Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 24. 2012 | 20:00

Hver er Amy Lepard í golfinu?

Amy Lepard er eiginkona bandaríska PGA kylfingsins Chad Campbell.

Chad fæddist 31. maí 1974 í Texas og gerðist atvinnumaður í golfi 1996. Hann hefir á atvinnumannsferli sínum unnið 20 sinnum þar af 4 sinnum á PGA Tour. Besti árangur hans í risamóti er 2. sætið á PGA Championship 2003,  2. sætið á Masters 2009 og T-5 á Opna breska í fyrra 2011.

Amy og Chad eiga þrjá syni:  Dax Philip, sem  fæddist 2008; Grayson sem þau hjón ættleiddu tveimur vikum fyrir fæðingu yngsta sonarins Cannon, 2010.

Amy og Chad Campbell.

„Við vissum að lífið myndi breytast“ sagði Amy um barnseignirnar. „Það hafa svo sannarlega orðið breytingar… til góðs auðvitað.“

Breytingar hafa ekki aðeins orðið hjá Amy heldur líka Chad, sem hefir breytt golfdagskrá sinni til þess að geta varið meiri tíma með strákunum s.l. 4 ár og því hefir ekki borið mikið á honum. Í staðinn fyrir að lesa púttlínur eða skipta um kylfur skiptir hann um bleyjur í dag og les bækur fyrir syni sína um lestina Thomas (Thomas the Train).

Chad Campbell

„Hann fær sektarkennd þegar hann fer frá þeim,“ segir Amy um Chad. „Það tók hann smá stund að fatta að hann mætti hegða sér heimskulega og leika á gólfinu með þeim. Það var bara persónuleiki hans. Nú elskar hann það og vill ekki fórna því fyrir frama í golfi. Það er frábært að fylgjast með honum og börnunum,“ segir Amy stolt af strákunum sínum.

Amy var þekkt söngkona í Bandaríkjunum, núna syngur hún aðallega í hljómsveit með vinkonum sínum sem kalla sig „The Jennies.“  Áður voru það popp og rokklög nú er það aðallega country.

Fyrir þá sem vilja hlusta á sýnishorn af lögum, Amy þá er hér eitt frá 2009 smellið hér:, „Love is a compromise“: