Viðtalið: Guðmundur Arason, GR & GÖ.
Viðtalið í dag er við einn færasta lækni landsins. Hér fer viðtalið: Fullt nafn: Guðmundur Arason. Klúbbur: GR og GÖ. Hvar og hvenær fæddistu? Ég fæddist í Reykjavík, 26. júlí 1956. Hvar ertu alinn upp? Í Reykjavík. Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Ég er kvæntur og á 3 börn. Konan mín og elsti strákurinn minn eru í golfi. Hvenær byrjaðir þú í golfi? 26 ára. Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Ég hafði verið í knattspyrnu og sá fram á að það myndi ekki endast. Því leitaði ég að íþrótt sem maður gæti verið í fram eftir aldri og þá prufaði ég golfið. Hvað starfar þú? Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Jim Ferrier – 24. febrúar 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Jim Ferrier. Jim fæddist 24. febrúar 1915 í Sydney, Ástralíu og dó 13. júní 1986 í Kaliforníu. Jim hefði því orðið 97 ára í dag hefði hann lifað. Jim var frekar hávaxinn 1,93 m á hæð og 87 kg. Jim byrjaði á unga aldri að spila golf og var kennt af föður sínum sem var lágforgjafarkylfingur. Jim meiddist í fótbolta þannig að hann haltraði í gegnum lífið. Árið 1931 varð hann í 2. sæti á Australian Open, þá aðeins 16 ára. Hann vann ástralska áhugamannamótið, Australian Amateur 1935, 1936, 1938 og 1939. Jim fluttist til Bandaríkjanna í seinni heimstyrjöldinni, nánar tiltekið 1940, þar sem hann og kona hans Lesa meira
LET: Evrópumótaröð kvenna „trés chic“!
Í næsta mánuði, mars heldur Evrópumótaröð kvenna (skammst. LET = Ladies European Tour) upp á allt sem er chic þ.e. smart upp á frönsku eða „trés chic“ mjög smart!„Chic“ er eitt af gildum Evrópumótaraðarinnar og þegar næsta mót á LET fer fram 2.-4. mars n.k. sem er WORLD LADIES CHAMPIONSHIP í Mission Hills í Hainan í Kína, þá verða veitt 3 TÍSKU VERÐLAUN (nokkuð sem er e.t.v. gaman að taka upp á einstaka móti hér!!!) Þ.e. á heimsmóti kvenna í Kína verða veitt aukaverðlaun í höggleik einstaklinga meðal atvinnumanna annars vegar og áhugamanna hins vegar fyrir best klædda kylfinginn og svo líka veitt verðlaun fyrir best klædda liðið eftir hefðbundna verðlaunaafhendingu. Lesa meira
PGA: Lee Westwood kominn áfram í 16 manna úrslit í heimsmótinu í holukeppni
Lee Westwood hefir loks tekist að komast í 16 manna úrslit, í World Golf Championships-Accenture Match Play Championship m.ö.o. í heimsmótinu í holukeppni í 12. tilraun sinni. Hann þarfnast sigurs til þess að ná aftur 1. sæti heimslistans aftur úr höndum Luke Donald. Í gær vann hinn 38 ára Westwood, Robert Karlson 3&2 í 2. umferð á Dove Mountain, hjá Tucson. Og Westwood þarf ekki að mæta Tiger Woods til þess að komast áfram. Þrefaldur sigurvegari heimsmótsins í holukeppni (Tiger) missti nefnilega 2 metra fuglapútt á 18. holu og sigurinn var Nick Watney. Rory McIlory er líka kominn áfram og gerir þ.a.l. líka atlögu að 1. sæti heimslistans. Það sem kom mest á Lesa meira
LPGA: Futcher, Shin og Stanford deila forystunni eftir 2. dag í Singapore
