Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 26. 2012 | 18:00

PGA: Hunter Mahan og Rory McIlroy komnir í úrslitin á heimsmótinu í holukeppni

Það er Bandaríkjamaðurinn Hunter Mahan (einn Golf Boyz-inn) sem var að tryggja sér sæti í úrslitaleik um heimsmeistaratitilinn í holukeppni nú rétt í þessu. Hunter Mahan sigraði Mark Wilson í hörkuspennandi holukeppni 2&1. Þetta er í fyrsta sinn sem Hunter Mahan keppir til úrslita í heimsmótinu í holukeppni. Í hinni viðureigninni vann Rory McIlroy landa sinn Lee Westwood 3&1.  Það var reyndar Westwood sem tók forystuna í upphafi átti 3 holur á Rory eftir 4 holur en allt var orðið jafnt á 8. holu og síðan tók Rory forystuna á 9. holu, sem hann lét ekki af hendi eftir það. Það verða því Hunter Mahan og Rory McIlroy sem keppa Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 26. 2012 | 14:00

LPGA: Angela Stanford sigraði á HSBC Women´s Champions eftir umspil

Úrslitin á HSBC Women´s Champions réðust ekki á Garden Course í Tanah Merah golfklúbbnum í Singapore í dag fyrr en eftir umspil þeirra 4 sem efstar voru eftir hefðbundnar 72 holur; þeirra Angelu Stanford, Shashan Feng, Jenny Shin og Na Yeon Choi. Eftir 72 spilaðar holur voru ofangreindar 4 jafnar á -10 undir pari. Því varð að koma til umspils og var 18. holan spiluð aftur og aftur þar til úrslit fengust. Það var bandaríska stúlkan Angela Stanford sem stóð uppi sem sigurvegari, á 3. holu umspils. Á fyrstu holu datt kínverska stúlkan Shashan Feng úr leik, síðan Na Yeon Choi á 2. holu umspils og 3. holuna vann Angela þegar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 26. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sigurður Arnar Garðarsson – 26. febrúar 2012

Þau leiðu mistök áttu sér stað að afmælisgrein, skrifuð um Sigurð Arnar Garðarsson, GKG, birtist 4 dögum fyrir raunverulegan afmælisdag Sigurðar Arnars. Golf 1 biður Sigurð Arnar og fjölskyldu hans afsökunar á þessum leiðu mistökum og því ónæði, sem af því kann að hafa hlotist. Hið rétta er að Sigurður Arnar á afmæli í dag, 26. febrúar 2012!!!  Verður afmælisgrein Sigurðar Arnars því birt aftur í dag leiðrétt: Sigurður Arnar er fæddur 26. febrúar 2002 og á því 10 ára stórafmæli í dag!  Sigurður Arnar byrjaði að spila golf  2 ára gamall og má sjá skemmtilegt viðtal, sem blaðamaður Mbl. tók við afmæliskylfinginn fyrir 2 árum HÉR:  Í viðtalinu við Mbl. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 26. 2012 | 10:00

Formaður PGA á Íslandi, Sigurpáll Geir Sveinsson hélt góða ræðu á ráðstefnu SÍGÍ

Í gær veitti Sigurpáll Geir Sveinsson, formaður PGA á Íslandi sína sýn á starf vallarstjóra og umhirðu golfvalla, á ráðstefnu SÍGÍ í  góðri ræðu. Það sem m.a. var til umfjöllunar í erindi Sigurpáls var hvernig þróunin hefði verið hér á landi í umhirðu golfvalla. Sigurpáll taldi hana vera mjög góða. Golfvellir væru fyrr góðir og héldust þannig lengra fram á haustið. Hann sagði meiri metnað lagðan í flatir og nýja velli vera hannaða af fagmennsku og þar væri hvergi til sparað. Vellirnir væru betri m.a. vegna betri menntunar vallarstarfsmanna og betri tækjakostar. Eins væri almennt meiri metnaður. Sigurpáll gerði samanburð á stórum golfvöllum og litlum. Hann sagði litlu vellina gefa Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 26. 2012 | 06:00

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn er „King Fisher Society Student Athlete of the Week“ hjá Wake Forest – Myndskeið

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, er „King Fisher Society Student Athlete of the Week“ hjá Wake Forest háskólanum sínum en nafnbótin er veitt þeim íþróttamanni, sem jafnframt skarar fram úr námslega séð. Tekið var viðtal við Ólafíu Þórunni í tilefni útnefningarinnar sem fer hér í lauslegri þýðingu: Sp.: Ólafía Þórunn tölum fyrst um námið þitt, þú hefir valið þér hagfræði, segðu mér frá því af hverju þú valdir hagfræði og hvaða fög þú valdir þér eða hlakkar til að takast á við? Ólafía Þórunn: Ég valdi hagfræði vegna þess að þá þarf ég ekki að fást með mikið á ensku. Ég er betri í stærðfræði. Ég er líka í leiklist og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 26. 2012 | 05:00

