótt af.  Hann gerðist atvinnumaður í golfi 21 árs (árið 1955). Á stuttum en glæsilegum ferli sínum vann hann 19 sinnum þar af 12 sinnum á PGA Tour. Þekktastur er Tony Lema e.t.v. fyrir að sigra Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2012 | 10:00

LPGA: Futscher, Shin og Stanford enn í forystu í Singapore eftir 3. dag

Það eru forystukonur gærdagsins, sem enn leiða eftir 3. dag HSBC Women´s Champion í Singapore.  Það eru bandarísku stúlkurnar Katie Futcher og Angela Stanford auk Jenny Shin frá Suður-Kóreu, sem halda forystu sinni, en eru nú búnar að spila á samtals -9 undir pari, samtals 207 höggum, en allar spiluðu þær 3. hring fyrr í dag upp á 71 högg. Breytingarnar eru í 4. sæti sem Shashan Feng frá Kína hefir yfirtekið, en hún var á næstlægsta skori dagsins 69 höggum. Fimmta sætinu deila nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Yani Tseng, frá Taíwan og suður-kóreönsku stúlkurnar Na Yeon Choi og fyrrum nr. 1 á heimslistanum Jiyai Shin. Allar eru þær á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2012 | 08:30

GSF: Aðalfundur Golfklúbbs Seyðisfjarðar verður haldinn kl. 11 í dag í Golfskálanum

Á heimasvæði Golfklúbbs Seyðisfjarðar á vefsíður GSÍ www.golf.is er erftirfarandi fréttatilkynning: „Aðalfundur Golfklúbbs Seyðisfjarðar verður haldinn í golfskála GSF, laugardaginn, 25. febrúar 2012.  Fundurinn hefst kl. 11.00. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál löglega upp borin. Hvetjum félagsmenn til að mæta og ræða málefni sumarsins yfir rjúkandi kaffi og léttum veitingum. F.h. Stjórnar GSF. Páll Þór Guðjónsson, formaður.

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2012 | 06:00

PGA: Claxton, Owen og Summerhayes leiða þegar Mayakoba Golf Classic er hálfnað

Meðan að öll stóru nöfnin í golfheiminum spila á Accenture heimsmótinu í holukeppni eru það þeir sem ekki hljóta þátttökurétt þar, eins og t.d. flestir nýliðarnir á PGA, sem fá að skína á Mayakoba Golf Classic mótinu, sem fram fer í El Camaleon, á Riviera Maya í Mexíkó. Það eru einmitt nýju strákarnir á PGA, sem leiða: Englendingurinn Greg Owen (Golf 1 var nýlega með kynningu á honum, sem sjá má HÉR:); Daniel Summerhayes (Golf 1 var nýlega með kynningu á honum, sem sjá má HÉR:) og Will Claxton (Golf 1 var nýlega með kynningu á honum, sem sjá má HÉR:). Allir hafa þeir Claxton, Owen og Summerhayes spilað á -8 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2012 | 02:15

PGA: Rory McIlroy og Lee Westwood meðal 8 sem keppast um að komast í undanúrslit – hápunktar og högg 3. dags heimsmótsins í holukeppni

Það eru eftirfarandi 8 kylfingar sem komnir eru í undanúrslit eftir leiki kvöldsins á Accenture heimsmótinu í holukeppni í Arizona:   1. Daninn Peter Hanson vann leik sinn gegn Brandt Snedeker 5&3og mætir Mark Wilson, sem hafði betur í viðureign sinni gegn Dustin Johnson 4&3. 2. Bandaríkjamaðurinn Matt Kuchar vann Martin Kaymer 4&3 og mætir Hunter Mahan, sem vann Steve Stricker einnig 4 &3. 3. Martin Laird hafði betur í Skotaslagnum gegn landa sínum Paul Lawrie 3&1 og mætir hann Lee Westwood, sem bar sigurorð af Nick Watney 3&2. 4. Loks mætir Rory McIlroy sem vann Miguel Angel Jiménez 3&2 nýliðanum á PGA Bae Sang-moon, en Bae hafði betur gegn John Senden Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 24. 2012 | 20:00

Hver er Amy Lepard í golfinu?

Amy Lepard er eiginkona bandaríska PGA kylfingsins Chad Campbell. Chad fæddist 31. maí 1974 í Texas og gerðist atvinnumaður í golfi 1996. Hann hefir á atvinnumannsferli sínum unnið 20 sinnum þar af 4 sinnum á PGA Tour. Besti árangur hans í risamóti er 2. sætið á PGA Championship 2003,  2. sætið á Masters 2009 og T-5 á Opna breska í fyrra 2011. Amy og Chad eiga þrjá syni:  Dax Philip, sem  fæddist 2008; Grayson sem þau hjón ættleiddu tveimur vikum fyrir fæðingu yngsta sonarins Cannon, 2010. „Við vissum að lífið myndi breytast“ sagði Amy um barnseignirnar. „Það hafa svo sannarlega orðið breytingar… til góðs auðvitað.“ Breytingar hafa ekki aðeins orðið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 24. 2012 | 18:30

Nýju strákarnir á PGA Tour 2012: nr.16 – William McGirt

William McGirt á sama afmælisdag og Ragnhildur okkar Sigurðardóttir, fæddist 21. júní 1979 í Lumberton, Norður-Karólínu og er því 32 ára.  Hann býr í Boiling Springs í Norður-Karólínu í dag. Hann er einn af þeim 29 strákum sem fengur kortin sín á PGA mótaröðina með því að vera í einu af efstu sætum í Q-school PGA sem fór fram í La Quinta í Kaliforníu s.l. desember. Willam byrjaði í golfi vegna þess að „frænka mín fór með mig á golfvöllinn jafnskjótt og ég gat gengið.“  William McGirt útskrifaðist frá Wofford College 2001, með gráðu í viðskiptahagfræði (ens. business economics). Árið 2004 gerðist William atvinnumaður í golfi og kvæntist konu sinni, Lesa meira