Það eru 3 stúlkur hin kóreanska Jenny Shin og bandarísku stúlkurnar Angela Stanford og Katie Futcher sem leiða þegar HSBC Women´s Champion er hálfnað. Allar eru þær búnar að spila á samtals -8 undir pari. Fjórða sætinu deila 2 kóreanskar stúlkur: Na Yeon Choi og Hee Young Park og fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Ai Miyazato á -5 undir pari. 6 stúlkur deila síðan 7. sætinu þ.á.m hin spænska Azahara Munoz og fyrrum nr. 1 á heimslistanum Jiyai Shin, allar á -4 undir pari. Í 13. sæti er So Yeon Ryu, á samtals -3 undir pari, en hún er farin að verða tíður gestur ofarlega á skortöflum og síðan eru 6 kylfingar Lesa meira
PGA: Tiger úr leik – hápunktar og högg 2. dags á heimsmótinu í holukeppni
Þrefaldur sigurvegari á heimsmótinu í holukeppni tapaði fyrir Nick Watney 1&0 í 2. umferð. „Það er gamla spakmælið maður býst við að andstæðingurinn hafi betur,“ sagði Watney. „Og þegar hann er Tiger Woods, þá býst maður virkilega við að hann hafi betur.“ En maður kannast bara ekki við Tiger. Hann missti 2 metra fuglapúttið sem hann þarfnaðist til að leikurinn héldi áfram á svo skelfilegan hátt að boltinn snerti aldrei holuna. Þetta er í 3. skiptið í röð sem Tiger hefir ekki komist lengra en í 2. umferð. „Ég missti ekki högg þegar ég kom inn, sem er gott. Og það var gaman að slá boltann þetta vel,“ sagði Tiger. Lesa meira
GK: Ólöf efst eftir Öskudagspúttmót Keiliskvenna – Dröfn alías „María Antoinette“ var í flottasta búningnum
Í gær fór fram Öskudagspúttmót Keiliskvenna og var mæting með besta móti, en alls mættu 48. Eins og fyrri ár gaf að líta margt fagurra búninga. Búningur Drafnar Þórisdóttir var valinn sá fegursti, en hún mætti sem „María Antoinette.“ Anna Snædís Sigmarsdóttir og Ólöf Baldursdóttir voru á lægsta skorinu, glæsilegum 25 púttum. Í 2. sæti var Erla Jónsdóttir með 26 pútt og síðan kom Þórdís Geirsdóttir með 27 pútt. Staða efstu Keiliskvenna eftir 6 mót (4 bestu skorin telja) er eftirfarandi: 1. sæti Ólöf Baldursdóttir 113 pútt 2.-3. sæti Þórdís Geirsdóttir 114 pútt 2.-3. sæti Guðrún Bjarnadóttir 114 pútt 4. sæti Dagbjört Bjarnadóttir 116 pútt 5. sæti Valgerður Bjarnadóttir 117 Lesa meira
Öskudagspúttmót Keiliskvenna 22. febrúar 2012
Nýju strákarnir á PGA Tour 2012: nr.15 – Jeff Maggert
Jeffrey (Jeff) Allan Maggert fæddist 20. febrúar 1964 í Colombía Missouri og varð því 48 ára í hittifyrradag. Hann ólst upp á golfvelli í The Woodlands, í Texas þar sem hann gekk í McCullough menntaskólann. Síðan lá leiðin í Texas A&M University þar sem hann var All-American í golfliði skólans sem hann spilaði með öll ár sín þar. Árið 1986 gerðist Maggert atvinnkylfingur. Hann var valinn kylfingur ársins á Ben Hogan túrnum (nú Nationwide Tour) árið 1990 og hefir verið á PGA Tour allt frá árinu 1991. Hann hefir 3 sinnum unnið á PGA Tour og 15 sinnum lent í 2. sæti á PGA Tour auk þess sem hann hefir unnið Lesa meira
PGA: Ef Ernie Els sigrar á Accenture á hann enn möguleika að hljóta þátttökurétt á Masters
Ernie Els hefir spilað í 11 WGC-Accenture heimsmótum í holukeppni og í 5 af fyrstu 8 sem hann tók þátt í upplifði hann það sem Luke Donald upplifði í gær – tap eftir 1. hring. Ernie vann nr. 1 á heimslistanum Luke Donald 5&4 og spilar því í kvöld á móti Dananum Peter Hanson og vonast til að komast lengra en í 2. umferð í fyrsta sinn frá árinu 2009. „Mér finnst ég bara mjög heppinn að fá að spila í þessu móti,“ sagði Ernie aðspurður um hvernig það væri að fara í 2. umferð. „Venga þess að það er svo mikið sem er undir. Ég verð að koma sjálfum mér Lesa meira