PGA: Úrslitaleikurinn á heimsmótinu í holu- keppni verður Rory eða Lee g. Mark eða Hunter – Myndskeið: hápunktar og högg 4.dags

Það dregur nær úrslitaleiknum á Accenture heimsmótinu í holukeppni, sem fram fer á Dove Mountain í Marana, Arizona í Bandaríkjunum. Bandaríkjamaðurinn Mark Wilson vann Danann Anders Hanson 4&3 og Bandaríkjamaðurinn Hunter Mahan vann Matt Kuchar sannfærandi 6&5 og mætast Wilson og Mahan í undanúrslitum og því ljóst að Bandaríkjamaður spilar til úrslita í mótinu. Rory McIlroy lagði PGA nýliðann Bae Sang-moon 3&2 og Lee Westwood vann Skotann Martin Laird 4&2 og mætast McIlroy og Westwood og því ljóst að Englendingur leikur til úrslita á mótinu. Til þess að sjá stöðuna á heimsmótinu í holukeppni smellið HÉR: Til þess að sjá myndskeið með hápunktum 4. dags á heimsmótinu í holukeppni, smellið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 26. 2012 | 04:30

PGA: Summerhayes leiðir á Mayakoba Golf Classic eftir 3. dag – Myndskeið með hápunktum 3. dags

Það er nýliðinn á PGA Tour Daniel Summerhayes sem leiðir fyrir lokadag Mayakoba Golf Classic. Summerhayes er samtals búinn að spila á -12 undir pari, samtals 201 höggi (69 65 67). „Á morgun ætla ég bara að reyna og gera sömu hluti og ég hef verið að gera alla vikuna,“ sagði m.a. Summerhayes eftir 3. hring. „Ég ætla að reyna að slá vel með drævernum. Mér líður vel með sveiflunni minni, þannig að ég vel mér skotmörkin….“ Í 2. sæti, 2 höggum á eftir er Chris Stroud, á samtals -10 undir pari, samtals 203 höggum (69 68 68). Þriðja sætinu deila Will Claxton og Michael Allen á -8 undir pari. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2012 | 23:00

GG: Davíð Gunnlaugsson, GKJ og Sigurður Þór Birgisson GG sigruðu á Skálamóti GG

Í tilefni af veðurblíðunni hélt Golfklúbbur Grindavíkur, svokallað Skálamót í dag, laugardag 25. febrúar 2012. Mótið hófst kl. 11:00 og voru allir ræstir út samtímis. Leikið var á sumarflötum. Öll innkoma af mótinu rann til nýs golfskála þeirra GG manna.  Mótið var punktamót með forgjöf og mættu á 4. tug kylfinga til leiks. SJÁ MÁ MYNDASERÍU FRÁ SKÁLAMÓTI GG 24/2 2012  MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR: Helstu úrslit urðu þau að Davíð Gunnlaugsson, GKJ, sigraði höggleikinn – spilaði á pari Húsatóftavallar 71 höggi.  Hávarður Gunnarsson, GG, hlaut nándarverðlaun á 13. braut; var aðeins 50 cm frá holu. Helstu úrslit í punktakeppni urðu eftirfarandi: 1. sæti Sigurður Þór Birgisson, GG, 41 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2012 | 22:55

GG: Skálamót hjá GG, 24. febrúar 2012

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2012 | 22:00

Hver er Kirsty Gallacher í golfinu?

Kirsty er dóttir golfsnillingsins og fyrrum Ryder Cup fyrirliðans Bernard Gallacher (vann 22 sigra sem atvinnumaður þar af 10 á Evróputúrnum). Kirsty fæddist í Edinborg í Skotlandi  21. janúar 1976 og er því nýorðin 36 ára. Hún á sama afmælisdag og Jack Nicklaus og Alvaro Quiros. Kirsty ólst upp á Wentworth golfstaðnum, þegar pabbi hennar þáði stöðu golfkennara þar. Hún hefir starfað sem módel og þátttarstjórnandi í bresku sjónvarpi. Kirsty og Tiger eru miklir vinir og hafa verið það lengi, svo miklir að hún varð ítrekað að bera af sér sögusagnir um að hún væri ein af hjákonum hans. Kirsty lýsti sambandi þeirra Tiger svo í viðtali við The Sun árið Lesa meira